Færslur: Mosfellsheiði
Veðurfræðingur: Erfiður veðurdagur fram undan
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir að dagurinn í dag verði harla erfiður, sérstaklega á vestanverðu landinu. Gul veðurviðvörun er í gildi á öllu landinu með suðvestan hvassviðri og éljagangi. Veðrið hefur skánað í bili vestanlands, hitinn er kominn yfir frostmark og ekki er lengur hríð.
17.03.2022 - 08:17
Þrengslavegi lokað - gul viðvörun í veðurkortunum
Veginum um Þrengsli hefur verið lokað vegna ófærðar en Hellisheiði er enn opin. Þar er þó þæfingsferð og skafrenningur líkt og víða á Vestur- og Suðurlandi. Björgunarsveitir á Suðurnesjum björguðu fólki í föstum bílum á Suðurstrandarvegi í kvöld. Gul veðurviðvörun tekur gildi á morgun.
14.02.2022 - 01:35