Færslur: Mótmæli vegna sóttvarnaaðgerða

Bandarískir vörubílstjórar halda í átt að höfuðborginni
Fjöldinn allur af bandarískum flutningabílstjórum og stuðningsmenn þeirra lögðu upp frá Kaliforníu í dag og stefna í átt að höfuðborginni Washington. Tilgangur þeirra er að mótmæla sóttvarnartakmörkunum í landinu.
Beitingu neyðarlaga hætt í Kanada
Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada afnam í sérstakan neyðarrétt sem veitti Ottawalögreglunni heimild til að leysa upp mótmæli flutningabílstjóra í borginni. Trudeau lýsti jafnframt yfir á blaðamannafundi að ekki ríkti hættuástand lengur.
Síðustu trukkarnir dregnir út úr miðborg Ottawa
Síðustu leifar mótmælabúðanna og umferðartálmanna í miðborg Ottawa, höfuðborgar Kanada, voru fjarlægðar í dag, sunnudag. Hátt í 200 manns voru handtekin í aðgerðum lögreglu á föstudag og laugardag og nær 60 stórir flutningabílar gerðir upptækir.
Mótmælin í Ottawa leyst upp - 170 handtekin
Settur lögreglustjóri í Ottawa lýsti því yfir í gærkvöld að hertöku flutningabílstjóra og stuðningsfólks þeirra á miðborg kanadísku höfuðborgarinnar hefði verið hnekkt. Sókn fjölmenns lögregluliðs alstaðar að frá Kanada gegn þúsundum andstæðinga bólusetningarskyldu og annarra sóttvarnaaðgerða kanadískra stjórnvalda, sem haldið höfðu miðborg Ottawa lokaðri um þriggja vikna skeið hófst á föstudag og lauk á laugardagskvöld.
Yfir 100 mótmælendur handteknir í Ottawa
Lögregla í Kanada lét til skarar skríða gegn mótmælendum í miðborg höfuðborgarinnar Ottawa í dag og hefur þegar handtekið um eða yfir 100 úr þeirra hópi í aðgerðum dagsins og fjarlægt fjölda flutningabíla. Hundruð lögreglumanna, bæði heimamenn og liðsauki frá öðrum umdæmum, alríkislögreglunni og riddaralögreglunni, sóttu á föstudag hægt en ákveðið að þeim hundruðum mótmælenda sem haldið hafa miðborginni í gíslingu um nokkurra vikna skeið.
Kanadastjórn grípur til neyðarúrræða vegna mótmæla
Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada ákvað í dag að grípa til aðgerða sem aðeins er heimilt að beita í neyð. Með því er ætlunin að binda enda á mótmæli flutningabílstjóra og fleiri gegn skyldubólusetningu og sóttvarnareglum í landinu.
Mótmæli en engar lokanir í Brüssel
Lögreglan í Brüssel kom í veg fyrir að vörubílstjórar lokuðu götum þar til að mótmæla sóttvarnaraðgerðum. Engu að síður voru fjölmenn mótmæli í borginni. Forsætisráðherra Nýja-Sjálands segir að mótmælendur þar verði handteknir trufli þeir áfram umferð.
14.02.2022 - 19:28
Lögreglumenn kvarta sáran undan lögum Manilow
Lögreglumenn sem standa vörð við þinghúsið í Wellington höfuðborg Nýja Sjálands hafa kvartað sáran undan að lög bandaríska söngvarans Barrys Manilow séu í sífellu spiluð til að reyna að hrekja mótmælendur á brott.
Ambassador-brúin opnuð eftir að mótmæli voru leyst upp
Borgarstjóri Windsor í Kanada segir að opnað verði að nýju fyrir ferðir yfir Ambassador-brúna sem tengir borgina við Detroit í Bandaríkjunum um leið og það telst fullkomlega öruggt.
Nýja Sjáland
Spila Manilow og Macarena til að fæla brott mótmælendur
Nýsjálensk yfirvöld tóku upp á þeirri nýlundu að spila í sífellu nokkur lög bandaríska söngvarans Barry Manilow og spænskan danssmell til að hrekja mótmælendur brott frá þinghúsinu í Wellington. Mótmælendur svöruðu í svipaðri mynt.
Mótmælendum vísað brott af Ambassador-brúnni
Lögregla hefur í dag verið í óða önn að koma flutningabílstjórum og öðrum mótmælendum í brott frá Ambassador-brúnni einni helstu flutningsleiðinni milli Kanada og Bandaríkjanna.
Mótmælendur flykktust í átt til Parísar
Þúsundir Frakka flykktust í dag í átt til höfuðborgarinnar Parísar til að mótmæla sóttvarnar- og bólusetningareglum stjórnvalda. Aðgerðirnar eru í anda þeirra sem staðið hafa um hálfs mánaðar skeið í Kanada.
Dómari fyrirskipar mótmælendum að opna vegi
Kanadískur dómari fyrirskipaði mótmælendum í dag að yfirgefa og þar með opna leiðina yfir Ambassador-brúna sem tengir Ontario-fylki og borgina Detroit í Bandaríkjunum.
