Færslur: Moderna

Kastljós
Hugnast vottorð um neikvætt próf innan 48 tíma við komu
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill fara svipaða leið og nágrannalönd okkar að krefja alla komufarþega til landsins um vottorð um neikvætt COVID-19 próf. Margar Evrópuþjóðir hafa tekið upp slíkar reglur og er ýmist gerð krafa um að próf sé neikvætt 24, 48 og 72 tímum frá brottför.
13.01.2021 - 20:50
Myndskeið
„Þetta var sársaukalaust og gleðilegt“
„Bóluefnið frá Moderna er aðeins einfaldara í notkun en bóluefni Pfizer,“ segir framkvæmdastjóri hjúkrunar á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 500 framlínustarfsmenn fengu í dag fyrri skammtinn af bóluefni Moderna. 
Einn fékk bráðaofnæmi eftir bólusetningu
Einn fékk bráðaofnæmi eftir bólusetningu efnisins frá Moderna í dag og er það í fyrsta sinn sem sílkt gerist hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar segir að slík viðbrögð séu sjaldgæf. Sjúkraflutningamenn, lögreglumenn og fl. voru bólusettir. Frábær dagur, segir Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Mikilvægt að fá svör frá Pfizer og BioNTech sem fyrst
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það myndi ekki hafa áhrif á mögulega rannsókn lyfjaframleiðandans Pfizer og BioNTech hér á landi á áhrifum kórónuveirubóluefnis þó að hluti þjóðarinnar hafi fengið bóluefni frá öðrum framleiðanda, svo framarlega að rannsóknin hefjist innan tíðar. Í dag var byrjað að bólusetja með bóluefni Moderna og hann segir ekki komið á hreint hvort af rannsókninni verði.
Léttir að fá bólusetningu
Það er ákveðinn léttir að fá bólusetningu segir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúss Rauða krossins. Starfsmenn hússins og fleiri framlínustarfsmenn verða bólusettir í dag með efninu sem kom frá Moderna í gær.
Moderna gefur grænt ljós á notkun bóluefnisins
Óhætt er að hefjast handa við dreifingu og bólusetningu með bóluefni Moderna gegn COVID-19. Moderna er búið að yfirfara gögn frá Distica um flutning bóluefnisins hingað til lands og leggja blessun sína yfir að það verði notað til bólusetninga.
12.01.2021 - 15:54
Heilsugæslan fær 500 skammta og Landspítalinn fær 700
Af þeim 1.200 skömmtum af Moderna-bóluefninu sem komu til landsins í morgun fær Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins 500 skammta og Landspítalinn 700 skammta.
12.01.2021 - 10:39
Myndskeið
Bóluefnaskammtur frá Moderna líklegur í næstu viku
Vonast er til að fyrsti bóluefnaskammtur frá Moderna berist í næstu viku. Lyfjastofnun samþykkti í dag markaðsleyfi fyrir bóluefnið. Þar með hafa tvö bóluefni við kórónuveirunni fengið leyfi hér á landi. 
Moderna fær markaðsleyfi á Íslandi
Lyfjastofnun veitti í dag bóluefninu „COVID-19 Vaccine Moderna“ skilyrt íslenskt markaðsleyfi. Bóluefnið er framleitt af bandaríska líftæknifyrirtækinu Moderna. Leyfið er veitt í kjölfar þess að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins veitti bóluefninu markaðsleyfi fyrr í dag.
06.01.2021 - 17:18
Búast við 5.000 skömmtum frá Moderna næstu 2 mánuði
Íslensk stjórnvöld gera ráð fyrir að fá 5.000 bóluefnaskammta frá Moderna í janúar og febrúar. Nú liggur fyrir áætlun um afhendingu fyrstu skammta fyrirtækisins og vonast er til að það fái markaðsleyfi í Evrópu á morgun, eftir fund Lyfjastofnunar Evrópu. Heilbrigðisyfirvöld hér gera ráð fyrir að afhending lyfjanna verði hraðari hingað til lands eftir febrúar, samkvæmt tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu.
