Færslur: Mosfellsbær

Í mörg horn að líta hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu
Mikið var um ölvun og óspektir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt. Fjölmargar tilkynningar bárust lögreglunni um ofurölvi fólk sem var sjálfu sér og öðrum til vandræða eða algerlega ósjálfbjarga svo lögregla þurfti að koma því til aðstoðar.
Hæst laun í Garðabæ og Kópavogi en lægst í Hafnarfirði
Bæjarstjóri Garðabæjar er launahæstur bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu, bæjarstjóri Kópavogs fylgir þar á eftir, samkvæmt samantekt fréttastofu á mánaðarlaunum borgar- og bæjarstjóra. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar er launalægstur.
Tveir grísir ollu usla á golfvelli í Mosfellsbæ
Það blasti nokkuð óvenjuleg sjón við golfurum á Bakkakotsvellinum í Mosfellsbæ í dag. Þar voru tveir lausir grísir, sem höfðu strokið frá nærliggjandi sveitabæ.
04.07.2022 - 23:05
Innlent · Grísir · Svín · golf · Golfvöllur · Mosfellsbær
Fyrrverandi bæjarstjórar keppast um bæjarstjórastól
Sjö núverandi eða fyrrverandi bæjarstjórar sóttust eftir stöðu bæjarstjóra í Mosfellsbæ í ár. Alls sóttu þrjátíu manns um stöðuna en fimm drógu umsóknir sínar til baka. Staða bæjarstjóra var auglýst til umsóknar 18. júní en umsóknarfrestur rann út í lok mánaðarins.
04.07.2022 - 21:40
Mosfellsbær í viðræðum um yfirtöku Skálatúns
Mosfellsbær hefur ákveðið að fara í viðræður um yfirtöku á rekstri og skuldum Skálatúnsheimilisins fyrir árslok. Skuldir Skálatúns eru 259 milljónir króna. Stefnt er að því að breyta búsetunni og stefna að einstaklingsbúsetu fremur en fjölbýli. Starfandi bæjarstjóri býst við að viðræðurnar gangi greitt. „Það er markmið okkar og Jöfnunarsjóðsins að þetta gangi hratt fyrir sig og geti orðið tilbúið fyrir árslok,“ segir Arnar Jónsson.
Mosfellsbær hyggst taka yfir rekstur Skálatúns
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum í gær að hefja formlegar viðræður við Skálatún um yfirtöku bæjarins á rekstri, skuldbindingum og eignum þess. Skálatún er heimili um 40 einstaklinga með þroskahömlun. Þar er einnig rekin dagþjónusta svo sem vinnustofur, þjálfun og afþreying fyrir fólk með þroskahömlun. 
01.07.2022 - 10:55
Sjónvarpsfrétt
„Allir eiga að komast þangað sem þeir vilja“
Allir eiga að komast þangað sem þeir vilja, segja tólf ára vinkonur í Mosfellsbæ. Þær hafa beðið bæinn um að bæta úr aðgengismálum hið fyrsta, tvær þeirra eru í hjólastól.
27.06.2022 - 20:49
B, C og S ná saman í Mosfellsbæ
Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin og Viðreisn hafa náð samkomulagi um myndum meirihluta í Mosfellsbæ. Þetta kemur fram í tilkynningu frá oddvitum framboðanna þriggja.
24.05.2022 - 19:27
L-listinn úti í kuldanum í Mosfellsbæ
Formlegar viðræður um myndun meirihluta í Mosfellsbæ fara nú fram án Vina Mosfellsbæjar.
21.05.2022 - 13:48
Stærð hjúkrunarheimilisins Hamra tvöfölduð
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar undirrituðu í gær samning um stækkun hjúkrunarheimilisins Hamra í Mosfellsbæ. Við þetta rúmlega tvöfaldast stærð heimilisins þannig að þar geti 77 búið, en þeir eru nú 33.
Sjónvarpsfrétt
Byggja á stærsta óbyggða svæði höfuðborgarsvæðisins
Byggja á hátt í 4.000 íbúðir, auk atvinnuhúsnæðis, á Blikastaðalandi í Mosfellsbæ, sem er nú stærsta óbyggða landsvæði höfuðborgarsvæðisins. Byggðin verður vistvæn og vonast er til að uppbygging geti hafist eftir um tvö ár. Áætlað er að þar muni búa um 9.000 manns, en nú eru íbúar sveitarfélagsins rúmlega 13.000.
05.05.2022 - 12:30
Mosfellingar kanna hvort finna megi þjóðarhöll stað
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum í gær tillögu Sveins Óskars Sigurðssonar, bæjarfulltrúa Miðflokksins, þess efnis að könnuð verði staðsetning fyrir þjóðarhöll ætlaða hand- og körfubolta í bænum.
