Færslur: Morgunútvarpið

Morgunútvarpið
Tilraunasending neyðarboða barst í 94% síma í Grindavík
Þrátt fyrir að enn mælist landris við fjallið Þorbjörn á Reykjanesskaga hefur jarðskjálftavirkni minnkað við Grindavík. Fjórtán skjálftar mældust á svæðinu í nótt sem flestir voru um eða rétt yfir einn að stærð. 
Morgunútvarpið
Tekjumissir vegna lægra verðs til íslenskra fiskiskipa
Formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir að yfirvöld þurfi að krefjast skýringa á því af hverju útgerðir greiði oft hærra verð til erlendra skipa sem landa hér heldur en íslenskra. Dæmi séu um mikinn verðmun milli skipa sem landi hjá sama fyrirtækinu, afla úr sömu torfunni.
29.01.2020 - 08:01
Morgunútvarpið
Kýrnar héldu mjaltaþjóninum gangandi á næturbröltinu
Það vakti mikla athygli í gær þegar fréttastofa sagði frá því að kýrnar á Hvanneyrarbúinu hafi farið snemma út þetta árið eftir að hafa sjálfar opnað sér leið út úr fjósinu um miðja nótt. Hafþór Finnbogason ræddi atvikið í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun, úr fjósinu á Hvanneyrarbúinu.
10.01.2020 - 10:55
Morgunútvarpið
Heimilisofbeldi dýrt fyrir samfélagið allt
Ný rannsókn sem unnin er upp úr gögnum Landspítalans leiðir í ljós að annan hvern dag kemur kona á spítalann með áverka vegna heimilisofbeldis. Beinn kostnaður spítalans vegna þessa nemur um hundrað milljónum á tíu ára tímabili.
02.12.2019 - 08:37
Gagnrýna vaxtafyrirkomulag í frumvarpi um Menntasjóð
Forseti Stúdentaráðs segir frumvarp um Menntasjóð námsmanna, sem ætlað er að koma í stað Lánasjóðs íslenskra námsmanna, fela í sér jákvæðar breytingar. Breytingar á vaxtakjörum séu hins vegar ekki af hinu góða og gangi í berhögg við niðurstöðu starfshóps um endurgreiðlubyrði námslána sem kynnt var í dag. Þá þurfi að breyta stuðningi á meðan á námi stendur. Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs, og Marinó Örn Ólafsson, lánasjóðsfulltrúi ráðsins, ræddu við Morgunútvarp Rásar 2 í morgun.
19.11.2019 - 09:09
Of Monsters and Men í beinni útsendingu á Rás2
Rás 2 verður með beinar útsendingar á meðan á Iceland Airwaves stendur.
05.11.2019 - 13:10
Viðtal
Eðlilegt skref að bjóða sig fram til Alþingis
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, sem hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti varaformanns Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, segir að ef hann nær kjöri sé það eðlilegt næsta skref, að bjóða sig fram til Alþingis. Guðmundur Ingi greindi frá því í gær að hann hygðist bjóða sig fram til embættis varaformanns á landsfundi VG sem verður haldinn síðar í þessum mánuði. Núverandi vara­formaður VG, Edw­ard H. Huij­bens, ætlar ekki að gefa kost á sér áfram.
08.10.2019 - 08:22
Viðtal
„Vonlaust að loka okkur af“ í heimsfaraldri
Það er óraunhæft að loka eyríkið Ísland af og gera það að athvarfi fyrir mannkyn, ef heimsfaraldur brýst út. Þetta segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Hins vegar væri hægt að reyna að tefja og hefta útbreiðsluna.
07.10.2019 - 09:32
Viðtal
Skólakvíði algengari hjá yngri börnum en áður
Skólakvíði er farinn að gera vart við sig hjá yngri börnum en áður, oft er um að ræða kvíða sem hefur myndast vegna fullkomnunaráráttu. Fullkomnunarárátta er ekki sjúkdómur eða veikindi þó hún geti þróast út í slíkt. 
13.09.2019 - 09:18
Rafrettunotkun hætt að aukast
Konur nota rafrettur nú í meira mæli en karlar sem hafa dregið úr notkuninni. Sjö prósent kvenna og fimm prósent karla veipa og hefur notkunin í fyrsta sinn ekki aukist milli ára. Fleiri nota munntóbak.
28.08.2019 - 09:46
Viðtal
Jafnöruggt fyrir hraustar konur að fæða heima
Ár hvert kjósa um áttatíu konur að fæða börnin sín heima. Konur sem kvíða fæðingunni kjósa það gjarnan fram yfir að fæða á Landspítalanum hjá ljósmóður sem þær hafa ekki áður hitt.
12.08.2019 - 09:27
Viðtal
Undirliggjandi rekstur að batna
Rekstur Icelandair hefur batnað á milli ára, ef horft er framhjá því tjóni sem félagið hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningar Max 8 véla félagsins. Þetta segir sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. Nýbirt uppgjör félagsins sé mjög merkilegt.
06.08.2019 - 10:08
Viðtal
Fasteignaverð á Akureyri 75% af verði í RVK
Fasteignaverð á Akureyri er nú um 75 prósent af því sem það er á höfuðborgarsvæðinu, um 70 prósent á Akranesi og Í Reykjanesbæ og um 65 prósent í Árborg, samkvæmt mati hagfræðideildar Landsbankans.
