Færslur: Morgunvaktin

Fall Afganistans upphafið að einhverju stærra og verra
Ólíklegt er að Bandaríkjamenn eða Atlantshafsbandalagið snúi aftur til Afganistans til þess að taka landið til baka frá Talibönum. Þetta segir Brynja Huld Óskarsdóttir, öryggis- og varnarmálafræðingur og fyrrum starfsmaður Atlantshafsbandalagsins í Afganistan, á Morgunvaktinni á Rás eitt. Hún óttast að fall Kabúl og Afganistans sé ekki endirinn heldur upphafið að einhverju lengra og stærra sem engin leið sé að sjá fyrir endann á.
Morgunvaktin
Nýtilkomin hætta á alvarlegum gróðureldum
Hætta á alvarlegum gróðureldum er tiltölulega nýtilkomin, en nú er svo komið að fjöldi sumarhúsa gæti brunnið í gróðureldum.
08.07.2021 - 08:39
Morgunvaktin
Mikilvægast að njóta en ekki þjóta
Mikill erill hefur verið hjá björgunarsveitum að undanförnu víða um landið; á gosstöðvunum, á hálendinu og nú síðast á Norðurlandi. Þá eru einnig aðstæður á hálendinu erfiðari en oft áður á þessum árstíma. Hálendisvakt Landsbjargar verður formlega sett í dag en hún verður á þremur stöðum á hálendinu í sumar auk viðbragðsvaktar í Skaftafelli.
02.07.2021 - 10:21
Viðtal
Atvinnuleysi að minnka: „Fyrirtæki eru að ráða“
Atvinnuleysi í Reykjanesbæ er byrjað að minnka og störf að bjóðast. Hvergi á landinu hefur atvinnuleysi mælst meira en þar undanfarin misseri. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að fólk sé farið að fara út af atvinnuleysisskrá og að fyrirtæki séu farin að ráða fólk til starfa. Flest störfin tengist auknum umsvifum á Keflavíkurflugvelli.
Viðtal
„Það átti bara að kynna þetta betur“
Það var hárrétt ákvörðun hjá heilbrigðisráðherra að fresta því að hækka aldursmörk í brjóstaskimun. Þetta segir Thor Aspelund, formaður skimunarráðs Landspítala og prófessor í líftölfræði. Ráðið lagði sjálft til að konur kæmu ekki í skimun fyrr en eftir fimmtíu ára afmælisdaginn. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd og undirskriftum safnað gegn henni. 
Demókratar með gott forskot en fólk man 2016
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu hertar aðgerðir í Evrópuríkjum vegna kórónuveirunnar við Boga Ágústsson í Heimsglugga dagsins. Bæði Frakkar og Þjóðverjar hafa gripið til lokana til að reyna að koma böndum á COVID-19 faraldurinn.
Morgunvaktin
„Það er bóluefni á leiðinni“
Um 200 bóluefni við COVID-19 eru í þróun og vinna við tíu þeirra er komin mjög langt. Þetta segir  Ásgeir Haraldsson prófessor í læknisfræði við Háskóla Íslands.  
02.09.2020 - 08:29
Morgunvaktin
Færri treysta sóttvörnum annarra
Trú Íslendinga á sóttvarnaaðgerðir yfirvalda hefur minnkað síðan í fyrsta faraldri COVID-19 og þeim hefur fækkað sem treysta því að aðrir viðhafi sóttvarnir. Mikill meirihluti fer eftir tilmælum um sóttvarnir og fjarlægðarmörk.Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar Sigrúnar Ólafsdóttur og Jóns Gunnars Bernburg, prófessora í félagsfræði við HÍ, á viðhorfum Íslendinga til COVID-19 faraldursins. 
Morgunvaktin
„Sáum alls staðar merki um kosningasvindl“
Þingmennirnir Bryndís Haraldsdóttir og Kolbeinn Óttarsson Proppé fóru til Hvíta-Rússlands í fyrra til þess að sinna kosningaeftirliti í þingkosningum sem fram fóru í nóvember. Þau segja að úrslit nýliðinna forsetakosninga komi sér lítið á óvart en þau urðu vör við alls kyns kosningasvindl þegar þau voru við eftirlit í þingkosningunum.
12.08.2020 - 09:36
Hrædd við að synirnir lendi í harðræði lögreglu
Kynþáttamismunun er til staðar á Íslandi eins og annars staðar, en hún er oft með óbeinum hætti. Claudie Ashonie Wilson, héraðsdómslögmaður og eigandi á lögmannsstofunni Rétti, ræddi um kynþáttamismunun og fordóma á Morgunvaktinni.
05.06.2020 - 10:56
Viðtal
Um 20.000 á atvinnuleysisskrá í sumarlok
Ágúst og september geta orðið erfiðir mánuðir þar sem gera má ráð fyrir að atvinnuleysi aukist í sumar, þegar uppsagnartímabili þeirra sem misst hafa vinnuna lýkur. Karl Sigurðsson, vinnumálasérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir að gera megi ráð fyrir að um 20.000 manns verði að fullu atvinnulausir er líður á haustið.
Viðtal
„Gjörbreytt staða“ á Hornafirði en bjartsýni að aukast
Atvinnuleysi í sveitarfélaginu Hornafirði mælist nú tæplega 27% en var í lágmarki í byrjun árs. Bæjarstjórinn segir mikið skarð vera höggvið í sveitarfélagið þegar komur ferðamanna lögðust af vegna kórónuveirufaraldursins.
Erfitt að rekja ferðir fólks sem greinist með veiruna
Það hefur reynst erfitt að rekja ferðir fólks sem hefur greinst með kórónaveiruna hér á landi. Þetta segir Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum. Hún segir að mikil vinna fari í að hringja í fólk sem greinist jákvætt. Margir eigi von á þeim fréttum, en aðrir fái áfall.
