Færslur: Mosfellsbær

Eldur logar í bílum við Álfsnesafleggjarann
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um eld í tveimur bílum við afleggjarann að Álfsnes í Mosfellsbæ um klukkan níu í kvöld. Tveir slökkvibílar voru sendir af stað en öðrum var fljótlega snúið við.
06.02.2021 - 21:36
Slösuð kona sótt á Grímansfell
Björgunarsveitir í Mosfellsbæ og Reykjavík ásamt sjúkraflutningamönnum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sóttu slasaða konu á Grímansfell í Mosfellsbæ á þriðja tímanum í dag.
Auðskilið mál
Grunur um fjárdrátt í Skálatúni
Starfsmaður Skálatúns í Mosfellsbæ er grunaður um að hafa tekið peninga úr rekstri heimilsins. Starfsmaðurinn var launafulltrúi og bókari í Skálatúni.
29.10.2020 - 15:55
Kvartar til umboðsmanns vegna „yfirgangs“ borgarinnar
Mosfellsbær hefur sent kvörtun til umboðsmanns Alþingis þar sem kvartað er undan stjórnsýslu Reykjavíkurborgar á Esjumelum. Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum bókun þar sem þeim „yfirgangi sem Reykjavíkurborg hefur sýnt Mosfellingum,“ er harðlega mótmælt. Bærinn hefur einnig kært þá ákvörðun borgarinnar að breyta deiliskipulagi á Kjalarnesi vegna lóðar fyrir Malbikunarstöðina Höfða.
17.10.2020 - 14:17
Fleiri smit greinast á Huldubergi
Nokkrir starfsmenn leikskólans Huldubergs í Mosfellsbæ hafa greinst smitaðir af COVID-19. Greint var frá því á sunnudag að öll börn og allir starfsmenn leikskólans yrðu að fara í 14 daga sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist hjá starfsmanni á leikskólanum. Starfsmaðurinn hafði nýlega verið á Hótel Rangá.
25.08.2020 - 19:15
Segir geitungafjöldan svipaðan og í fyrra
Staðan á geitungastofninum er svipuð í ár og í fyrra að mati Steinars Smára Guðbergssonar meindýraeyðis. Hann segir geitungana þó hafa verið seinni af stað á höfuðborgarsvæðinu þetta sumarið en oft áður. 
14.08.2020 - 13:37
Eldur í grillaðstöðu á útivistarsvæði í Mosfellsbæ
Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eld á útivistarsvæði við Varmá í Mosfellsbæ á tíunda tímanum í kvöld. Mikinn reyk lagði af eldinum og var lið frá tveimur stöðvum sent á vettvang. Í ljós kom að kviknað hafði í yfirbyggðri grillaðstöðu og trépallinum sem hún stóð á. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eyðilagðist hvort tveggja pallurinn og yfirbyggingin í eldinum, sem einnig læstist í nærliggjandi gróður.
Heilu leikmyndirnar á borðunum
„Þetta er bara orðið hluti af því að mæta á þorrablót Aftureldingar að skreyta borðin sín,“ segir Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir sem er í þorrablótsnefnd Aftureldingar í Mosfellsbæ en líklega er óvíða á landinu lagður annar eins metnaður í borðaskreytingar og þar.
10.02.2020 - 17:00
Varasöm snjóhengja í hlíðum Mosfells
Snjóflóðavakt Veðurstofunnar varar við hengju í vesturhlíðum Mosfells í Mosfellsdal. Varasamt getur verið að fara fram á fjallsbrúnina.
31.01.2020 - 08:58
Myndskeið
Segir óhætt að kenna þrátt fyrir rakaskemmdir
Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ fullyrðir að Varmárskóli sé kennsluhæfur, þrátt fyrir að ekki sé búið að laga allar rakaskemmdir. Skólastjóri segir að eitt barn hafi óskað eftir flutningi úr skólanum vegna veikinda af völdum myglu.
27.08.2019 - 19:54
Endurbætur á Varmárskóla vegna myglu á áætlun
Endurbætur á Varmárskóla ganga samkvæmt áætlun en þörf var á endurbótum samkvæmt úttekt verkfræðistofunnar Eflu í lok síðasta árs. Í skýrslu Eflu kemur fram að rakavandamál og örveruvöxtur hafi fundist á einstaka stöðum innan skólans.
10.07.2019 - 10:08
Viðtal
Mikilvægt að geta mætt of seint í skólann
„Ég byrjaði í háskólanum og byrjaði á að setjast í sæti sem ég gat ekki staðið upp úr þannig að ég þurfti bara að pikka í næsta mann. Ég kynntist hellingi af fólki þannig en það var mjög óþægilegt,“ svona lýsir Ásthildur Jóna Guðmundsdóttir, 24 ára háskólanemi, lífinu fyrir NPA. Hún er nú búin að vera með notendastýrða persónulega aðstoð í fjögur ár. Aðstoðarkona hennar, Sylvía Ösp Símonardóttir, gleymir því stundum að hún sé í vinnunni.
