Færslur: Moderna

Moderna vill bólusetja yngsta aldurshópinn
Bandaríska líftæknifyrirtækið Moderna sótti í dag um neyðarleyfi fyrir því að bóluefni fyrirtækisins gegn COVID-19 verði gefið börnum frá sex mánaða aldri upp að sex ára. Fyrirtækið tilkynnti í síðasta mánuði að tilraunir til að bólusetja þennan aldurshóp tvisvar hefði gefið góða raun og veitt sterka vörn gegn kórónuveirunni.
Hundrað þúsund bóluefnaskammtar fluttir aftur úr landi
Um tíu prósent allra bóluefna sem flutt voru til landsins vegna COVID-19 hafa verið flutt aftur úr landi. Yfir tvö þúsund bóluefnaskammtar hafa fyrnst í geymslu hjá innflytjanda.
27.04.2022 - 18:40
Enn 200 þúsund skammtar af bóluefni til taks
Skammtar af bóluefnum gegn COVID-19 eru enn að berast til landsins, en þó í minni mæli en áður. Júlía Rós Atladóttir, framkvæmdastjóri dreifingarfyrirtækisins Distica, segist búast við að á næstu mánuðuðum muni skömmtunum fækka enn frekar.
09.04.2022 - 16:21
Telja of snemmt að bjóða öllum upp á fjórða skammtinn
Mat lyfjastofnunar Evrópu (EMA) og Sóttvarnarstofnunar Evrópu (ECDC) er að gefa megi einstaklingum 80 ára og eldri fjórða skammtinn af bóluefnum Pfizer og Moderna.
Örvunarskammtur gegn omíkron í þróun
Bandaríska líftæknifyrirtækið Moderna greindi í dag frá því að meðferðartilraunir væru hafnar á bóluefni sem ætlað er að glíma við omíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Efnið yrði gefið sem örvunarskammtur.
Suður-Afríka
Hærra hlutfall einkennalausra smitbera með omíkron
Bráðabirgðaniðurstöður tveggja rannsókna suðurafrískra vísindamanna benda til mun hærra hlutfalls einkennalausra smitbera af völdum omíkron en fyrri afbrigða kórónuveirunnar. Það er talið geta skýrt ástæður þess hve mjög það hefur dreift sér um heimsbyggðina, jafnvel þar sem fyrra smithlutfall er hátt.
Mæla með bóluefnum Moderna og Pfizer umfram Janssen
Sérfræðinganefnd á vegum Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna (CDC) hefur komist að þeirri einróma niðurstöðu að mæla fremur með notkun mRNA bóluefna Pifzer og Moderna en þess bóluefnis sem Johnson & Johnson framleiðir.
Hvetur fertuga og eldri til örvunarbólusetningar
Landlæknir Grænlands hvetur alla fertuga og eldri til að þiggja örvunarskammt enda sé hætta á talsverðum veikindum þess aldurshóps af völdum Omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Bólusetningar barna hefjast innan skamms.
Vísbendingar um að omíkron hafi verið í Evrópu fyrir
Ný gögn frá Hollandi benda til þess að omíkron-afbrigði kórónuveirunnar var að finna í Evrópu áður en greint var frá fyrstu tilfellum smits af þess völdum í Suður-Afríku.
Það gefi ekki síðri vörn að blanda bóluefnum
Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir segir ekki síðri vörn gegn kórónuveirusmiti að fá örvunarskammt með öðru bóluefni en fólk hafi fengið í fyrsta eða öðrum skammti. Hann telji ekki aukna áhættu á aukaverknunum með því að blanda bóluefnum, heldur sé fremur horft til áhættu aukaverkana hvers bóluefnis með tilliti til aldurs.
Telur bóluefni síður virka gegn omíkron
Bóluefni gegn kórónuveirunni munu ekki virka jafnvel gegn omíkron-afbrigðinu og þau gerðu gegn delta-afbrigðinu og trúlega þarf að breyta öllum bóluefnum sem þróuð hafa verið gegn veirunni. Þetta er mat Stéphane Bancel, framkvæmdastjóra Moderna. Financial Times greinir frá.
Má nota Moderna sem örvunarskammt
Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu hefur gefið það út að nota gefa megi fólki yfir 18 ára aldri örvunarskammt af bóluefni Moderna. Notkun á bóluefninu var hætt hér á landi í október.
Moderna-efnið áfram notað fyrir 60 ára og eldri
Bóluefni Moderna við COVID-19 verður áfram notað í örvunarbólusetningu fólks sem er 60 ára og eldra. Sóttvarnalæknir tilkynnti um þetta síðdegis en ákvörðunin verður endurskoðuð ef upplýsingar koma fram um örugga notkun þess hjá yngra fólki. Í síðustu viku var notkun á Moderna-efninu stöðvuð að fullu hér á landi á meðan beðið var frekari upplýsinga um tengsl við hjartavöðvabólgu.