Landinn
Styðja við sjálfsprottinn leik barna
„Við fengum vor í eina viku og svo kom aftur vetur,“ segir Sveinlaug Sigurðardóttir leikskólakennari í Krikaskóla í Mosfellsbæ sem hefur sérhæft sig í útikennslu. Þegar Landinn hitti á hana var hún með hóp 4-5 ára barna í ævintýraferð á Meltúnsreitnum sem nýtist vel í slíka kennslu.
12.04.2022 - 07:30
Bjarki Bjarnason leiðir lista VG í Mosfellsbæ
Framboðslisti Vinstri grænna í Mosfellsbæ var samþykktur á félagsfundi í dag. Bjarki Bjarnason, rithöfundur, og forseti bæjarstjórnar leiðir listann. Í öðru sæti er Kolbrún Ýr Oddgeirsdóttir, flugumfeðrarstjóri. Í þriðja sæti er Bjartur Steingrímsson, fangavörður og Bryndís Brynjarsdóttir, kennari er í fjórða sæti. 
Anna Sigríður leiðir Samfylkinguna í Mosfellsbæ
Anna Sigríður Guðnadóttir bæjarfulltrúi leiðir lista Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum. Tillaga uppstillingarnefndar að framboðslista var samþykkt einróma á félagsfundi Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ í dag.
Landsbjörg bjargar verðmætum
Flokkur fólks frá björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu er önnum kafinn við björgun verðmæta úr flutningabíl sem valt á hliðina á Vesturlandsvegi skammt norður af Leirvogstunguhverfi í Mosfellsbæ fyrr í kvöld.
08.01.2022 - 02:48
Eldur logar í bílum við Álfsnesafleggjarann
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um eld í tveimur bílum við afleggjarann að Álfsnes í Mosfellsbæ um klukkan níu í kvöld. Tveir slökkvibílar voru sendir af stað en öðrum var fljótlega snúið við.
06.02.2021 - 21:36
Slösuð kona sótt á Grímansfell
Björgunarsveitir í Mosfellsbæ og Reykjavík ásamt sjúkraflutningamönnum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sóttu slasaða konu á Grímansfell í Mosfellsbæ á þriðja tímanum í dag.
Auðskilið mál
Grunur um fjárdrátt í Skálatúni
Starfsmaður Skálatúns í Mosfellsbæ er grunaður um að hafa tekið peninga úr rekstri heimilsins. Starfsmaðurinn var launafulltrúi og bókari í Skálatúni.
29.10.2020 - 15:55
Kvartar til umboðsmanns vegna „yfirgangs“ borgarinnar
Mosfellsbær hefur sent kvörtun til umboðsmanns Alþingis þar sem kvartað er undan stjórnsýslu Reykjavíkurborgar á Esjumelum. Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum bókun þar sem þeim „yfirgangi sem Reykjavíkurborg hefur sýnt Mosfellingum,“ er harðlega mótmælt. Bærinn hefur einnig kært þá ákvörðun borgarinnar að breyta deiliskipulagi á Kjalarnesi vegna lóðar fyrir Malbikunarstöðina Höfða.
17.10.2020 - 14:17
Fleiri smit greinast á Huldubergi
Nokkrir starfsmenn leikskólans Huldubergs í Mosfellsbæ hafa greinst smitaðir af COVID-19. Greint var frá því á sunnudag að öll börn og allir starfsmenn leikskólans yrðu að fara í 14 daga sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist hjá starfsmanni á leikskólanum. Starfsmaðurinn hafði nýlega verið á Hótel Rangá.
25.08.2020 - 19:15
Segir geitungafjöldan svipaðan og í fyrra
Staðan á geitungastofninum er svipuð í ár og í fyrra að mati Steinars Smára Guðbergssonar meindýraeyðis. Hann segir geitungana þó hafa verið seinni af stað á höfuðborgarsvæðinu þetta sumarið en oft áður. 
14.08.2020 - 13:37
Eldur í grillaðstöðu á útivistarsvæði í Mosfellsbæ
Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eld á útivistarsvæði við Varmá í Mosfellsbæ á tíunda tímanum í kvöld. Mikinn reyk lagði af eldinum og var lið frá tveimur stöðvum sent á vettvang. Í ljós kom að kviknað hafði í yfirbyggðri grillaðstöðu og trépallinum sem hún stóð á. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eyðilagðist hvort tveggja pallurinn og yfirbyggingin í eldinum, sem einnig læstist í nærliggjandi gróður.
Heilu leikmyndirnar á borðunum
„Þetta er bara orðið hluti af því að mæta á þorrablót Aftureldingar að skreyta borðin sín,“ segir Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir sem er í þorrablótsnefnd Aftureldingar í Mosfellsbæ en líklega er óvíða á landinu lagður annar eins metnaður í borðaskreytingar og þar.
10.02.2020 - 17:00
Varasöm snjóhengja í hlíðum Mosfells
Snjóflóðavakt Veðurstofunnar varar við hengju í vesturhlíðum Mosfells í Mosfellsdal. Varasamt getur verið að fara fram á fjallsbrúnina.
31.01.2020 - 08:58

Mest lesið