Færslur: Múlakvísl

Minni hætta á gasmengun við Múlakvísl
Minni hætta er á gasmengun frá hlaupinu í Múlakvísl nú er í gærkvöld þar sem farið er að hvessa. Hvassviðrið verður til þess að gas safnast síður saman í lægðum.
02.10.2019 - 15:39
Gasmengun fylgir litlu hlaupi í Múlakvísl
Veðurstofan og Almannavarnir vara við gasmengun við Múlakvísl. Síðustu tvo daga hefur rafleiðni aukist jafnt og þétt í ánni og lítið hlaup er hafið. Um þessar mundir er meira vatn í ánni en vanalega, miðað við árstíma, en þó ekki jafnmikið og þegar það nær hápunkti á sumrin. Þónokkur gasmengun fylgir hlaupinu en fyrr í dag varaði Veðurstofan við gasmengun við Láguhvola, þar sem hún mældist yfir heilsuverndarmörkum.
01.10.2019 - 17:44
Fylgjast náið með Múlakvísl
Veðurstofan vaktar enn Múlakvísl í Mýrdalshreppi. Jökulhlaup er ekki hafið en rafleiðni er mikil á svæðinu, eða um 170 míkrósímens á sentimetra, og tiltölulega mikið vatn í ánni, segir Sigurdís Björg Jónasdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hún segir að ástandið á staðnum hafi verið svipað allan júlímánuð. Erfitt sé að segja til um hvenær væntanlegt hlaup hefjist.
Fylgjast með GPS-mæli, rafleiðni og vatnshæð
GPS-mæli hefur verið komið upp við sigketil á Mýrdalsjökli og eru vonir bundnar við að hann gefi gleggri upplýsingar um það hvenær hlaup kemur í Múlakvísl. Vísindamenn gera ráð fyrir því að stærsta hlaup í átta ár verði á næstu dögum eða vikum. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á vakt á Veðurstofu Íslands, segir að grannt sé fylgst með Múlakvísl. Engin merki um hlaup séu þó komin fram.
08.07.2019 - 12:06
Fyrirvarinn á hlaupi verður stuttur
Fyrirvarinn á væntanlegu hlaupi í Múlakvísl verður stuttur. Stöðugt er fylgst með vatnshæðarmælum Veðurstofunnar svo hægt verði að gera viðvart í tæka tíð.
05.07.2019 - 19:27
Engin merki um hlaup í Múlakvísl
Engin merki eru um að hlaup sé komið úr Mýrdalsjökli í Múlakvísl. Salóme Jórunn Bernharðssdóttir, náttúruvársérfræðingur á vakt á Veðurstofu Íslands, segir að grannt sé fylgst með fjórum þáttum, jarðhræringum, vatnshæð við Léreftshöfuð, lofttegundum við Láguhvola og rafleiðni í Múlakvísl.
Stærsta hlaup í Múlakvísl í 8 ár
Hlaup gæti hafist í Múlakvísl á næstu dögum. Sérfræðingur í jöklarannsóknum segir viðbúið að hlaupið verði það stærsta í átta ár. Búast megi við að hringvegurinn lokist. Samkvæmt mælingum eru samtals sex milljónir rúmmetra í tveimur kötlum sem er sérstaklega fylgst með.
Vaxandi líkur á hlaupi í Múlakvísl
Mælingar á Mýrdalsjökli benda til þess að hlaup geti komið í Múlakvísl á næstu dögum eða vikum. Þetta kemur fram á Facebooksíðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Þar segir að ekki sé búist við stóru hlaupi en þó nokkru stærra en undanfarin átta ár. Ekki sé talin þörf á sérstökum lokunum eins og er, en fylgst verði náið með ástandinu.
03.07.2019 - 15:25
Há rafleiðni mælist í Múlakvísl
Há rafleiðni mælist nú í Múlakvísl. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands kemur fram að rafleiðni hafi aukist verulega þar undanfarna tvo daga og mælist nú 430 míkrósímens/cm á meðan lítið vatn er í ánni.
17.11.2017 - 12:12