Mótmæli gegn skyldubólusetningu vaxa í Wellington
Mótmælendum við þinghús Nýja Sjálands í Wellington fjölgaði mjög í dag. Lögregla hefur dregið úr viðbúnaði og látið af tilraunum til að dreifa mótmælendum.
Um 25 handteknir í mótmælum í Ottawa
Vörubílstjórar í Ottawa, höfuðborg Kanada, sem hafa mótmælt sóttvarnaraðgerðum stjórnvalda, sýna engin merki þess að hætta mótmælum þrátt fyrir yfirlýst neyðarástand af hálfum stjórnvalda og hótanir um valdbeitingu.
Mótmæli í Kanada
Krefjast opnunar vegartálma við landamærin
Samtök atvinnurekenda í Bandaríkjunum og Kanada krefjast þess að flutningabílstjórar og stuðningsmenn þeirra opni vegartálma sem settir hafa verið upp á mikilvægri leið sem tengir löndin tvö.
Kanada
Neyðarástandi lýst yfir vegna mótmæla í Ottawa
Borgarstjórinn í Ottawa, höfuðborg Kanada, hefur lýst yfir neyðarástandi vegna langvarandi fjöldamótmæla í miðborginni. Borgarstjórinn, Jim Watson, segir mótmælaaðgerðirnar komnar úr böndunum og kallar eftir aðstoð ríkisvaldsins til að leysa úr þeim vanda sem skapast hefur.
Sóttvarnaaðgerðum enn mótmælt í Kanada
Mótmæli gegn kröfum um bólusetningu og öðrum sóttvarnaaðgerðum vegna COVID-19 halda áfram í Kanada og hafa breiðst út um helgina. Mótmælin byrjuðu í höfuðborginni Ottawa um síðustu helgi þegar stór hópur vöruflutningabílstjóra kom þar saman til að mótmæla bólutsetningarskyldu bílstjóra sem aka milli Bandaríkjanna og Kanada.
Kanada
Flutningabílstjórar mótmæla bólusetningarskyldu
Mikill fjöldi flutningabílstjóra streymdu til Ottawa höfuðborg Kanada í gær til að mótmæla því að bólusetningar sé krafist hyggist þeir aka yfir landamærin yfir til Bandaríkjanna.
Nokkur þúsund mótmæltu skyldubólusetningu í Washington
Nokkur þúsund manns alstaðar að frá Bandaríkjunum svöruðu kalli bólusetningarandstæðinga og tóku þátt í mótmælum í höfuðborginni Washington á sunnudag, gegn skyldubólusetningu hvers konar.
Yfir 100.000 mótmæltu hertum sóttvarnalögum
Yfir hundrað þúsund manns mótmæltu í dag fyrirætlunum frönsku ríkisstjórnarinnar um að þrengja enn að athafnafrelsi óbólusettra í Frakklandi. Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, lýsti því yfir í viðtali á dögunum að hann ætli að halda áfram að ergja óbólusetta þar til kórónuveirufaraldurinn er genginn yfir. Þessi orð forsetans vöktu hörð viðbrögð og virðast hafa skilað sér í mikilli þátttöku í mótmælum dagsins, þar sem fjórum sinnum fleiri mættu en síðast þegar mótmælt var, skömmu fyrir jól.
Sjónvarpsfrétt
Segja mörgum spurningum ósvarað um bólusetningar barna
Talsverður fjöldi fólks kom saman við Stjórnarráðið síðdegis í dag til að mótmæla fyrirhuguðum kórónuveirubólusetningum fimm til ellefu ára barna. Skipuleggjendur mótmælanna segja mörgum spurningum ósvarað um áhrif bóluefnisins á börn.
Tugir þúsunda mótmæltu sóttvarnaaðgerðum í Austurríki
Um 40.000 manns mótmæltu ströngum og víðtækum sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda í Austurríki í gær. Mótmælin voru að mestu bundin við þrjár borgir; Graz, Klagenfurt og St. Pölten. Fjölmennust voru þau í Graz, þar sem allt að 30.000 manns tóku þátt í tvennum mótmælum sem runnu saman að lokum.
Fjölmenn mótmæli á Ítalíu
Fjölmennur og sundurleitur hópur fólks safnaðist saman til mótmæla á götum Rómarborgar í gær í tilefni af leiðtogafundi G20-ríkjanna. Þúsundir söfnuðust líka saman í Mílanó til að mótmæla hinum svokallaða heilsupassa, sem þarf að framvísa til að njóta ýmiss konar þjónustu og skemmtunar af ýmsum toga.
31.10.2021 - 03:58
Ekki til fyrirmyndar fyrir mótmælendur að öskra á börn
Andstæðingur bólusetninga gerði hróp að börnum sem voru á leið í bólusetningu fyrir utan Laugardalshöll í morgun. Lögregla hefur í tvígang þurft að hafa afskipti af andstæðingum bólusetninga í sumar. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir mótmæli sem þessi hafa verið viðbúin.