Færslur: Morðið í Mehamn

Dómur yfir Gunnari Jóhanni mildaður úr 13 í fimm ár
Lögmannsréttur Hálogalands, áfrýjunarréttur í Tromsö í Noregi, mildaði þrettán ára fangelsisdóm Gunnars Jóhanns Gunnarssonar úr þrettán árum í fimm í gær.
05.03.2021 - 07:18
Verjandi Gunnars segir manndráp af gáleysi auðsýnt
Brynjar Meling, annar verjanda Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, segir héraðsdóm hafa horft framhjá staðreyndum máls og farið á svig við lög með því að dæma hann til þrettán ára fangavistar fyrir að hafa orðið bróður sínum að bana í apríl 2019.
22.02.2021 - 17:11
Málflutningur áfrýjunarmáls Gunnars Jóhanns hefst í dag
Málflutningur í áfrýjunarmáli Gunnars Jóhanns Gunnarssonar fyrir Lög­manns­rétti Hålogalands í Tromsø hófst klukkan 9 í morgun að norskum tíma.
22.02.2021 - 10:11
Gunnar Jóhann dæmdur í þrettán ára fangelsi
Gunnar Jóhann Gunnarsson var í morgun dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir að hafa orðið hálfbróður sínum, Gísla Þór Þórarinssyni, að bana í norska smábænum Mehamn 27. apríl í fyrra.
20.10.2020 - 10:28
Röksemdir saksóknara fyrir kröfu um 13 ára fangelsi
Saksóknari í sakamálinu gegn Gunnari Jóhanni Gunnarssyni fyrir Héraðsdómi Austur-Finnmerkur í Vadsø segir þetta hafa verið ásetningsverk og því fari hann fram á þrettán ára fangelsisdóm.
29.09.2020 - 12:45
Saksóknari krefst þrettán ára fangelsis yfir Gunnari
Saksóknari fer fram á að Gunnar Jóhann Gunnarsson fái þrettán ára dóm fyrir að hafa orðið hálfbróður sínum, Gísla Þór Þórarinssyni að bana.
29.09.2020 - 09:46
Málflutningi að ljúka í Mehamn
Gert er ráð fyrir að málflutningi ljúki í dag í réttarhöldum yfir Gunnari Jóhanni Gunnarssyni sem ákærður eru fyrir að hafa orðið hálfbróður sínum að bana í Mehamn í Noregi í fyrravor. Málið er rekið fyrir Héraðsdómi Austur Finnmerkur í Vadsø.
29.09.2020 - 07:18
Skot hafi getað hlaupið af án þess að snerta gikkinn
Skotvopnasérfræðingur bar fyrir dómi í Noregi í dag að haglabyssan sem Gunnar Jóhann Gunnarsson skaut hálfbróður sinn með til bana í Mehamn í fyrravor hefði verið biluð, þannig að skot hefði getað hlaupið úr byssunni án þess að gikkurinn væri snertur.
23.09.2020 - 16:44
Neitar að hafa myrt hálfbróður sinn
Gunnar Jóhann Gunarsson, sem ákærður er fyrir að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson hálfbróður sinn til bana í norska smábænum Mehamn í apríl í fyrra, neitaði sök í meginákærulið málsins sem varðar manndráp af ásetningi, þegar réttarhöld yfir honum hófust í morgun. Gunnar Jóhann sagði fyrir dómi að skot hefði hlaupið úr byssunni fyrir slysni.
Réttarhöld hefjast í Mehamn í dag
Réttarhöld hefjast í Noregi í dag yfir Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, sem ákærður er fyrir að hafa af ásetningi skotið Gísla Þór Þórarinsson hálfbróður sinn til bana í norska smábænum Mehamn í apríl í fyrra.
21.09.2020 - 06:00
Mehamn-morðið: Réttarhöld verða 21. september
Réttarhöldin yfir Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, sem ákærður er fyrir að hafa skotið hálfbróður sinn til bana í bænum Mehamn í Norður-Noregi í apríl í fyrra, hafa verið sett á 21. september. Björn Andre Gulstad, verjandi Gunnars Jóhanns, staðfesti þetta við fréttastofu í dag.
26.05.2020 - 14:17
Segir Gunnar aldrei hafa tekið ákvörðun um að skjóta
Gunnar Jóhann Gunnarsson er ákærður fyrir morð á hálfbróður sínum í norska smábænum Mehamn í lok apríl í fyrra. Verjandi hans segir að hann hafi aldrei tekið meðvitaða ákvörðun um að hleypa af byssunni.
22.01.2020 - 12:38
Ákæra birt Gunnari Jóhanni fyrir manndráp af ásetningi
Saksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, sem grunaður er um að hafa ráðið hálfbróður sínum Gísla Þór Þórarinssyni bana í norska smábænum Mehamn í lok apríl í fyrra. Gunnar er ákærður fyrir manndráp af ásetningi.
21.01.2020 - 23:20
Réttarhöldum yfir Gunnari Jóhanni frestað fram í mars
Réttarhöldum yfir Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, sem grunaður er um að hafa ráðið hálfbróður sínum bana í norska smábænum Mehamn í lok apríl, hefur verið frestað. Bjørn André Gulstad, verjandi Gunnars, segir hann halda því fram að atvikið hafi verið hræðilegt slys. 
