Færslur: Mósambík

Tugir létust í óveðri í Afríku
Hitabeltislægðin Ana hefur orðið tugum að bana og valdið miklu tjóni á eignum í löndum í sunnanverðri Afríku. Nokkur héruð hafa verið lýst hamfarasvæði.
27.01.2022 - 16:06
Suðurafrískt herlið sent til Mósambík
Forseti Suður-Afríku ætlar að senda herlið til Mósambík til að aðstoða her landsins í baráttunni gegn vígahópum sem hafa gert usla í norðurhluta landsins að undanförnu. Tilkynnt var á þingi landsins í dag að 1.495 manna herlið væri á leið til nágrannaríkisins til að taka þátt í baráttunni gegn hryðjuverkum og ofbeldisfullum öfgasinnum.
28.07.2021 - 16:36
Óttast frekari uppgang íslamista
Yfirtaka herskárra íslamista á borginni Palma í Mósambík gefur til kynna að þeim sé að vaxa fiskur um hrygg. Þeir tengjast hryðjuverkasamtökum sem kenna sig við Íslamskt ríki. Mannaréttindasamtökin Human Rights Watch óttast frekari árásir í sunnanverðri Afríku.
30.03.2021 - 22:07
Portúgal sendir hermenn til Mósambík
Portúgal ætlar að senda sextíu hermenn til Mósambík. Augusto Santos Silva, utanríkisráðherra Portúgals, greindi frá þessu í gærkvöld. Hann sagði að undirbúningur væri hafinn og að hermennirnir yrðu sendir á næstu vikum.
30.03.2021 - 10:14
Vígamenn ná völdum í norðanverðu Mósambík
Vígahreyfing íslamista náði völdum í bænum Palma í norðanverðu Mósambík eftir fjögurra daga umsátur. AFP fréttastofan hefur eftir starfsmanni öryggissveita í Mósambík að stjórnarherinn hafi hörfað frá bænum í gær.
28.03.2021 - 05:32
Manntjón í óveðri í Mósambík
Að minnsta kosti sex fórust og þúsundir misstu heimili sín þegar fellibylurinn Eloise fór yfir borgina Beira og Sofala-hérað í Mósambík um helgina.
25.01.2021 - 12:21
Hundruð þúsunda á vergangi í Mósambík
Hundruð þúsunda hafa hrakist á vergang vegna árása íslamskra vígamanna í Cabo Delgado-héraði í norðurhluta Mósambík og óttast Sameinuðu þjóðirnar að átökin breiðist til grannríkja verði ekki tekið í taumana.
14.12.2020 - 08:53
Taka höndum saman gegn vígamönnum
Stjórnir Tansaníu og Mósambík ætla að taka höndum saman í baráttunni gegn vígamönnum sem hafa haft sig mikið frammi í Cabo Delgado í norðurhluta Mósambík undanfarin ár. Skrifað hefur verið undir yfirlýsingu þess efnis.
24.11.2020 - 08:21
Macron varar Írani við afskiptum af málefnum Líbanon
Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur varað Írani við afskiptum af innanlandsmálum Líbanons. Ríkisstjórn Mósambík ber jafnframt af sér allar sakir um ábyrgð á vörslu sprengifima efnisins í Beirút.
Vígamenn felldu tugi þorpsbúa í Mósambík
Vígahreyfing herskárra íslamista felldi 52 þorpsbúa í norðurhluta Mósambík fyrr í mánuðinum. Talið er að fórnarlömbin hafi neitað að ganga til liðs við hreyfinguna. Guardian hefur eftir Orlando Mudumane, talsmanni lögreglu, að vígamennirnir hafi sóst eftir liðstyrk ungs fólks í þorpinu, en mætt andstöðu þeirra. Vígamennirnir hafi brugðist reiðir við því að stráfellt unga fólkið á hrottafenginn hátt. Rannsókn er hafin og árásarmannanna leitað.
22.04.2020 - 04:37
Flóttamenn fundust látnir í gámi í Mósambik
64 lík fundust í gámi á vöruflutningabíl í Mósambík í gær. Talið er að fólkið hafi kafnað. 14 voru á lífi í gámnum að sögn yfirvalda. Flutningabíllinn var nýkominn til Mósambík frá Malaví. Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC er talið að fólkið sé frá Eþíópíu. Grunur leikur á að smygla hafi átt fólkinu til Suður-Afríku, en þetta er þekkt leið þangað.
25.03.2020 - 06:59
Kosningar í Mósambík
Kosningar fara fram í Mósambík í dag og er litið á þær sem prófstein á friðarsamkomulag sem undirritað var fyrir fimm árum. Kosnir varða fulltrúar á þing landsins, héraðsstjórar og forseti.
15.10.2019 - 09:24
Tíu tróðust undir á kosningafundi
Tíu létu lífið á kosningafundi Filipe Nyusi, forseta Mósambík, í gær. Fjöldi fólks yfirfyllti lítinn íþróttaleikvang í borginni Nampula. Mikil þvaga myndaðist þegar fólk dreif sig út að fundi loknum, með þeim afleiðingum að tíu tróðust undir. 85 til viðbótar eru slasaðir.
12.09.2019 - 02:16
Páfi fer frá Mósambík til Madagaskar
Frans páfi heldur í dag til Madagaskar að lokinni heimsókn til Mósambík. Páfi kom til Mósambík í fyrradag, en á síðasta degi heimsóknarinnar söng hann messu á þjóðarleikvanginum í höfuðborginni Maputo.
06.09.2019 - 09:05
Páfi á leið til Mósambík
Frans páfi kemur til Mósambík í dag, en það er fyrsti áfangastaðurinn í þriggja landa ferð hans til Afríku.
