Færslur: Mohammed bin Salman

Olíufursti aftur í náðinni
Mannréttindasamtök í Frakklandi gagnrýna forseta landsins, Emmanuel Macron, fyrir bjóða Mohammed bin Salman krónprins Sádi-Arabíu til fundar. Macron gerir hosur sínar grænar fyrir prinsinum í von um að fá hann til að auka olíuframleiðslu, en gagnrýnendur saka hann um að hunsa með því alvarleg mannréttindabrot stjórnvalda í Sádi-Arabíu og þátt krónprinsins í morðinu á blaðamanninum Jamal Kashoggi.
28.07.2022 - 12:31
Biden segist hafa rætt morð Kashoggis við Salman
Joe Biden, Bandaríkjaforseti, er nú staddur í opinberri heimsókn í Jeddah Sádí-Arabíu, en honum hefur verið tíðrætt undanfarið um að bæta þurfti milliríkjasamskipti við Sáda. Hann hefur þó einnig í forsetatíð sinni farið hörðum orðum um að stjórnvöld í landinu hylmi yfir mannréttindabrot.
16.07.2022 - 01:14
Fréttaskýring
Hinn langi armur Sádi-Arabíu
Japanska fjármálaráðuneytið greindi frá því fyrir helgi að fjárfestingasjóður sádiarabíska ríkisins, PIF, hafi fest kaup á rétt rúmlega fimm prósenta hlut í tölvuleikjafyrirtækinu Nintendo. Sádi-Arabía er þar með orðinn fimmti stærsti eigandi fyrirtækisins.
Eingöngu konur við stjórnvöl sádíarabískrar farþegaþotu
Fyrsta flugferð sádíarabísks flugfélags þar sem eingöngu konur eru við stjórnvölinn er að baki. Yfirvöld greindu frá þessu í dag og sögðu ferðina merkan áfanga til valdeflingar kvenna í konungdæminu sem þekkt er fyrir íhaldssemi.
22.05.2022 - 01:10
Salman konungur Sádí Arabíu á sjúkrahúsi
Salman bin Abdulaziz Al Saud, konungur Sádi-Arabíu var lagður inn á sjúkrahús í gær af ótilgreindum ástæðum. Ríkisfréttamiðill konungdæmisins greindi frá þessu í morgun en allt kapp hefur verið lagt að þagga niður vangaveltur um bága heilsu konungsins sem tekinn er að reskjast.
08.05.2022 - 08:07
Forseti Jemen færir leiðtogaráði völd sín
Abedrabbo Mansour Hadi, forseti Jemen, tilkynnti í morgun að hann hefði myndað sérstakt ráð sem ætlað er að stjórna stríðshrjáðu landinu. Í sjónvarpsávarpi sagðist forsetinn færa ráðinu öll þau völd sem forseti áður hafði.
Krefst réttlætis vegna morðsins á Khashoggi
Hatice Cengiz tyrknesk ekkja blaðamannsins Jamals Khashoggis kveðst efast um vilja Joe Bidens Bandaríkjaforseta að láta sádiarabísk stjórnvöld og krónprins landsins standa reikningsskil vegna dauða Khashoggis.
Hálfs milljarðs viðhaldssamningur við Sádi Arabíu
Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert fimm hundruð milljón dala samning við stjórnvöld í Sádí Arabíu um viðhald á herþyrluflota landsins. Það er fyrsti samningurinn sem gerður er við Sáda eftir að Joe Biden tók við forsetaembætti.
Sádar herða tökin gegn andófi og málfrelsi
Mannréttindasamtök segja stjórnvöld í Sádi Arabíu hafa blygðunarlaust aukið ofsóknir gegn mannréttindafrömuðum og andófsfólki í landinu undanfarna sex mánuði og aftökum hefur fjölgað.