Færslur: Morgunútvarpið

„Maður rennir svolítið blint í sjóinn“
Lögreglan á Suðurlandi verður með aukinn viðbúnað um verslunarmannahelgina, en erfitt er að áætla hversu mikill hann þarf að vera eða hvar þar sem engar skipulagðar útihátíðir verða haldnar. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi hvetur fólk til að virða sóttvarnarreglur, telji fólk sig vera í aðstæðum þar sem þær eru ekki virtar, beri það sjálft ábyrgð á að koma sér út úr þeim.
Viðtal
Ástæða til að ræða aldurstakmörk á rafskútur
Full ástæða er til að taka umræðu um það hvort ástæða sé til að setja aldurstakmörk á notkun á rafskútum. Þetta sagði Eyþór Máni Steinarsson, rekstrarstjóri rafskútuleigunnar Hopp, í Morgunútvarpinu í morgun.
24.07.2020 - 10:00
Enginn kemur til landsins vitandi að hann er sýktur
Dæmi eru um að fólk hafi þurft að dvelja allt að sex vikur í sóttvarnarhúsinu við Rauðarárstíg. Þetta sagði Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður sóttvarnarhúsa í Morgunútvarpinu í morgun.
Morgunútvarpið
„Það biður enginn um að verða háður fíkniefnum“
Fjögur félög heilbrigðisstétta innan BHM sendu frá sér yfirlýsingu í gær vegna frumvarps um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna. Frumvarpið  var fellt á Alþingi í lok júní. Félögin harma þá óvissu sem viðkvæmur hópur fíkniefnaneytenda býr við.
08.07.2020 - 13:45
Morgunútvarpið
Sér ekki tilgang í að hitta forsætisráðherra í dag
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, þekktist ekki boð forsætisráðherra um að ræða við hana í stjórnarráðinu í dag. Hann var gestur í Morgunútvarpi Rásar tvö í morgun.
Morgunútvarpið
„TikTok skoðar allt við símann þinn“
Kínverska símaforritið TikTok, sem er meðal stærstu samfélagsmiðla í heimi með um 800 milljónir notenda, fylgist betur með notendum sínum en þá grunar. Guðmundur Jóhannsson, tæknisérfræðingur Morgunútvarpsins og samskiptastjóri Símans, segir það nýjung að símaforrit fylgist með textanotkun líkt og TikTok geri.
06.07.2020 - 08:55
Það borgar sig að hlusta þegar fagfólk tjáir sig
Með því að leggja læknaráð- og hjúkrunarráð Landspítala niður fellur niður vettvangur fyrir fagfólk innan spítalans til að koma ábendingum og gagnrýni á framfæri. Þetta segir Anna Margrét Halldórsdóttir, formaður læknaráðs Landspítala. Lagabreyting sem samþykkt var á lokadögum Alþingis kveður á um að ráðin verði lögð niður.
Segir ekki muna miklu þótt fólk sé fullt til miðnættis
Óvíst er hvenær unnt verður að slaka á samkomubanni, sem kveður á um 500 manna hámark, og rýmka opnunartíma kráa og skemmtistaða sem þurfa áfram að loka klukkan ellefu á kvöldin. Eigandi Dillon í miðbæ Reykjavíkur segir erfitt að vita ekki hvenær því verður breytt. Hann segist skilja tilgang þessara takmarkana en það myndi breyta miklu að fá að hafa opið til miðnættis.
02.07.2020 - 08:27
Dúxaði í fjölbrautaskólanum með 10 í meðaleinkunn
Stúdentar víða um land hafa fagnað útskrift síðustu vikur. Fáir geta þó státað af því að dúxa á prófum með meðaleinkuninna 10. Það gerði Þorri Þórarinsson sem útskrifaðist af náttúrufræðibraut Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki fyrir skemmstu. Þorri var gestur í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.
08.06.2020 - 11:50
Faðirinn kenndi henni rétta hegðun í návist lögreglu
Sunna Sasha Larosiliere stjórnmálafræðingur á bandaríska fjölskyldu og þeldökkan föður. Auk þess að vera sérfróð um bandarísk stjórnmál er hún með meistaragráðu í krísustjórnun. Sunna hefur því einstaka sýn á mótmælin sem nú geisa í Bandaríkjunum og málstaðinn sem að baki þeim liggur. Sunna var gestur í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.
05.06.2020 - 14:08
Morgunútvarpið
Tók mörg ár að fatta að lífið er meira en körfubolti
Helena Sverrisdóttir, ein fremsta körfuboltakona landsins og nýr aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Val, verður ekki með liðinu í upphafi leiktíðar nú í haust því hún á von á sínu öðru barni. Helena var gestur í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.
Norðmenn fara hægar í tilslakanir en Íslendingar
Víðtæk sátt ríkir um aðgerðir norskra stjórnvalda í Covid19-faraldrinum. Þetta segir Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Helgelands-sjúkrahússins í Norður-Noregi. Þar í landi verður ferðahömlum og samkomubanni aflétt talsvert hægar en hér á landi.
