Færslur: Mótmæli vegna sóttvarnaaðgerða

Ekki til fyrirmyndar fyrir mótmælendur að öskra á börn
Andstæðingur bólusetninga gerði hróp að börnum sem voru á leið í bólusetningu fyrir utan Laugardalshöll í morgun. Lögregla hefur í tvígang þurft að hafa afskipti af andstæðingum bólusetninga í sumar. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir mótmæli sem þessi hafa verið viðbúin.
Yfir 900 smit í Ástralíu
Enn fjölgar nýsmitum í þeirri bylgju kórónaveirufaraldursins sem nú hrellir Ástrali, og þá einkum íbúa Sydneyborgar og Nýja Suður-Wales. 902 greindust með COVID-19 í Ástralíu síðasta sólarhringinn, þar af 832 í Nýja Suður-Wales, samkvæmt tölum heilbrigðisyfirvalda. Er þetta þriðji dagurinn í röð sem yfir 800 smit greinast í Nýja Suður-Wales, þar sem smit hafa nú verið yfir 600 í eina viku.
Kom til átaka í covid-mótmælum í Melbourne
Þúsundir Ástrala hafa mótmælt sóttvarnatakmörkunum í héruðum landsins og hefur komið til átaka. Í Melbourne tókust lögreglumenn á við mótmælendur og beittu piparúða gegn mótmælendum sem höfðu brotist fram hjá lögreglu
Mótmæli og metfjöldi smita í Ástralíu
Þúsundir Ástrala mótmæltu takmörkunum og sóttvarnaaðgerðum yfirvalda í Brisbane og Melbourne í morgun og lögregla freistar þess að koma í veg fyrir sams konar mótmæli í Sydney, þar sem metfjöldi greindist með COVID-19 síðasta sólarhringinn.
Mörgu mótmælt í Lundúnum í gær en gleðigöngunni frestað
Á annan tug manna var handtekinn í „fyrirbyggjandi aðgerðum" Lundúnalögreglunnar í gær, þar sem þúsundir mótmæltu ýmist sóttvarnaaðgerðum gegn COVID-19, aðgerðaleysi stjórnvalda í loftslagsmálum, framferði Ísraela í Palestínu, fjársvelti heilbrigðisþjónustunnar, auknum valdheimildum lögreglunnar eða einhverju enn öðru.
Handtökur i COVID mótmælum í Lundúnum
Fimm voru handtekin í dag og og átta lögreglumenn slösuðust í fjölmennum mótmælum í Lundúnum gegn þeim sóttvarnartakmörkunum sem enn eru í gildi á Englandi.
Róstusöm mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum í Sviss
Lögregla beitti í gær táragasi og gúmmíhúðuðum stálkúlum til að leysa upp róstusöm mótmæli í svissnesku borginni St. Gallen gegn sóttvarnaaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Hundruð mótmælenda, jafnvel um eða yfir 1.000 manns, tóku þátt í mótmælunum að kvöldi föstudagsins langa, samkvæmt svissneska dagblaðinu Tagblatt.
Dæmd í fangelsi eftir COVID-mótmæli í Danmörku
Þrítug kona hefur verið dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir að hvetja til ofbeldis á COVID-mótmælum í Kaupmannahöfn í janúar. Hópurinn sem stóð fyrir þeim mótmælum hefur boðað til mótmæla aftur í dag.
Áfram útgöngubann í Hollandi
Áfrýjunardómstóll í Haag sneri í gærkvöld dómi sem kveðinn var upp fyrr í gær þess efnis, að útgöngubann stjórnvalda vegna COVID-19 væri ólöglegt og skyldi aflétt þegar í stað. Fjölskipaður áfrýjunardómstóllinn ákvarðaði að útöngubannið skuli gilda áfram fram á föstudag hið minnsta, en þá fer fram aðalmeðferð í máli samtakanna Wiruswaarheid gegn stjórnvöldum.
Segir að mótmælendur í Hollandi komi úr ýmsum áttum
Mörg hundruð hafa verið handtekin í Hollandi undanfarna daga í verstu óspektum sem verið hafa í landinu í 40 ár. Fólkið mótmælir útgöngubanni og ströngum sóttvarnareglum sem hafa verið í gildi í landinu síðan í haust. Sóley Tómasdóttir, kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi sem búsett er í borginni Nijmegen í norðausturhluta Hollands, segir að almenningur sé óttasleginn vegna mótmælanna. Svo virðist sem þeir sem taka þátt í þeim séu fjölbreyttur hópur.