04.09.2019 - 08:04
Hundruð þúsunda í hættu eftir fellibyl
Þrjátíu og átta hafa fundist látnir eftir að fellibylurinn Kenneth fór yfir norðausturhluta Mósambíkur. Tugþúsundir íbúðarhúsa eru ónýt eða mikið skemmd. Mikil flóð eru í landshlutanum vegna vatnsveðurs. Óveðrið er talið vera hið versta sem komið hefur í Afríku.
29.04.2019 - 16:03
Myndskeið
Fátækasta fólkið varð verst úti
Mjög fátækt fólk á afskekktum svæðum varð verst úti þegar fellibylurinn Kenneth reið yfir Mósambík á fimmtudag, að sögn Ínu Steinke, Íslendings sem býr í borginni Pamba í norðurhluta landins. Fellibylurinn reið þar yfir og ollu töluverðu tjóni, þó minna tjóni en fólk átti von á. Áfram hefur rignt og því eru þúsundir enn innlyksa.
27.04.2019 - 20:05
Enn ógna flóð íbúum í Mósambík
Þúsundir manna eru innlyksa á afskekktum flóðasvæðum í Mósambík þar sem fellibylurinn Kenneth olli mikilli eyðileggingu. Óttast er að aftakaveður verði til þess að enn bæti í flóð og aurskriður. Á fimmtudaginn gekk Kenneth yfir Mósambík tæplega mánuði eftir að hátt í þúsund dóu af völdum fellibylsins Idai.
27.04.2019 - 16:21
Aftur ríður fellibylur yfir Mósambík
Hvirfilvindurinn Kenneth náði landi í Mósambík í gær. Á leiðinni til Mósambík reið stormurinn yfir eyríkið Kómoros þar sem þrír létust vegna óveðursins. Um 30 þúsund manns hafa flúið heimili sín á svæðum sem yfirvöld í Mósambík telja að verði fyrir barðinu á Kenneth. Íbúar í Mósambík eru enn að jafna sig eftir síðasta hvirfilbyl sem reið yfir landið, Idai. Sá varð 900 að bana í Mósambík, Malaví og Simbabve. Yfir þrjár milljónir urðu að leita eftir neyðaraðstoð af völdum Idai.
26.04.2019 - 04:36
Pistill
Þau sem minnsta ábyrgð bera verða verst úti
„Ég flaug til Beira í dag í fyrsta sinn síðan fellibylurinn skall á borginni. Við mér blasti hamfarasvæði. Þök hafa farið af 80-90% húsa og innviðir úr leir og reyr hafa flast út. Vegir eru ónýtir og risavaxin tré hafa rifnað upp með rótum. Það rignir enn og það er hvorki rafmagn né drykkjarvatn. Harmleikurinn er rétt að byrja.“ 
11.04.2019 - 14:00
Myndskeið
Yfir eitt þúsund kólerusmit í Mósambík
Yfir eitt þúsund kólerusmit hafa verið staðfest í Mósambík. Sjúkdómurinn breiðist ógnarhratt út eftir hörmungar sem eru taldar þær verstu á svæðinu í áratugi.
02.04.2019 - 20:00
Kólera breiðist hratt út í Beira
Yfir fimm hundruð kólerutilfelli hafa greinst í hafnarborginni Beira í Mósambík. Gríðarleg flóð urðu í henni um miðjan síðasta mánuð þegar fellibylurinn Idai fór þar yfir. Að sögn heilbrigðisstarfsmanna er einn látinn af völdum kólerunnar, sem breiðist hratt út.
01.04.2019 - 16:11
732 lík fundin í Mósambík, Malaví og Simbabve
Lík 732 manneskja sem fórust í fellibylnum Idai og flóðunum í kjölfar hans hafa nú fundist samkvæmt opinberum tölum. Flest þeirra í Mósambík, eða 417, en hin í Simbabve og Malaví. Hundraða er enn saknað svo vitað sé og lítið vitað um stöðuna á stórum svæðum sem urðu illa úti í hamförunum. Stjórnvöld í Mósambík óttast að yfir 1.000 manns hafi farist þar í landi.
24.03.2019 - 06:10
Erlent · Afríka · Hamfarir · Veður · Mósambík · Malaví · Simbabve
Kólera og malaría gjósa upp á flóðasvæðunum
Fyrstu kólerutilfellin á flóðasvæðunum í Mósambík voru staðfest í dag, rúmri viku eftir að hitabeltisstormurinn Idai fór hamförum þar og í nágrannaríkjunum Malaví og Simbabve. Talsmaður Rauða krossins og Rauða hálfmánans í hafnarborginni Beira greindi frá þessu og varaði við því að búast megi við því að fleiri smitsjúkdómar blossi upp á flóðasvæðunum. Þar eru stór svæði enn á kafi í vatni og malaríutilfellum þegar farið að fjölga umtalsvert.
23.03.2019 - 01:22
Erlent · Afríka · Hamfarir · Veður · Mósambík · Malaví · Simbabve
Yfir 550 látin í mestu hamförum í manna minnum
Staðfest dauðsföll af völdum fellibylsins Idai, sem gekk yfir Simbabve, Malaví og Mósambík í síðustu viku, eru nú yfir 550 talsins. Eru þetta einhverjar verstu veðurtengdu hamfarir sem dunið hafa á sunnanverðri Afríku um árabil. Úrhellisrigning fylgdi ofsaveðrinu og orsakaði gríðarmikil flóð sem enn eru lítið farin að sjatna, viku eftir að ósköpin dundu yfir. Áætlað er að um 15.000 manns bíði einn björgunar við lífshættulegar aðstæður.
22.03.2019 - 03:32
Erlent · Afríka · Hamfarir · Veður · Simbabve · Malaví · Mósambík