25.05.2020 - 08:24
Viðtal
Markaðsátak til varnar innlendum fyrirtækjum og störfum
Sameiginlegt kynningarátak stjórnvalda og atvinnulífs undir yfirskriftinni „Íslenskt - gjörið svo vel“ hófst um helgina. Yfir 160 milljónum króna er varið í átakið, sem ætlað er að hvetja til viðskipta við innlend fyrirtæki og skapa þannig viðspyrnu í atvinnulífinu.
Segir aðgerðapakkann ekki tryggja réttindi verkafólks
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar sem kynntur var í gær, tryggi ekki réttindi verkafólks. Hún segist hafa miklar áhyggjur af því að blása eigi til „bólu í ferðamannabransanum“.
11.03.2020 - 10:09
Morgunútvarpið
Tilraunasending neyðarboða barst í 94% síma í Grindavík
Þrátt fyrir að enn mælist landris við fjallið Þorbjörn á Reykjanesskaga hefur jarðskjálftavirkni minnkað við Grindavík. Fjórtán skjálftar mældust á svæðinu í nótt sem flestir voru um eða rétt yfir einn að stærð. 
Morgunútvarpið
Tekjumissir vegna lægra verðs til íslenskra fiskiskipa
Formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna segir að yfirvöld þurfi að krefjast skýringa á því af hverju útgerðir greiði oft hærra verð til erlendra skipa sem landa hér heldur en íslenskra. Dæmi séu um mikinn verðmun milli skipa sem landi hjá sama fyrirtækinu, afla úr sömu torfunni.
29.01.2020 - 08:01
Morgunútvarpið
Kýrnar héldu mjaltaþjóninum gangandi á næturbröltinu
Það vakti mikla athygli í gær þegar fréttastofa sagði frá því að kýrnar á Hvanneyrarbúinu hafi farið snemma út þetta árið eftir að hafa sjálfar opnað sér leið út úr fjósinu um miðja nótt. Hafþór Finnbogason ræddi atvikið í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun, úr fjósinu á Hvanneyrarbúinu.
10.01.2020 - 10:55
Morgunútvarpið
Heimilisofbeldi dýrt fyrir samfélagið allt
Ný rannsókn sem unnin er upp úr gögnum Landspítalans leiðir í ljós að annan hvern dag kemur kona á spítalann með áverka vegna heimilisofbeldis. Beinn kostnaður spítalans vegna þessa nemur um hundrað milljónum á tíu ára tímabili.
02.12.2019 - 08:37
Gagnrýna vaxtafyrirkomulag í frumvarpi um Menntasjóð
Forseti Stúdentaráðs segir frumvarp um Menntasjóð námsmanna, sem ætlað er að koma í stað Lánasjóðs íslenskra námsmanna, fela í sér jákvæðar breytingar. Breytingar á vaxtakjörum séu hins vegar ekki af hinu góða og gangi í berhögg við niðurstöðu starfshóps um endurgreiðlubyrði námslána sem kynnt var í dag. Þá þurfi að breyta stuðningi á meðan á námi stendur. Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs, og Marinó Örn Ólafsson, lánasjóðsfulltrúi ráðsins, ræddu við Morgunútvarp Rásar 2 í morgun.
19.11.2019 - 09:09
Of Monsters and Men í beinni útsendingu á Rás2
Rás 2 verður með beinar útsendingar á meðan á Iceland Airwaves stendur.
05.11.2019 - 13:10
Viðtal
Eðlilegt skref að bjóða sig fram til Alþingis
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, sem hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti varaformanns Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, segir að ef hann nær kjöri sé það eðlilegt næsta skref, að bjóða sig fram til Alþingis. Guðmundur Ingi greindi frá því í gær að hann hygðist bjóða sig fram til embættis varaformanns á landsfundi VG sem verður haldinn síðar í þessum mánuði. Núverandi vara­formaður VG, Edw­ard H. Huij­bens, ætlar ekki að gefa kost á sér áfram.
08.10.2019 - 08:22
Viðtal
„Vonlaust að loka okkur af“ í heimsfaraldri
Það er óraunhæft að loka eyríkið Ísland af og gera það að athvarfi fyrir mannkyn, ef heimsfaraldur brýst út. Þetta segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Hins vegar væri hægt að reyna að tefja og hefta útbreiðsluna.
07.10.2019 - 09:32
Viðtal
Skólakvíði algengari hjá yngri börnum en áður
Skólakvíði er farinn að gera vart við sig hjá yngri börnum en áður, oft er um að ræða kvíða sem hefur myndast vegna fullkomnunaráráttu. Fullkomnunarárátta er ekki sjúkdómur eða veikindi þó hún geti þróast út í slíkt. 
13.09.2019 - 09:18
Rafrettunotkun hætt að aukast
Konur nota rafrettur nú í meira mæli en karlar sem hafa dregið úr notkuninni. Sjö prósent kvenna og fimm prósent karla veipa og hefur notkunin í fyrsta sinn ekki aukist milli ára. Fleiri nota munntóbak.
28.08.2019 - 09:46
Viðtal
Jafnöruggt fyrir hraustar konur að fæða heima
Ár hvert kjósa um áttatíu konur að fæða börnin sín heima. Konur sem kvíða fæðingunni kjósa það gjarnan fram yfir að fæða á Landspítalanum hjá ljósmóður sem þær hafa ekki áður hitt.
12.08.2019 - 09:27