21.11.2019 - 12:34
Réttarhöld yfir Gunnari hefjast 2. desember
Áætlað er að réttarhöld yfir Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, sem grunaður er um að hafa orðið hálfbróður sínum að bana í norska smábænum Mehamn í lok apríl, hefjist 2. desember. Gunnar verður í gæsluvarðhaldi þar til dómur liggur fyrir. Þetta staðfestir Lögreglan í Finnmörku i samtali við fréttastofu. Ákæra hefur ekki verið gefin út en saksóknaraembættið á enn eftir að fara yfir öll gögn í málinu. Að sögn lögreglu gæti það tekið nokkrar vikur. 
07.10.2019 - 11:51
Mál Gunnars Jóhanns á leið til saksóknara
Rannsókn lögreglu á máli Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, sem er grunaður um að hafa orðið hálfbróður sínum að bana í norska smábænum Mehamn í lok apríl, er lokið. Það verður sent saksóknara í Troms og Finnmark á næstu dögum og er búist við að réttarhöld í málinu fari fram í desember. Gunnar verður að öllum líkindum í gæsluvarðhaldi þar til dómur liggur fyrir.
18.09.2019 - 13:26
Gunnar Jóhann verður í haldi til 11. september
Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem er grunaður um að hafa orðið hálfbróður sínum að bana í norska bænum Mehamn í lok apríl, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 11. september. Þetta staðfestir Anja M. Indbjør hjá lögreglunni í Finnmörk við fréttastofu. Rannsókn málsins er ekki lokið en stefnt er að því að henni verði lokið áður en gæsluvarðhaldið rennur út.
17.07.2019 - 12:32
Var vistaður á stofnun dagana fyrir morðið
Lögreglan í Finnmörku í Noregi telur sig vera nauðbeygða til að leiðrétta rangfærslur er varða rannsókn á morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni og hefur sent fjölmiðlum ítarlegan tölvupóst þar sem staðhæfingar um brot á nálgunarbanni Gunnars Jóhanns Gunnarssonar gegn Gísla og kærustu hans eru hraktar. Þar kemur fram að Gunnar Jóhann hafi verið vistaður á stofnun dagana fyrir morðið.
28.05.2019 - 11:05
Braut nálgunarbann tveimur dögum fyrir morðið
Gunnar Jóhann Gunnarsson braut nálgunarbann gegn bróður sínum, Gísla Þór Þórssyni, tveimur dögum áður en hann varð honum að bana í Mehamn í Noregi í apríl. Kærasta Gísla segir lögreglu ekki hafa tekið mark á hótunum Gunnars.
27.05.2019 - 19:22
Þurftu að bíða á meðan Gísla blæddi út
Sjúkraflutningamenn þurftu að bíða í meira en fimmtíu mínútur fyrir utan íbúð Gísla Þórs Þórarinssonar í Mehmamn í Noregi á meðan honum blæddi út. Þeir höfðu ekki heimild til að fara inn í íbúðina og sinna störfum sínum fyrr en lögregla kom á vettvang. Hálfbróðir hans er grunaður um að hafa skotið hann til bana 27. apríl.
14.05.2019 - 07:23
Krufning sýnir að Gísli var skotinn í lærið
Bráðabirgðaniðurstöður krufninga á Gísla Þór Þórarinssyni sem var myrtur í Mehamn í Noregi liggja fyrir. Niðurstöður sýna að Gísla hafi blætt út eftir að hafa verið skotinn í lærið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í Finnmörku. Þar kemur líka fram að sendiráði Íslands í Noregi hefur verið upplýst um niðurstöðuna og að flytja má lík hins látna til Íslands. 
08.05.2019 - 10:46
Deilan milli Gísla Þórs og Gunnars lykilatriði
Tæknideild norsku lögreglunnar fann blóð í bíl sem hún hefur lagt hald á í tengslum við rannsókn á máli Gunnar Jóhanns Gunnarssonar. Gunnar Jóhann er grunaður um að hafa orðið hálfbróður sínum, Gísla Þór Þórarinssyni, að bana í norska bænum Mehamn um helgina. Lögreglan telur lykilatriði að varpa ljósi á deiluna á milli þeirra bræðra.
02.05.2019 - 21:06
Hafa yfirheyrt um 40 vitni vegna morðsins
Lögreglan í Finnmörku í Noregi hefur yfirheyrt um fjörutíu vitni vegna morðsins á Gísla Þór Þórarinssyni. Hálfbróðir hans sætir gæsluvarðhaldi grunaður um verknaðinn og annar maður sem grunaður er um aðild að málinu sætir einnig varðhaldi. Fyrsta yfirheyrslan yfir þeim fór fram í gær.
02.05.2019 - 12:26
Gunnar neitar sök og segir þetta vera slys
Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa skotið hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana á heimili hans í norska smábænum Mehamn, var yfirheyrður í fyrsta skipti í morgun. Verjandi hans sagði í samtali við fréttastofu að Gunnar Jóhann væri niðurbrotinn og sorgmæddur vegna málsins og hafi við yfirheyrslur reynt að varpa ljósi á hvað gerðist aðfaranótt laugardagsins 27. apríl.
01.05.2019 - 16:36
Ríkislögreglustjóri aðstoðar norsku lögregluna
Gunnar Jóhann Gunnarsson játaði við handtöku á laugardag að hafa orðið bróður sínum að bana í Mehamn í Norður-Noregi. Vinur hans var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í gær, en neitar allri aðild að málinu. Gunnar verður fyrst yfirheyrður af lögreglu á morgun.
30.04.2019 - 19:30