Færslur: Morgunútvarpið

Aðeins örfáar konur meðal fjárfesta í Íslandsbanka
Aðeins örfáar konur voru meðal fjárfesta sem keyptu hlut ríkisins í Íslandsbanka á dögunum. Katrín Ólafsdóttir, dósent í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, segir listann gefa innsýn í kynjahallann á íslenskum fjármálamarkaði.
Sigurður hringdi í Brynju Dan: Hann er fullur iðrunar
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hringdi í Brynju Dan, varaþingmann flokksins, og ræddi við hana um ummæli sem hann viðhafði um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. „Ég ætla ekki að neita því að þetta er ömurlegt, sárt og glatað. Mér leið illa í allan gærdag; að melta þetta allt saman,“ segir Brynja.
05.04.2022 - 09:38
Viðtal
Láta ekki bjóða sér „siðrof í íslensku samfélagi“
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að launahækkanir forstjóra bæti samningsstöðu verkalýðsfélaga í haust. Verkalýðsfélögin muni ekki láta bjóða sér siðrof í íslensku samfélagi.
16.03.2022 - 10:50
Viðtal
Líklega sé önnur lota átakanna í Úkraínu að hefjast
Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Rússlands, segir aðra lotu innrásarinnar í Úkraínu að hefjast. Úkraínumenn hafi veitt herliði Rússa meiri mótstöðu en búist var við, því muni Rússar að breyta nálgun sinni. Þá telur hann þeir ætli sér að umkringja Kænugarð og ráðast á borgina með stórskotaliði.
02.03.2022 - 09:36
Útvarpsviðtal
Segir allar dyr opnar fyrir flóttafólk frá Úkraínu
Dómsmálaráðherra segir að fólki frá Úkraínu standi allar dyr opnar hér á landi og um helgina hafi þegar komið einhver fjöldi sem hér eigi ættingja og vini. Til skoðunar er að senda búnað og mannskap til aðstoðar til ríkja sem landamæri eiga að Úkraínu.
Útvarpsviðtal
Geta ekki flúið því ekkert eldsneyti er til
Íslendingur í austurhluta Úkraínu segist finna fyrir gjörbreyttri afstöðu til átakanna og forseta landsins, Volodomyr Zelensky. Áður hafi fólkið í austurhlutanum frekar verið á því að leyfa Rússum að taka yfir en hann segist ekki skynja það lengur. 
01.03.2022 - 08:06
Búa sig undir leit að týndum dýrum á nýársnótt
Sjálfboðaliðar samtakanna Dýrfinnu, búa sig undir langar nætur næstu daga á meðan landsmenn sprengja flugelda til þess að fagna nýju ári. Samtökin leita að týndum gæludýrum og segir Sandra Ósk Jóhannsdóttir, einn sjálfboðaliðanna, þau sjaldan hafa eins mikið að gera og um hátíðarnar. Þau leita oftast að týndum hundum, en einnig komi fyrir þau leiti að köttum sem talið sé að gætu verið í hættu.
30.12.2021 - 09:12
Ungmenni lesa frekar fréttir á íslensku
Börn og ungmenni horfa mest á sjónvarpsefni á ensku, og um helmingur notar ensku við tölvuleikjaspilun og á samfélagsmiðlum. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar Menntavísindastofnunar fyrir Fjölmiðlanefnd, á málnotkun barna og ungmenna á afþreyingarefni, sem er birt í dag á Degi íslenskrar tungu. Samkvæmt niðurstöðunum skera lestur og áhorf á fréttir sig úr, en þar velja flest efni á íslensku. 
Morgunútvarpið
Aukið ofbeldi íslenskra barna samræmist ekki rannsóknum
Það samræmist ekki við niðurstöðum Rannsókna og greininga, að börn beiti meira ofbeldi nú en áður. Þau hafa lagt kannanir fyrir börn á grunnskólaaldri í 22 ár og Margrét Lilja Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá stofnuninni segir íslensk börn almennt koma vel út.
16.11.2021 - 09:47
Morgunútvarpið
Segir aukast að ungmenni kaupi vopn á smáforriti
Færst hefur í aukana að ungmenni hérlendis beri vopn, að sögn Guðrúnar Ágústu Ágústsdóttur, uppeldis-, fíkni- og fjölskyldufræðings. Hún tekur undir orð lögreglumanns sem ræddi um aukningu grófra ofbeldisbrota við fréttastofu um helgina. Hún segir ungmennin útvega sér ólöglegan varning á snjallforriti og margir sem hún hafi rætt við beri ýmiss konar vopn á skólatíma.
Mikilvægt að kanna hverjir standa að baki eigendahópnum
Oddný Harðardóttir þingkona Samfylkingarinnar segir það alvarlegt mál ef ganga eigi frá sölu Mílu án þess að Alþingi fjalli um málið. Fjárfestingafélagið Ardian France SA hefur gert tilboð í Mílu og er salan langt komin. Oddný segir söluna þjóðaröryggismál og það skipti máli hvaða ríki tengist þeim eigendum sem standa að baki sjóðnum.
15.11.2021 - 08:16
Gasstreymi bendir til að kvika sé enn á hreyfingu
Mjög ólíklegt telst að aftur fari að gjósa úr eldstöðinni við Fagradalsfjall, segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði. Engin kvika hefur komið úr gígnum í um tvo mánuði. Þorvaldur segir gasið sem þó streymi úr gígnum af og til bendi til þess að enn sé kvika á hreyfingu undir eldstöðinni.