Björguðu manni frá drukknun í Lágafellslaug
Starfsfólk Lágafellslaugar í Mosfellsbæ bjargaði hálfþrítugum karlmanni frá drukknun um hálf átta leytið í kvöld.
28.01.2019 - 23:39
Bjarki leiðir lista VG í Mosfellsbæ
Bjarki Bjarnason leiðir lista VG í Mosfellsbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Vinstri græn náðu einum manni kjörnum í síðustu kosningum og hafa starfað með Sjálfstæðisflokki í meirihluta í bæjarstjórn Mosfellsbæjar.
Gott að taka á móti hinsegin flóttafólki hér
Nína Helgadóttir verkefnisstjóri flóttamannamála hjá Rauða krossi Íslands segir gott að taka á móti hinsegin flóttafólki hér: „Ég held að þetta sé nú kannski eitt af því sem við höfum gert hvað best undanfarin ár. Að við höfum tekið hinsegin fólki opnum örmum og viðhorfin hafa breyst alveg gríðarlega mikið“.
19.03.2018 - 18:21
Flóttamennirnir komnir í Mosfellsbæ
Tíu flóttamenn frá Úganda komu í ný heimkynni í Mosfellsbæ eftir hádegi í dag. Þetta eru fyrstu flóttamennirnir sem setjast að í Mosfellsbæ.
19.03.2018 - 15:45
Anna leiðir lista Samfylkingar í Mosfellsbæ
Anna Sigríður Guðnadóttir bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ leiðir lista Samfylkingarinnar í sveitarfélaginu fyrir kosningarnar í vor. Framboðslisti Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ var samþykktur samhljóða á félagsfundi í kvöld. Listann skipa tíu konur og átta karlar.
Ókunnur ökumaður bauð barni sælgæti
Ökumaður í Höfðahverfi í Mosfellsbæ stöðvaði bíl sinn síðdegis í gær og gaf sig á tal við átta ára gamalt barn og bauð því sælgæti. Barnið var á leið heim úr skóla. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu.
10.11.2017 - 14:09
Mengun í Varmá vegna ýmissa eiturefna
Líklegt er að fiskar í Varmá hafi drepist á dögunum vegna ýmissa efna sem bárust í ána, þar á meðal eru ammoníak og skordýraeitur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis.
20.07.2017 - 14:57
Dæmi um að 5000 lítrar af blóði leki í Varmá
Íbúar við Varmá í Mosfellsbæ gagnrýna að bæjaryfirvöld hafi lítið gert til að vernda ána, þótt bæjarráð hafi samþykkt að grípa til aðgerða fyrir þremur árum. Þá höfðu 5000 lítrar af blóði frá sláturhúsi lekið í ána. Talsvert af fiski drapst í Varmá fyrir helgi, eftir ítrekuð mengunarslys í sumar.
17.07.2017 - 20:11
Mengun drepur fisk í Varmá
Fiskur hefur drepist í Varmá í Mosfellsbæ undanfarna daga, að því er virðist vegna mengunar. Engin sýni hafa verið tekin úr ánni, en heilbrigðisfulltrúi Mosfellsbæjar telur líklegast að mengunin komi úr regnvatnslögnum frá íbúðagötum í nágrenni árinnar.
17.07.2017 - 12:33
Telur líklegt að ekki verði af sjúkrahúsi
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, telur ólíklegt að það verði af byggingu á einkasjúkrahúsi í sveitarfélaginu. Hann átti fund fyrir nokkrum mánuðum með forsvarsmönnum MCPB ehf sem hafa haft hug á sjúkrahúsrekstri í sveitarfélaginu. „[Henri Middeldorp, framkvæmdastjóri MCPB ehf,] sagðist þá vera að undirbúa verkefnið. Ég hef ekki heyrt í honum síðan og finnst líklegra en hitt að af þessu verði ekki.“
27.04.2017 - 20:02
Segja samninginn tryggja hagsmuni bæjarins
Átta fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna í bæjarstjórn Mosfellsbæjar telja að eðlilega hafi verið staðið að endurúthlutun lóðar í landi Sólvalla til fyrirtækisins MCPB. Það hafi verið gert í samræmi við lög, reglur og yfirlýsta stefnu bæjarins. Fulltrúarnir sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu um þetta í morgun. Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar er sá eini sem leggst gegn undirritun samningsins.
18.08.2016 - 11:43