Vonar að sem flestir Danir fái bóluefni fyrir sumarlok
Thomas Senderovitz forstjóri dönsku læknastofnunarinnar álítur að ef áætlanir gangi eftir verði hægt að bólusetja meirihluta fullorðinna Dana fyrir lok sumars.
05.01.2021 - 01:14
Afhendingaráætlun Moderna ætti að skýrast á næstu dögum
Áætlun um afhendingu Moderna-bóluefnisins til Evrópuríkja ætti að skýrast á næstu dögum, eftir að Lyfjastofnun Evrópu hefur veitt Moderna markaðsleyfi. Íslensk stjórnvöld hafa ekki rætt þann möguleika að Lyfjastofnun á Íslandi veiti leyfi fyrir bóluefni á undan Lyfjastofnun Evrópu, að því er Mbl.is greinir frá.
02.01.2021 - 21:02
Evrópusambandið flýtir afgreiðslu á umsókn Moderna
Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu kemur saman fyrr en áætlað var til að taka til umfjöllunar umsókn bandaríska lyfjafyrirtækisins Moderna um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni. Í frétt á vef sænsku sjónvarpsstöðvarinnar SVT segir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ráðgeri að veita markaðsleyfið mánudaginn 4. janúar, í stað miðvikudagsins 6. janúar.
02.01.2021 - 14:33
Undirrituðu samninga um 208.000 skammta
Samningur Íslands um bóluefni Moderna og viðbótarsamningur um bóluefni frá Pfizer voru undirritaðir í heilbrigðisráðuneytinu í dag. Samningurinn við Moderna tryggir Íslendingum 128.000 bóluefnaskammta sem er hlutfallslega það sama og aðrar þjóðir í samstarfi Evrópuþjóða eiga rétt á, segir í tilkynningu Heilbrigðisráðuneytisins. Hver og einn þarf að fá tvo skammta af bóluefni Moderna til að fá ónæmi fyrir veirunni.
30.12.2020 - 13:55
Bóluefni Sinopharm 79% virkt gegn kórónuveirunni
Niðurstöður þriðja stigs prófana á bóluefni kínverska lyfjarisans Sinopharm sýna 79 prósenta virkni gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19.
30.12.2020 - 06:33
Stjórnvöld leiðrétta frétt Bloomberg um bóluefnakaup
Heilbrigðisráðuneytið hefur sent fréttaveitunni Bloomberg athugasemd vegna fréttaflutnings hennar af þeim fjölda kórónuveirubóluefnisskammta sem Bloomberg fullyrti að Ísland hefði tryggt sér. Í frétt Bloomberg sagði að Ísland væri meðal þeirra landa sem hefðu tryggt sér minnst af bóluefninu allra vestrænna þjóða. Í athugasemd ráðuneytisins segir að Ísland hafi tryggt sér að minnsta kosti 635.000 skammta sem dugi til að bólusetja 87% þjóðarinnar.
Viðurkennir mistök varðandi áætlað magn bóluefnis
Gustave Perna hershöfðingi sem hefur yfirumsjón með dreifingu bóluefna um Bandaríkin kveðst bera ábyrgð á misskilningi sem kviknaði um hve marga skammta bóluefnis hvert ríki fengi í sinn hlut.
20.12.2020 - 03:31
Vonast til að bólusetja 20 milljónir manna fyrir árslok
Bandarísk yfirvöld vonast til að geta hafið bólusetningar gegn COVID-19 fyrir miðjan desember. AFP fréttastofan hefur eftir talsmanni ríkisstjórnarinnar að hægt verði að dreifa bóluefninu um leið og Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna hefur veitt bráðabirgðaleyfi.
22.11.2020 - 18:33
Tafir á viðræðum við ESB tefja dreifingu bóluefnis
Tafir á samningaviðræðum lyfjarisans Moderna við Evrópusambandið tefja dreifingu á bóluefni fyrirtækisins til Evrópuríkja og ef fram heldur sem horfir verða Evrópuríki ekki á meðal þeirra fyrstu til að fá skammta. Greint var frá því í gær að fyrstu niðurstöður úr stórri tilraun á bóluefninu bentu til þess að það veitti 95 prósent vörn gegn veirunni. Ísland fær aðgang að bóluefninu í gegnum Evrópusambandið.
17.11.2020 - 19:28