11.07.2019 - 09:10
Mikil tækifæri fólgin í flugvallarborg
Fjármálaráðherra og fulltrúar Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar og Isavia undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um samstarf um skipulag og þróun lands í nágrenni Keflavíkurflugvallar, sem er í höndum þróunarfélagsins Kadeco.
26.06.2019 - 21:57
Viðtal
Bólusetning við hlaupabólu hefst 2020
Til stendur að hefja almenna bólusetningu við hlaupabólu á næsta ári. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf Guðnason sóttvarnarlækni í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Undirbúningur undir bólusetninguna er hafin hjá sóttvarnarlækni.
07.06.2019 - 12:10
Viðtal
Viðbragðstími nýja skipsins mun styttri
Nýtt björgunarskip Ísafjarðar var vígt um helgina. Gauti Geirsson, formaður Björgunarbátasjóðs Landsbjargar á Ísafirði, segir nýja skipið ganga 26 sjómílur í stað 16 til 17. Viðbraðgstíminn verði því mun styttri en áður.
03.06.2019 - 10:15
Viðtal
Björgólfur Thor rétti Skúla hjálparhönd
Félag í eigu Björgólfs Thor Björgólfssonar lagði til um 420 milljónir króna eða þrjár milljónir evra í skuldafjárútboði WOW air í haust. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri bók Stefáns Einars Stefánssonar, viðskiptafréttastjóra Morgunblaðsins.
28.05.2019 - 09:57
Segir Miðflokkinn hluta af „Bannon-væðingu“
„Ég hef ákveðnar áhyggjur af því að ákveðin aðferðafræði sé að ná tökum á okkar samfélagi. Ég hef kallað þetta Bannon-væðingu. Við erum að upplifa það að íslenskir Steven Bannonar eru að spretta upp hér þar sem er beinlínis og markvisst verið að afvegaleiða umræðuna. Það er verið að halda fram rangfærslum nógu lengi til að sá efasemdarfræjum hjá fólki á grunni ótta,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
21.05.2019 - 09:43
Sinna heilbrigðum konum en ekki sjúklingum
Einungis brot af þeim 300 sem greinst hafa með BRCA2-genið hafa sóst eftir viðtölum eða ráðgjöf, að sögn Kristjáns Skúla Ásgeirssonar brjóstaskurðlæknis. Hann segir brjóstnám mjög sérstaka þjónustu þar sem verið sé að sinna heilbrigðum konum en ekki sjúklingum. Aðgerðin geti minnkað líkur á brjóstakrabbameini um 95 til 97 prósent.
17.05.2019 - 14:49
Viðtal
45 sinnum tilkynnt um lyfjaskort
Fyrstu fjóra mánuði ársins var 45 sinnum tilkynnt um skort á lyfjum hér á landi. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, sagði í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun að lyfjaskortur þýddi ekki endilega að lyf væri ekki til á landinu heldur að ákveðið vörunúmer á lyfi væri ekki til. Samheitalyf eða önnur sambærileg lyf gætu verið til. Rúna segir það vera krítískan lyfjaskort þegar ekkert annað lyf sé til en að það hafi ekki gerst nýlega.
16.05.2019 - 10:07
Uppálagt að fara ekki inn á ótryggan vettvang
Ótryggar aðstæður á slysavettvangi geta valdið því að sjúkraflutningamenn þurfi að halda sig til hlés þar til lögregla kemur á staðinn. Þetta sagði Birkir Árnason, formaður fagdeildar sjúkraflutninga, í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Hann segir að sjúkraflutningamenn þurfi oft að vinna við óþægilegar aðstæður og það verði að meta hættu sem getur verið til staðar í hverju tilfelli fyrir sig.
Mikilvægt að grípa snemma inn í
Mikilvægt er að hefja snemma þjónustu við ung börn með röskun í taugaþroska. Solveig Sigurðardóttir læknir segir að börn mótist af umhverfi sínu og rannsóknir síðustu áratugi sýni að hægt sé að hafa óbein áhrif á starfsemi taugakerfisins með því að örva þau með markvissum leiðum.
08.05.2019 - 15:37
Viðtal
Verði nóg að annar aðilinn vilji skilnað
Þingmenn Viðreisnar hyggjast leggja fram frumvarp sem styttir tímann sem tekur að fá lögskilnað. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður flokksins, sagði í Morgunútvarpinu á rás 2 í morgun að frumvarpið verði lagt fyrir þingið á næstu dögum.
08.05.2019 - 09:55
Viðtal
Klökkur eftir blaðamannafund og magnaða æfingu
Fyrsta æfing Hatara úti í Tel Aviv er nú afstaðin og blaðamannafundur einnig, þar sem Hatari lét heldur betur finna fyrir sér eins og þau höfðu gefið loforð um. Felix Bergsson á ekki orð yfir sínu fólki en segist ætla að koma Hatara alla leið.
Hvetja fólk hugsanlega til sniðgöngu á vörum
Drífa Snædal, forseti ASÍ, útilokar ekki að almenningur verði hvattur til sniðgöngu á vörum frá fyrirtækjum sem hækka vöruverð í framhaldi af undirritun kjarasamninga. Heildsölufyrirtækið Íslensk Ameríska sem á Mylluna, Frón, Kexsmiðjuna og Ora, og flytur inn mörg af þekktustu vörumerkjum heims boðaði í um helgina 3,9 prósenta hækkun á öllum vörum fyrirtækjanna.
23.04.2019 - 09:08