Færslur: Múlakvísl

Skjálftar líklegast tengdir bráðnun í jöklinum
Allt hefur verið með kyrrum kjörum í Kötluöskju eftir að tveir skjálftar, 3,2 að stærð, mældust þar í kvöld. Fyrri skjálftinn varð klukkan 19:20 og fylgdi annar tveimur mínútum síðar. Náttúruvársérfræðingur segir mögulegt að bráðnun jökla hafi komið skjálftunum af stað.
Múlakvísl farin að grafa sundur veginn við Afréttisá
Múlakvísl hefur verið að grafa í sundur veginn við Afréttisá, sem liggur upp í Þakgil. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Almannavarna sem segja tilkynningu hafa borist í gær. Rafleiðni hefur mælst í Múlakvísl undanfarið.
Vara ferðamenn við að dveljast nærri Múlakvísl
Rafleiðni hefur aukist í ánni Múlakvísl undanfarna daga. Þetta er til marks um að jarðhitavatn kemur fram undan Mýrdalsjökli. Elísabet Pálmadóttir, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að síðustu helgi hafi borist talsvert af tilkynningum um brennisteinslykt í grennd við ána.
27.07.2020 - 14:01
Brennisteinslykt finnst við Múlakvísl
Aukin rafleiðni er í Múlakvísl á Mýrdalssandi og hafa ferðamenn tilkynnt Veðurstofu Íslands um brennisteinslykt á svæðinu. Líklegt er að jarðhitavatn leki nú í ána úr sigkötlum, svokallað bræðsluvatn, en ekki er talið að vatnsmagnið sé nægilegt til að hlaup verði í ánni.
Minni hætta á gasmengun við Múlakvísl
Minni hætta er á gasmengun frá hlaupinu í Múlakvísl nú er í gærkvöld þar sem farið er að hvessa. Hvassviðrið verður til þess að gas safnast síður saman í lægðum.
02.10.2019 - 15:39
Gasmengun fylgir litlu hlaupi í Múlakvísl
Veðurstofan og Almannavarnir vara við gasmengun við Múlakvísl. Síðustu tvo daga hefur rafleiðni aukist jafnt og þétt í ánni og lítið hlaup er hafið. Um þessar mundir er meira vatn í ánni en vanalega, miðað við árstíma, en þó ekki jafnmikið og þegar það nær hápunkti á sumrin. Þónokkur gasmengun fylgir hlaupinu en fyrr í dag varaði Veðurstofan við gasmengun við Láguhvola, þar sem hún mældist yfir heilsuverndarmörkum.
01.10.2019 - 17:44
Fylgjast náið með Múlakvísl
Veðurstofan vaktar enn Múlakvísl í Mýrdalshreppi. Jökulhlaup er ekki hafið en rafleiðni er mikil á svæðinu, eða um 170 míkrósímens á sentimetra, og tiltölulega mikið vatn í ánni, segir Sigurdís Björg Jónasdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hún segir að ástandið á staðnum hafi verið svipað allan júlímánuð. Erfitt sé að segja til um hvenær væntanlegt hlaup hefjist.
Fylgjast með GPS-mæli, rafleiðni og vatnshæð
GPS-mæli hefur verið komið upp við sigketil á Mýrdalsjökli og eru vonir bundnar við að hann gefi gleggri upplýsingar um það hvenær hlaup kemur í Múlakvísl. Vísindamenn gera ráð fyrir því að stærsta hlaup í átta ár verði á næstu dögum eða vikum. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á vakt á Veðurstofu Íslands, segir að grannt sé fylgst með Múlakvísl. Engin merki um hlaup séu þó komin fram.
08.07.2019 - 12:06
Fyrirvarinn á hlaupi verður stuttur
Fyrirvarinn á væntanlegu hlaupi í Múlakvísl verður stuttur. Stöðugt er fylgst með vatnshæðarmælum Veðurstofunnar svo hægt verði að gera viðvart í tæka tíð.
05.07.2019 - 19:27
Engin merki um hlaup í Múlakvísl
Engin merki eru um að hlaup sé komið úr Mýrdalsjökli í Múlakvísl. Salóme Jórunn Bernharðssdóttir, náttúruvársérfræðingur á vakt á Veðurstofu Íslands, segir að grannt sé fylgst með fjórum þáttum, jarðhræringum, vatnshæð við Léreftshöfuð, lofttegundum við Láguhvola og rafleiðni í Múlakvísl.
Stærsta hlaup í Múlakvísl í 8 ár
Hlaup gæti hafist í Múlakvísl á næstu dögum. Sérfræðingur í jöklarannsóknum segir viðbúið að hlaupið verði það stærsta í átta ár. Búast megi við að hringvegurinn lokist. Samkvæmt mælingum eru samtals sex milljónir rúmmetra í tveimur kötlum sem er sérstaklega fylgst með.
Vaxandi líkur á hlaupi í Múlakvísl
Mælingar á Mýrdalsjökli benda til þess að hlaup geti komið í Múlakvísl á næstu dögum eða vikum. Þetta kemur fram á Facebooksíðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Þar segir að ekki sé búist við stóru hlaupi en þó nokkru stærra en undanfarin átta ár. Ekki sé talin þörf á sérstökum lokunum eins og er, en fylgst verði náið með ástandinu.
03.07.2019 - 15:25
Há rafleiðni mælist í Múlakvísl
Há rafleiðni mælist nú í Múlakvísl. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands kemur fram að rafleiðni hafi aukist verulega þar undanfarna tvo daga og mælist nú 430 míkrósímens/cm á meðan lítið vatn er í ánni.
17.11.2017 - 12:12