Færslur: Moses Hightower

Moses Hightower flytja lagið Stundum
Gleðisprengjurnar í Moses Hightower fluttu lagið Stundum af nýútkominni plötu þeirra sem ber nafnið Lyftutónlist.
Afar aðgengilegt, afar undarlegt
Lyftutónlist er sjö laga stuttbreiðskífa eftir Moses Hightower og plata vikunnar á Rás 2. Hún er í senn ægiskrítin og aðgengileg.
Lyftutónlist með Moses Hightower
Geðþekka sálartríóið Moses Hightower, sem var stofnað árið 2007, hefur sent frá sér plötuna Lyftutónlist. Hljómveitin er skipuð þeim Andra Ólafssyni söngvara, bassaleikara, Magnúsi Trygvasyni Eliassen trommara og Steingrími Karli Teague hljómborðsleikara og söngvara auk þess sem en Rögnvaldur Borgþórsson hinn lausráðni spilar á gítar.
21.09.2020 - 15:00
Moses Hightower í beinni frá Hljómahöllinni
Bein útsending frá tónleikum Moses Hightower í Hljómahöllinni. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og er hægt að fylgjst með streymi hér á vefnum og þá er tónleikunum einnig útvarpað í beinni á Rás 2.
02.04.2020 - 19:45
Látum okkur streyma með Moses Hightower
Tónleikaröðin Látum okkur streyma heldur áfram í kvöld og nú er röðin komin að Moses Hightower. Tónleikaröðin er haldin af Hljómahöll og Rokksafni Íslands en eins og nafn tónleikanna gefur til kynna leikur hljómsveitin fyrir galtómu húsi en tónleikunum verður hins vegar streymt auk þess sem þeim verður útvarpað á Rás 2.
02.04.2020 - 11:29
Hljómsveitin vinnur á jarðsögulegum hraða
Hljómsveitin Moses Hightower á topplagið á vinsældalista Rásar 2 um þessar mundir, Ellismell, og lauk stífri tónleikalotu á nýafstaðinni Iceland Airwaves-hátíð. Nú taka við upptökur á nýrri plötu og heimildarmynd.
15.11.2018 - 11:09
Moses í Háskólabíó 22. sept 2017
Í Konsert í kvöld förum við á frábæra tónleika með Moses Hightower! –
19.07.2018 - 19:24
Gagnrýni
Lokkandi stef á lygnum værðarsjó
Fimm ár eru liðin frá síðustu plötu Moses Hightower en Fjallaloft er þriðja plata þessarar um margt sérkennilegu sveitar. Tónlistin er sem fyrr einkar áhlýðileg en um leið lúmskt furðuleg. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.  
Moses Hightower - Fjallaloft
Plata vikunnar á Rás 2 er nýjasta breiðskífa Moses Hightower en hún heitir „Fjallaloft“ og inniheldur 11 lög, en nokkur af þeim hafa þegar gert góða hluti á öldum ljósvakans. Má þar einna helst nefna „Feikn“, „Trúnó“, „Snefill“ og „Fjallaloft“ en það síðastnefnda hefur verið á toppi Vinsældalista Rásar 2 undanfarnar þrjár vikur.
12.06.2017 - 13:27
Viðtal
Akkílesarhællinn að hittast og djamma of mikið
Á föstudag kom út platan Fjallaloft með Moses Hightower en það er þriðja breiðskífa sveitarinnar.
11.06.2017 - 12:57
Moses Hightower í Vikunni
Moses Hightower fluttu lagið Trúnó í Vikunni með Gísla Marteini þann 28. október 2016
29.11.2016 - 15:02