Færslur: Morðmál

Spegillinn
Afhjúpar spillingu í bresku lögreglunni
Skömmu eftir morðið á einkaspæjaranum Daniel Morgan 1987 fór fjölskylda hans að hafa áhyggjur af morðrannsókninni. Málið er enn óupplýst. Eftir átta ára rannsókn óháðrar rannsóknarnefndar var birt skýrsla um málið í dag. Niðurstaðan er að kerfislæg spilling í lögreglunni hafi hindrað framgang réttvísinnar og meðal annars birst í tengslum lögreglunnar við fjölmiðlaveldi Rupert Murdochs. Eitt eru allir sammála um: áratuga barátta bróður Morgans hefur haldið málinu vakandi.
16.06.2021 - 09:53