Fasteigna- og eldsneytisverð keyrir verðbólguna
Matvælaverð er hærra á heimsvísu en verið hefur í meira en áratug að því er fram kemur í nýrri úttekt Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Verð á matvælum hérlendis hefur hækkað um tæplega níu prósent á árinu og á eldsneyti um tuttugu prósent. Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits hjá Alþýðusambandi Íslands, segir að húsnæðis- og eldsneytisverð séu helsti drifkraftur verðbólgunnar en áhrif heimsfaraldursins á vöruverð fari minnkandi.
Niðurskurður eina verkfærið í baráttunni við riðu
Niðurskurður á bæjum er enn sem komið er eina verkfærið í baráttunni við riðuveiki í sauðfé. Reynt var að koma fé frá Syðra Skörðugili eins fljótt og hægt var úr Staðarrétt til síns heima.
Morgunútvarpið
Landsmenn eyða sem aldrei fyrr
Kortavelta íslenskra greiðslukorta jókst um 8% í júlí samanborið við sama mánuð í fyrra. Aukningin var mest erlendis, eða um 71%.
Þeir sem hafa fengið COVID-19 eiga ekki að mæta í örvun
Nokkrir, sem sýkst hafa af kórónuveirunni á einhverjum tímapunkti, hafa fengið boð í svokallaða örvunarbólusetningu þrátt fyrir að einn skammtur eigi að duga þeim hópi. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, fram­kvæmda­stjóri hjúkrunar hjá Heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins, segir að hafi fólk greinst með veiruna og þegar fengið einn skammt af bóluefni, þurfi það ekki að mæta aftur.
Fall Afganistans upphafið að einhverju stærra og verra
Ólíklegt er að Bandaríkjamenn eða Atlantshafsbandalagið snúi aftur til Afganistans til þess að taka landið til baka frá Talibönum. Þetta segir Brynja Huld Óskarsdóttir, öryggis- og varnarmálafræðingur og fyrrum starfsmaður Atlantshafsbandalagsins í Afganistan, á Morgunvaktinni á Rás eitt. Hún óttast að fall Kabúl og Afganistans sé ekki endirinn heldur upphafið að einhverju lengra og stærra sem engin leið sé að sjá fyrir endann á.
Eðlilegt að skima bólusetta á landamærunum
Lektor í faraldsfræði segist binda vonir við að útbreidd bólusetning hér á landi komi í veg fyrir mjög alvarleg veikindi vegna Covid-19. Skoða þurfi hvort taka eigi aftur upp skimanir á bólusettum einstaklingum við landamærin.
Morgunútvarpið
Ættum við að leyfa hunda á vinnustöðum?
Mikil aukning varð á eftirspurn eftir gæludýrum í kórónuveirufaraldrinum. Svo mikil var hún eftir köttum að Kattholt annaði vart eftirspurn og fengu flestir kettir nýtt heimili. Nú þegar flestir landsmenn eru byrjaðir að mæta aftur á vinnustaði má velta fyrir sér hvort hundar ættu að fá að fylgja eigendum sínum í vinnuna.
16.06.2021 - 10:46
Hægt að endurvinna steypu úr gömlum byggingum
Þorsteinn Víglundsson forstjóri Hornsteins sem á og rekur BM Vallá segir fyrirtækið stefna að kolefnishlutlausri steypu á næstu 10 árum. Rekja má 35 til 40 prósent af losun kolefnis á heimsvísu til byggingariðnaðar.
12.04.2021 - 09:11
Viðtal
Stefnt að því að opna skólana strax eftir páska
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vonast til þess að það takist að halda kórónuveirufaraldrinum áfram niðri hér á landi næstu daga. Takist það verði hægt að hefja skólastarf að nýju strax eftir páska.
30.03.2021 - 08:12
Brýnt að meðlagsgreiðslur verði í samræmi við umgengni
Mikilvægt er að löggjöf um meðlagsgreiðslur verði löguð að breyttum aðstæðum. Þetta sagði Dögg Pálsdóttir, stundakennari við Háskólann í Reykjavík, í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.
09.11.2020 - 09:25
Morgunútvarpið
Sum ný nöfn þóttu hneykslanleg og rangmynduð
Arngrímur Jónsson lærði, sem var uppi á 17. öld, var fyrsti Íslendingurinn sem tók upp eftirnafn. Hann notaði stundum nafnið Vídalín. Niðjar hans notuðu það síðar sem ættarnafn. Ættarnöfnum fjölgaði jafnt og þétt á Íslandi allt þar til fyrstu mannanafnalögin voru sett.
23.10.2020 - 09:03
Morgunútvarpið
Listasýningar á dekkjaverkstæðum
Listasafn ASÍ leitar að myndlistarfólki til að halda sýningar á dekkjaverkstæðum. Hugmyndin kemur frá lögfræðingum og hagfræðingum ASÍ og er ætlað að auka umræður um myndlist á meðal almennings.
29.09.2020 - 14:20
„Maður rennir svolítið blint í sjóinn“
Lögreglan á Suðurlandi verður með aukinn viðbúnað um verslunarmannahelgina, en erfitt er að áætla hversu mikill hann þarf að vera eða hvar þar sem engar skipulagðar útihátíðir verða haldnar. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi hvetur fólk til að virða sóttvarnarreglur, telji fólk sig vera í aðstæðum þar sem þær eru ekki virtar, beri það sjálft ábyrgð á að koma sér út úr þeim.