Færslur: Mötuneyti

Breyta matseðlum skóla eftir úttekt — „Barn síns tíma“
Fræðsluráð Akureyrarbæjar hefur ákveðið að gera breytingar á matseðlum leik- og grunnskóla bæjarins í kjölfar úttektar sem gerð var á gæðum og næringargildi skólamáltíða. Í úttektinni sagði að matseðlarnir væru svolítið „barn síns tíma“. Breytingarnar fela meðal annars í sér að auka magn grænmetis, tryggja að feitur fiskur sé oftar í boði sem og trefjarík fæða.
09.09.2021 - 14:30
Litlu hægt að svara um mötuneyti
Fátt var um svör þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, svaraði fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, um mötuneyti sveitarfélaga. Andrés Inga fýsti meðal annars að vita hversu mörg mötuneytin væru, hvort þau rækju eigin eldhús eða keyptu þjónustu annars staðar frá, hvernig loftslagsmálum væri sinnt og hvaða stefnu væri fylgt um framboð á grænkerafæði.
02.04.2021 - 08:46