Færslur: Morgunvaktin

Flestir sem fluttu til Noregs komnir aftur
Stærstu hluti þeirra iðnaðarmanna sem flutti til Noregs þegar byggingariðnaðurinn hér á landi dróst verulega saman eftir hrun, hefur snúið til baka. Þetta segir Árni Jóhannsson forstöðumaður bygginga- og mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins.
30.01.2017 - 10:00
Sameiginleg norræn mótmæli til skoðunar
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hyggst heyra í norrænum starfsbræðrum sínum í dag og næstu daga til að ræða hvort tilskipun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um innflytjendamál verði mótmælt sameiginlega á norrænum vettvangi. Þetta sagði Guðlaugur Þór á Morgunvaktinni á Rás eitt í morgun.
30.01.2017 - 08:16
Atvinnumál í góðum farvegi á Norðurlandi
Soffía Gílsadóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Norðurlandi eystra segir að atvinnuleysi í landshlutanum sé ekki mikið, líkt og á landinu öllu. Gott jafnvægi sé á milli höfuðborgar og landsbyggðar. Hún segir reynsluna af stóriðju vera góða.
05.10.2016 - 15:26
Nýi spítalinn geti breyst með tækninni
Lokið verður við byggingu Landspítalans árið 2023, eins og áætlað hefur verið. Þetta sagði Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri NLSH, félagsins sem sér um byggingu nýs Landspítala, á Morgunvaktinni á Rás 1. Hann segir skipta máli að hafa sveigjanleika í byggingu nýs spítala, líftími hans þurfi að vera langur og heilbrigðis- og byggingartækni geti breyst á meðan á byggingu stendur.
05.09.2016 - 08:45
Kvóti á Laugaveg og Hverfisgötu til skoðunar
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir það til skoðunar að setja hótelkvóta meðfram Laugavegi og Hverfisgötu. Hann segir beinlínis erfitt að bregðast nógu hratt við örum vexti ferðamanna. Dagur segir koma til greina að setja frekari takmarkanir á leigu íbúðarhúsnæðis gegnum Airbnb en vill gera greinarmun á því þegar fólk er að leigja út húsnæðið til að komast sjálft til sólarlanda og þegar verið er að kaupa íbúð eftir íbúð til að stunda neðanjarðar-gististarfsemi.
18.08.2016 - 09:18
Bjarni: „Búum ekki í galdralandi“
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, telur að úrræðið sem kennt er við fyrstu fasteign og kynnt var í gær, eigi eftir að hafa veruleg áhrif. Húsnæðismarkaðurinn hafi verið eitt helsta vandamálið þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við fyrir þremur árum en nú hafi tekist að lækka skuldir heimilanna verulega. Bjarni segist sammála því að ná þurfi vöxtum niður - til þess þurfi þó að viðhalda stöðugleika.
16.08.2016 - 09:14
Þórunn segir þingið hafa kappnógan tíma
Þórunn Egilsdóttir, varaformaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir það liggja fyrir að þingkosningar verði í haust. Engin hafi mótmælt þeirri ákvörðun á fundi þingflokksins í gærkvöld. Fjórir þingmenn flokksins hafa lýst yfir efasemdum með þá ákvörðun forsætisráðherra og fjármálaráðherra að gefa upp hvenær eigi að kjósa. Þórunn segir þingið hafa kappnógan tíma til að afgreiða nauðsynleg mál.
15.08.2016 - 09:03
Grafalvarlegt að flugbrautinni verði lokað
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, segir að grafalvarlegt að umdeildri flugbraut á Reykjarvíkurflugvelli verði lokað í samræmi við dóm Hæstaréttar í gær. Ekki verði þó deilt við Hæstarétt. Nú þurfi að setjast yfir málið og velta því fyrir sér í heild sinni.
10.06.2016 - 09:49
  •