Færslur: Mósambík

Myndskeið
Óttast að yfir þúsund séu látin í Mósambík
Óttast er að yfir þúsund hafi látið lífið þegar fellibylurinn Idai gekk yfir suðausturhluta Afríku. Bylurinn olli mikilli eyðileggingu í þremur löndum og hefur neyðarástandi verið lýst yfir í Simbabve.
18.03.2019 - 19:39
Erlent · Afríka · Hamfarir · Mósambík · Simbabve · Malaví
Fellibylur lagði Beira í rúst
Níu tíundu hlutar borgarinnar Beira í Mósambík eru í rúst eftir að fellibylurinn Idai fór þar yfir í síðustu viku, að sögn hjálparstarfsmanna alþjóðaráðs Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Eyðileggingin er nær algjör og ástandið óhugnanlegt, segja þeir í yfirlýsingu.
18.03.2019 - 08:43
Tugir látið lífið í óveðri í Afríku
Að minnsta kosti 31 eru látnir og tuga er saknað eftir að fellibylurinn Idai reið yfir austurhluta Simbabve í gær. Idai hefur þegar valdið usla í Malaví og Mósambík, en alls hafa yfir ein og hálf milljón manna í löndunum þremur fundið fyrir áhrifum fellibylsins að sögn Sameinuðu þjóðanna og stjórnvalda.
17.03.2019 - 04:27
Erlent · Afríka · Hamfarir · Mósambík · Malaví · Simbabve
Fellibylur fer yfir Mósambík
Á sjötta hundrað þúsund íbúar borgarinnar Beira við strönd Mósambík eru án rafmagns og símasambands eftir að hvirfilbylur kom þar á land. Hús hafa eyðilagst í óveðrinu, tré rifnað upp með rótum og rafmagnsmöstur fallið, að því er AFP fréttastofan hefur eftir starfsmanni almannavarna landsins.
15.03.2019 - 14:08
3,2 tonn af fílabeini falin innan um marmara
Yfirvöld í Kambódíu lögðu í vikunni hald á 3.2 tonn af fílabeini sem falin voru í gámi sem sendur var til landsins frá Mósambík. Yfirmaður hjá kambódíska tollinum staðfesti þetta við AFP-fréttastofuna í dag. Þetta mun vera mesta magn fílabeins sem fundist hefur á einu bretti í Kambódíu. Samtals fundust 1.026 fílstennur í gámnum, sem var á geymslusvæði Pnom Penh-hafnar, faldar innan um marmara.
16.12.2018 - 07:25
  •