Færslur: Morgunútvarpið

Niðurskurður eina verkfærið í baráttunni við riðu
Niðurskurður á bæjum er enn sem komið er eina verkfærið í baráttunni við riðuveiki í sauðfé. Reynt var að koma fé frá Syðra Skörðugili eins fljótt og hægt var úr Staðarrétt til síns heima.
Morgunútvarpið
Landsmenn eyða sem aldrei fyrr
Kortavelta íslenskra greiðslukorta jókst um 8% í júlí samanborið við sama mánuð í fyrra. Aukningin var mest erlendis, eða um 71%.
Þeir sem hafa fengið COVID-19 eiga ekki að mæta í örvun
Nokkrir, sem sýkst hafa af kórónuveirunni á einhverjum tímapunkti, hafa fengið boð í svokallaða örvunarbólusetningu þrátt fyrir að einn skammtur eigi að duga þeim hópi. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, fram­kvæmda­stjóri hjúkrunar hjá Heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins, segir að hafi fólk greinst með veiruna og þegar fengið einn skammt af bóluefni, þurfi það ekki að mæta aftur.
Fall Afganistans upphafið að einhverju stærra og verra
Ólíklegt er að Bandaríkjamenn eða Atlantshafsbandalagið snúi aftur til Afganistans til þess að taka landið til baka frá Talibönum. Þetta segir Brynja Huld Óskarsdóttir, öryggis- og varnarmálafræðingur og fyrrum starfsmaður Atlantshafsbandalagsins í Afganistan, á Morgunvaktinni á Rás eitt. Hún óttast að fall Kabúl og Afganistans sé ekki endirinn heldur upphafið að einhverju lengra og stærra sem engin leið sé að sjá fyrir endann á.
Eðlilegt að skima bólusetta á landamærunum
Lektor í faraldsfræði segist binda vonir við að útbreidd bólusetning hér á landi komi í veg fyrir mjög alvarleg veikindi vegna Covid-19. Skoða þurfi hvort taka eigi aftur upp skimanir á bólusettum einstaklingum við landamærin.
Morgunútvarpið
Ættum við að leyfa hunda á vinnustöðum?
Mikil aukning varð á eftirspurn eftir gæludýrum í kórónuveirufaraldrinum. Svo mikil var hún eftir köttum að Kattholt annaði vart eftirspurn og fengu flestir kettir nýtt heimili. Nú þegar flestir landsmenn eru byrjaðir að mæta aftur á vinnustaði má velta fyrir sér hvort hundar ættu að fá að fylgja eigendum sínum í vinnuna.
16.06.2021 - 10:46
Hægt að endurvinna steypu úr gömlum byggingum
Þorsteinn Víglundsson forstjóri Hornsteins sem á og rekur BM Vallá segir fyrirtækið stefna að kolefnishlutlausri steypu á næstu 10 árum. Rekja má 35 til 40 prósent af losun kolefnis á heimsvísu til byggingariðnaðar.
12.04.2021 - 09:11
Viðtal
Stefnt að því að opna skólana strax eftir páska
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vonast til þess að það takist að halda kórónuveirufaraldrinum áfram niðri hér á landi næstu daga. Takist það verði hægt að hefja skólastarf að nýju strax eftir páska.
30.03.2021 - 08:12
Brýnt að meðlagsgreiðslur verði í samræmi við umgengni
Mikilvægt er að löggjöf um meðlagsgreiðslur verði löguð að breyttum aðstæðum. Þetta sagði Dögg Pálsdóttir, stundakennari við Háskólann í Reykjavík, í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.
09.11.2020 - 09:25
Morgunútvarpið
Sum ný nöfn þóttu hneykslanleg og rangmynduð
Arngrímur Jónsson lærði, sem var uppi á 17. öld, var fyrsti Íslendingurinn sem tók upp eftirnafn. Hann notaði stundum nafnið Vídalín. Niðjar hans notuðu það síðar sem ættarnafn. Ættarnöfnum fjölgaði jafnt og þétt á Íslandi allt þar til fyrstu mannanafnalögin voru sett.
23.10.2020 - 09:03
Morgunútvarpið
Listasýningar á dekkjaverkstæðum
Listasafn ASÍ leitar að myndlistarfólki til að halda sýningar á dekkjaverkstæðum. Hugmyndin kemur frá lögfræðingum og hagfræðingum ASÍ og er ætlað að auka umræður um myndlist á meðal almennings.
29.09.2020 - 14:20
„Maður rennir svolítið blint í sjóinn“
Lögreglan á Suðurlandi verður með aukinn viðbúnað um verslunarmannahelgina, en erfitt er að áætla hversu mikill hann þarf að vera eða hvar þar sem engar skipulagðar útihátíðir verða haldnar. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi hvetur fólk til að virða sóttvarnarreglur, telji fólk sig vera í aðstæðum þar sem þær eru ekki virtar, beri það sjálft ábyrgð á að koma sér út úr þeim.