Morgunvaktin
Meiri kröfur almennings bitna á trausti til stjórnvalda
Traust íslenskra kvenna til stjórnvalda og stjórnmála er mun meira en traust íslenskra karla. Rannsókn Sjafnar Vilhelmsdóttur, nýdoktors í stjórnmálafræði, bendir til þess að kjósendur geri meiri kröfur til stjórnmálamanna í dag en var fyrir hrun þegar einnig var algengara að kjósendur tengdu sterkt við ákveðinn stjórnmálaflokk.
Viðtal
Öll spjót standa á Boris og Trump
Þjóðarleiðtogar Bretlands og Bandaríkjanna, Boris Johnson og Donald Trump, eru í miklum mótbyr þessi dægrin. Boris braut lög þegar hann sendi þingið heim, það er niðurstaða hæstaréttar og Demókratar vilja hefja rannsókn á því hvort Trump verði ákærður vegna óeðlilegra samskipta við forseta Úkraínu.
26.09.2019 - 10:48
Hafa hætt vegna ríkislögreglustjóra
Dæmi eru um að menn hafi stigið til hliðar og farið í önnur störf innan lögreglunnar vegna framgöngu Ríkislögreglustjóra segir Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur. Hann segir nauðsynlegt að Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, stígi til hliðar á meðan Ríkisendurskoðun gerir stjórnsýsluúttekt á embættinu.
13.09.2019 - 09:12
Plastmagn í hafi vaxandi vandamál
Allt að fjögur prósent af því plasti sem framleitt er lendir í hafinu en um fimm til þrettán milljónir tonna plasts eru í hafinu á heimsvísu. „Vandamálið auðvitað stækkar ennþá meira þar sem við erum alltaf að framleiða meira og meira af plasti. Því verður þessi tala í magni alltaf hærri,“ segir Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. Kristín var gestur Morgunvaktarinnar á Rás 1 í morgun.
11.09.2019 - 08:51
Viðtal
Bráðnun Snæfellsjökuls hefur alvarleg áhrif
Snæfellsjökull er mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn en fjöldi þeirra sem sækir svæðið heim hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum. Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ hefur áhyggjur af hopun jökulsins og hugsanlegum áhrifum á efnahag bæjarfélagsins. Rætt var við hann á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.
16.05.2019 - 10:00
Viðtal
Flokkarnir tveir pólitískt laskaðir
Miðflokkurinn og Flokkur fólksins eru báðir talsvert pólitískt laskaðir, segir Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur og dósent í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri. Hann var í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun og ræddi um Klaustursmálið.
05.12.2018 - 09:27
Erfðabreyting á börnum eins og vísindatryllir
Kínverskur vísindamaður hefur sætt gagnrýni undanfarið eftir að hann upplýsti að hann væri að gera tilraunir með erfðabreytingu á ófæddum börnum. Edda Olgudóttir, líffræðingur og ritstjóri Hvatans, segir að þetta hafi ekki verið gert áður. „Þetta hefur ekki verið notað í þessum tilgangi, þar sem er verið að tala um að erfðabreyta börnum en þetta hefur verið notað í dýrum. Þá er verið að erfðabreyta fósturvísum og svo er þeim komið fyrir í dýrinu.“
28.11.2018 - 10:40
Aukið fjármagn þýðir nýtt áhlaup á fíknivanda
Eftirspurn eftir meðferð á sjúkrahúsið Vog hefur aukist sérstaklega síðustu tvö árin. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir þar, kallar eftir meira fjármagni frá stjórnvöldum til að hægt sé að anna þessari eftirspurn betur. Stjórnvöld treysti SÁÁ fyrir þjónustunni en þörfin sé æpandi.
08.11.2018 - 11:26
Vill mæla hagvöxt í sæld frekar en framleiðslu
Kristín Vala Ragnarsdóttir, jarðvísindakona og kennari við Háskóla Íslands, er meðal þeirra sem undanfarin ár hafa talað fyrir því að árangur þjóða verði mældur í öðru en vergri landsframleiðslu. Hún vinnur nú með alþjóðlegum vísindahópi við að þróa hugsun og vísa til að nálgast sældarhagkerfi.
07.08.2018 - 10:17
Vill að lífeyrissjóðir auki upplýsingaflæði
Hallgrímur Óskarsson verkfræðingur, hefur undanfarið unnið að skýrslu um ávöxtun lífeyrissjóða. Hann segir að upplýsingaflæði lífeyrissjóða þurfi að vera gagnsærra og að ávöxtunartölur lífeyrissjóða hér á landi eigi að vera aðgengilegri almenningi, þannig myndist aukin samkeppni milli lífeyrissjóða og fleiri sjóðir standi sig betur. 
20.07.2018 - 09:15
Öryggisverðir fá sérstaka þjálfun vegna #metoo
„Það er verið að ráðast á frönsk gildi með því að ráðast á daðrið og þar með fer allt í hnút,“ segir Kristín Jónsdóttir, sem er búsett í Frakklandi um viðbrögð þar í landi við metoo hreyfingunni. Kristín var í viðtali á Morgunvaktinni á rás 1 í morgun.
19.01.2018 - 08:59
„Borgarstjóri hefði mátt stíga fyrr inn“
„Við í pólitíkinni fréttum bara af þessu eins og aðrir í fjölmiðlum,“ segir Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, um hversu illa upplýst var um bilun neyðarlúgunnar við dælustöðina í Faxaskjóli. Hann segir að borgarstjóri hefði mátt bregðast fyrr við og að meirihlutaflokkarnir gætu goldið fyrir málið í næstu kosningum.
11.07.2017 - 09:36