12.10.2021 - 16:34
Tilkynningum um aukaverkanir fækkar með haustinu
Fjöldi tilkynninga um aukaverkanir lyfja hefur verið nokkuð stöðugur milli mánaða frá því í maí, eða frá 560-600. Gögn lyfjastofnunar sýna þó að þeim fer lítillega fækkandi með haustinu og bárust stofnuninni 547 tilkynningar tengdar bóluefnum gegn COVID-19 í ágúst.
Flestir smitaðir í hópi Janssen-þega
Flestir þeirra sem greinst hafa með Covid-19 í yfirstandandi bylgju faraldursins og voru bólusettir höfðu fengið bóluefni frá Janssen.
Svissnesk börn og ungmenni fá bóluefni Moderna
Svissnesk börn og ungmenni á aldrinum tólf til sautján ára verða bólusett gegn COVID-19 með bóluefni Moderna. Næstum helmingur landsmanna telst fullbólusettur.
Fréttaskýring
Alfa, beta, gamma, delta og svo framvegis
Fregnir af bráðsmitandi kórónuveiru í borginni Wuhan í Kína tóku að berast í desember 2019. Sjúkdómurinn, sem síðar fékk heitið COVID-19, dreifðist í framhaldi um heimsbyggðina alla. Baráttan við faraldurinn hefur reynst þrautin þyngri, ekki síst þar sem reglulega verða til ný afbrigði af veirunni sem vísindamenn um allan heim hafa vart undan við að gefa heiti. Gríska stafrófið hefur til dæmis bara takmarkaðan stafafjölda.
Pfizer og Moderna hækka verð bóluefna sinna
Nýjasti afhendingarsamningur um covid-bóluefni lyfjaframleiðendanna Pfizer og Moderna til Evrópusambandsins leiðir í ljós að verðið á hverjum skammti hefur hækkað. Sambandið stefnir að því að stærstur hluti fólks verði fullbólusettur innan skamms.
Bólusetningar barnshafandi kvenna hefjast í dag
Í dag klukkan níu hefst bólusetning barnshafandi kvenna. Konum, sem eru gengnar meira en tólf vikur, býðst að þiggja bólusetningu í húsnæði Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut 34.
29.07.2021 - 08:44
Óléttar konur bólusettar í hollum á Suðurlandsbraut
Barnshafandi konur, sem gengnar eru meira en 12 vikur, verða bólusettar í stórum stíl á morgun. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins býst við stórum Janssen-dögum seinnihlutann í ágúst. 
28.07.2021 - 19:22
AstraZeneca og Pfizer er hættulaus kokkteill
Bóluefni AstraZeneca er uppurið í Laugardalshöll en það kláraðist nú á öðrum tímanum. Framkvæmdastjóri hjúkrunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir fólk almennt hafa tekið því vel að vera boðið bóluefni Pfizer í staðinn.
Hjartavöðvabólga sjaldgæf aukaverkun kjarnsýrubóluefna
Bandaríska lyfja- og matvælastofnunin, FDA, hefur bætt hjartaöðvabólgu við, sem afar sjaldgæfri aukaverkun af bóluefnum Moderna og Pfizer við COVID-19. Í júní höfðu tólf hundruð tilfelli verið tilkynnt í Bandaríkjunum af hjartasýkingu af kjarnsýrubóluefnunum og eru þau algengust hjá yngri karlmönnum eftir seinni skammt af bóluefninu.
27.06.2021 - 11:56
Samfélagið
mRNA-bóluefni gegn inflúensu, HIV og krabbameini
Lyfjafyrirtækið Moderna er nú að þróa bóluefni með nýju mRNA-tækninni gegn inflúensu, HIV, zika-veirunni, krabbameinum og mörgu öðru. Heimsfaraldurinn hefur hraðað þessari þróun, segir Örn Almarsson efnafræðingur sem starfað hefur við þróun tækninnar hjá lyfjafyrirtækinu Moderna.
Sjónvarpsfrétt
Bóluefni verja jafn vel gegn alvarlegum COVID-veikindum
Öll bóluefni sem notuð eru hérlendis verja jafn vel gegn alvarlegum veikindum af völdum COVID. Tilkynningar um 23 andlát í kjölfar COVID-bólusetningar hafa borist Lyfjastofnun
10.06.2021 - 19:00
Bólusetningar þykja ganga fullhægt á Grænlandi
Fulltrúar þriggja grænlenskra stjórnmálaflokka gagnrýna hægagang í bólusetningum í landinu. Sömuleiðis vilja þeir að landsmenn hafi um fleiri bóluefni að velja en nú standa þeim aðeins efni Pfizer og Moderna til boða.