Viðtal
Ástæða til að ræða aldurstakmörk á rafskútur
Full ástæða er til að taka umræðu um það hvort ástæða sé til að setja aldurstakmörk á notkun á rafskútum. Þetta sagði Eyþór Máni Steinarsson, rekstrarstjóri rafskútuleigunnar Hopp, í Morgunútvarpinu í morgun.
24.07.2020 - 10:00
Enginn kemur til landsins vitandi að hann er sýktur
Dæmi eru um að fólk hafi þurft að dvelja allt að sex vikur í sóttvarnarhúsinu við Rauðarárstíg. Þetta sagði Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður sóttvarnarhúsa í Morgunútvarpinu í morgun.
Morgunútvarpið
„Það biður enginn um að verða háður fíkniefnum“
Fjögur félög heilbrigðisstétta innan BHM sendu frá sér yfirlýsingu í gær vegna frumvarps um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna. Frumvarpið  var fellt á Alþingi í lok júní. Félögin harma þá óvissu sem viðkvæmur hópur fíkniefnaneytenda býr við.
08.07.2020 - 13:45
Morgunútvarpið
Sér ekki tilgang í að hitta forsætisráðherra í dag
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, þekktist ekki boð forsætisráðherra um að ræða við hana í stjórnarráðinu í dag. Hann var gestur í Morgunútvarpi Rásar tvö í morgun.
Morgunútvarpið
„TikTok skoðar allt við símann þinn“
Kínverska símaforritið TikTok, sem er meðal stærstu samfélagsmiðla í heimi með um 800 milljónir notenda, fylgist betur með notendum sínum en þá grunar. Guðmundur Jóhannsson, tæknisérfræðingur Morgunútvarpsins og samskiptastjóri Símans, segir það nýjung að símaforrit fylgist með textanotkun líkt og TikTok geri.
06.07.2020 - 08:55
Það borgar sig að hlusta þegar fagfólk tjáir sig
Með því að leggja læknaráð- og hjúkrunarráð Landspítala niður fellur niður vettvangur fyrir fagfólk innan spítalans til að koma ábendingum og gagnrýni á framfæri. Þetta segir Anna Margrét Halldórsdóttir, formaður læknaráðs Landspítala. Lagabreyting sem samþykkt var á lokadögum Alþingis kveður á um að ráðin verði lögð niður.
Segir ekki muna miklu þótt fólk sé fullt til miðnættis
Óvíst er hvenær unnt verður að slaka á samkomubanni, sem kveður á um 500 manna hámark, og rýmka opnunartíma kráa og skemmtistaða sem þurfa áfram að loka klukkan ellefu á kvöldin. Eigandi Dillon í miðbæ Reykjavíkur segir erfitt að vita ekki hvenær því verður breytt. Hann segist skilja tilgang þessara takmarkana en það myndi breyta miklu að fá að hafa opið til miðnættis.
02.07.2020 - 08:27
Dúxaði í fjölbrautaskólanum með 10 í meðaleinkunn
Stúdentar víða um land hafa fagnað útskrift síðustu vikur. Fáir geta þó státað af því að dúxa á prófum með meðaleinkuninna 10. Það gerði Þorri Þórarinsson sem útskrifaðist af náttúrufræðibraut Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki fyrir skemmstu. Þorri var gestur í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.
08.06.2020 - 11:50
Faðirinn kenndi henni rétta hegðun í návist lögreglu
Sunna Sasha Larosiliere stjórnmálafræðingur á bandaríska fjölskyldu og þeldökkan föður. Auk þess að vera sérfróð um bandarísk stjórnmál er hún með meistaragráðu í krísustjórnun. Sunna hefur því einstaka sýn á mótmælin sem nú geisa í Bandaríkjunum og málstaðinn sem að baki þeim liggur. Sunna var gestur í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.
05.06.2020 - 14:08
Morgunútvarpið
Tók mörg ár að fatta að lífið er meira en körfubolti
Helena Sverrisdóttir, ein fremsta körfuboltakona landsins og nýr aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Val, verður ekki með liðinu í upphafi leiktíðar nú í haust því hún á von á sínu öðru barni. Helena var gestur í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.
Norðmenn fara hægar í tilslakanir en Íslendingar
Víðtæk sátt ríkir um aðgerðir norskra stjórnvalda í Covid19-faraldrinum. Þetta segir Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Helgelands-sjúkrahússins í Norður-Noregi. Þar í landi verður ferðahömlum og samkomubanni aflétt talsvert hægar en hér á landi.
25.05.2020 - 08:24
Viðtal
Markaðsátak til varnar innlendum fyrirtækjum og störfum
Sameiginlegt kynningarátak stjórnvalda og atvinnulífs undir yfirskriftinni „Íslenskt - gjörið svo vel“ hófst um helgina. Yfir 160 milljónum króna er varið í átakið, sem ætlað er að hvetja til viðskipta við innlend fyrirtæki og skapa þannig viðspyrnu í atvinnulífinu.
Segir aðgerðapakkann ekki tryggja réttindi verkafólks
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar sem kynntur var í gær, tryggi ekki réttindi verkafólks. Hún segist hafa miklar áhyggjur af því að blása eigi til „bólu í ferðamannabransanum“.
11.03.2020 - 10:09