Færslur: Mótmæli vegna sóttvarnaaðgerða

Handtökur i COVID mótmælum í Lundúnum
Fimm voru handtekin í dag og og átta lögreglumenn slösuðust í fjölmennum mótmælum í Lundúnum gegn þeim sóttvarnartakmörkunum sem enn eru í gildi á Englandi.
Róstusöm mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum í Sviss
Lögregla beitti í gær táragasi og gúmmíhúðuðum stálkúlum til að leysa upp róstusöm mótmæli í svissnesku borginni St. Gallen gegn sóttvarnaaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Hundruð mótmælenda, jafnvel um eða yfir 1.000 manns, tóku þátt í mótmælunum að kvöldi föstudagsins langa, samkvæmt svissneska dagblaðinu Tagblatt.
Dæmd í fangelsi eftir COVID-mótmæli í Danmörku
Þrítug kona hefur verið dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir að hvetja til ofbeldis á COVID-mótmælum í Kaupmannahöfn í janúar. Hópurinn sem stóð fyrir þeim mótmælum hefur boðað til mótmæla aftur í dag.
Áfram útgöngubann í Hollandi
Áfrýjunardómstóll í Haag sneri í gærkvöld dómi sem kveðinn var upp fyrr í gær þess efnis, að útgöngubann stjórnvalda vegna COVID-19 væri ólöglegt og skyldi aflétt þegar í stað. Fjölskipaður áfrýjunardómstóllinn ákvarðaði að útöngubannið skuli gilda áfram fram á föstudag hið minnsta, en þá fer fram aðalmeðferð í máli samtakanna Wiruswaarheid gegn stjórnvöldum.
Segir að mótmælendur í Hollandi komi úr ýmsum áttum
Mörg hundruð hafa verið handtekin í Hollandi undanfarna daga í verstu óspektum sem verið hafa í landinu í 40 ár. Fólkið mótmælir útgöngubanni og ströngum sóttvarnareglum sem hafa verið í gildi í landinu síðan í haust. Sóley Tómasdóttir, kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi sem búsett er í borginni Nijmegen í norðausturhluta Hollands, segir að almenningur sé óttasleginn vegna mótmælanna. Svo virðist sem þeir sem taka þátt í þeim séu fjölbreyttur hópur.