Færslur: Morgunblaðið

Rússneskur sjóður býður blaðamönnum í Úkraínuferð
Íslenskur maður, Konráð Magnússon, sendi í gærkvöldi boð á hina ýmsu fjölmiðla hér á landi, þar sem blaðamönnum er boðið að fylgjast með skyndiatkvæðagreiðslum í héröðum Úkraínu, sem lúta nú yfirráðum rússneskra stjórnvalda. Atkvæðagreiðslurnar hefjast á morgun og standa næstu daga. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur enginn íslenskur fjölmiðill þegið boðið.
21.09.2022 - 10:51
Fangelsismálastjóri sest í dómarasætið í Morgunblaðinu
Páll Winkel, lögfræðingur og fangelsismálastjóri, hefur nýlega hafið að skrifa bókmenntarýni í Morgunblaðið. Blaðamaðurinn Marta María Winkel Jónasdóttir, sem ritstýrt hefur Smartlandi Morgunblaðsins í áraraðir, er eiginkona Páls. Hann segist nálgast rýnina sem áhugamaður þar sem hann hafi hvorki menntun né bakgrunn í bókmenntafræðum, eða skrifum um menningu og listir.
14.12.2021 - 15:38
Minningargreinar
Látnir fá engin Liverpool-ljóð í Morgunblaðinu
Í dag fá flestir Íslendingar um sig eftirmæli í Morgunblaðinu. Syrgjendur senda inn hugleiðingar sínar og minningar um hinn látna og búið er um þær af kostgæfni. En hvernig er að vinna við að lesa minningargreinar alla daga?
08.03.2020 - 11:16
RAX hættir á Morgunblaðinu eftir 44 ár í starfi
Ragnar Axelsson er hættur störfum á Morgunblaðinu eftir að hafa starfað þar samfleytt í 44 ár.
06.03.2020 - 14:37
Ekki verkfallsbrot að birta fréttir í verkfalli
Útgáfufélag Morgunblaðsins var sýknað af nær öllum ásökunum um verkfallsbrot í verkfalli blaðamanna 8. nóvember í Félagsdómi í dag. Blaðamannafélag Íslands stefndi Árvakri vegna þeirra frétta sem birtust á vefnum mbl.is á meðan verkfallið stóð yfir.
13.02.2020 - 17:35