Færslur: Moderna

Um 65 þúsund bóluefnaskammtar væntanlegir í apríl
Um 65.300 skammtar eru væntanlegir í apríl af bóluefnum þeirra fjögurra framleiðenda sem hér hafa markaðsleyfi. Mánaðarleg afhending bóluefna eykst því um 160% í samanburði við fyrri mánuði.
Milljónir skammta af bóluefni eyðilögðust fyrir mistök
Tafir verða á dreifingu tug milljóna skammta bóluefnis Johnson & Johnson í Bandaríkjunum eftir að um fimmtán milljón skammtar af efninu eyðilögðust fyrir mistök í framleiðsluferlinu.
31.03.2021 - 22:22
Bóluefni fyrir 193 þúsund manns væntanlegt næstu mánuði
Standist áætlun um afhendingu bóluefna næstu mánuði hefur fengist bóluefni fyrir 86% þeirra 280 þúsunda sem fyrirhugað er að bólusetja. Bólusetningardagatal heilbrigðisráðuneytisins hefur verið uppfært í samræmi við nýjust upplýsingar um afhendingu bóluefna.
Viðtal
Væntir markaðsleyfis fyrir bóluefni Janssen í mars
Afhendingaráætlun er til fyrir bóluefni Moderna og Pfizer í apríl. Að öðru leyti hefur ekki verið lögð fram áætlun fyrir annan ársfjórðung ársins. Þetta kemur fram í samtali fréttastofu við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra en hún býst við að áætlun verði tilbúin innan skamms.
Spegillinn
Rofar til á bóluefnamarkaði
Forstjóri Lyfjastofnunar segir að með aukinni framleiðslugetu stærstu lyfjaframleiðendanna sé að rofa til á bóluefnamarkaðinum. Stutt sé í að markaðsleyfi verði gefið út fyrir bóluefni frá Janssen. Ísland hefur samið um kaup á bóluefni frá Janssen fyrir 235 þúsund manns. Aðeins þarf eina sprautu af Janssen-bóluefninu.
08.03.2021 - 17:00
Parton bólusett með bóluefninu sem hún fjármagnaði
Kántrísöngkonan ástsæla Dolly Parton fékk í gær bólusetningu gegn COVID-19 með bóluefni Moderna. Söngkonan á nokkurn þátt í þróun bóluefnisins því hún lagði fram hvorki meira né minna en eina milljón bandaríkjadali, upphæð sem samsvarar rúmum hundrað og tuttugu milljónum íslenskra króna til þróunarinnar.
03.03.2021 - 07:43
Ekki óvænt að ungt fólk slappist eftir seinni sprautuna
Forstjóri Lyfjastofnunar segir viðbúið að aukaverkanir geri vart við sig hjá yngra fólki eftir seinni bólusetningu. Mikill meirihluti skammtanna sem koma hingað á næstu vikum og mánuðum verða frá Pfizer og AstraZeneca. Um fimm prósent þjóðarinnar hafa nú verið bólusett, að hálfu eða öllu leiti.
Bólusettu 377 manns á 30 mínútum
Fyrsta fjöldabólusetning í Laugardalshöllinni var í dag. Bólusett verður líka á morgun og í næstu viku með öllum þremur bóluefnunum.  
Palestínumenn fá bóluefni frá Ísraelum
Ísraelar hyggjast gefa heilbrigðisyfirvöldum í Palestínu 5.000 skammta af kórónuveirubóluefni sem nýta á til að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk í Palestínu. Þetta verða fyrstu bólusetningarnar í Palestínu, en Ísrael er meðal þeirra landa þar sem hæsta hlutfall landsmanna hafa verið bólusettir.
175 tilkynningar um aukaverkanir af COVID-bólusetningu
Lyfjastofnun hefur borist 175 tilkynningar vegna gruns um aukaverkanir af kórónuveirubóluefnum Pfizer/Bio NTech og Moderna. Hlutfallslega eru fleiri tilkynningar vegna bóluefnis Moderna en vegna bóluefnis Pfizer/Bio NTech. Forstjóri Lyfjastofnunar segir að ekki sé hægt að draga neinar ályktanir af þessu. Engar nýjar tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir hafa borist síðan í síðustu viku.
Kastljós
Hugnast vottorð um neikvætt próf innan 48 tíma við komu
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill fara svipaða leið og nágrannalönd okkar að krefja alla komufarþega til landsins um vottorð um neikvætt COVID-19 próf. Margar Evrópuþjóðir hafa tekið upp slíkar reglur og er ýmist gerð krafa um að próf sé neikvætt 24, 48 og 72 tímum frá brottför.
13.01.2021 - 20:50
Myndskeið
„Þetta var sársaukalaust og gleðilegt“
„Bóluefnið frá Moderna er aðeins einfaldara í notkun en bóluefni Pfizer,“ segir framkvæmdastjóri hjúkrunar á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 500 framlínustarfsmenn fengu í dag fyrri skammtinn af bóluefni Moderna. 
Einn fékk bráðaofnæmi eftir bólusetningu
Einn fékk bráðaofnæmi eftir bólusetningu efnisins frá Moderna í dag og er það í fyrsta sinn sem sílkt gerist hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar segir að slík viðbrögð séu sjaldgæf. Sjúkraflutningamenn, lögreglumenn og fl. voru bólusettir. Frábær dagur, segir Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Mikilvægt að fá svör frá Pfizer og BioNTech sem fyrst
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það myndi ekki hafa áhrif á mögulega rannsókn lyfjaframleiðandans Pfizer og BioNTech hér á landi á áhrifum kórónuveirubóluefnis þó að hluti þjóðarinnar hafi fengið bóluefni frá öðrum framleiðanda, svo framarlega að rannsóknin hefjist innan tíðar. Í dag var byrjað að bólusetja með bóluefni Moderna og hann segir ekki komið á hreint hvort af rannsókninni verði.
Léttir að fá bólusetningu
Það er ákveðinn léttir að fá bólusetningu segir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúss Rauða krossins. Starfsmenn hússins og fleiri framlínustarfsmenn verða bólusettir í dag með efninu sem kom frá Moderna í gær.
Moderna gefur grænt ljós á notkun bóluefnisins
Óhætt er að hefjast handa við dreifingu og bólusetningu með bóluefni Moderna gegn COVID-19. Moderna er búið að yfirfara gögn frá Distica um flutning bóluefnisins hingað til lands og leggja blessun sína yfir að það verði notað til bólusetninga.
12.01.2021 - 15:54
Heilsugæslan fær 500 skammta og Landspítalinn fær 700
Af þeim 1.200 skömmtum af Moderna-bóluefninu sem komu til landsins í morgun fær Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins 500 skammta og Landspítalinn 700 skammta.
12.01.2021 - 10:39
Myndskeið
Bóluefnaskammtur frá Moderna líklegur í næstu viku
Vonast er til að fyrsti bóluefnaskammtur frá Moderna berist í næstu viku. Lyfjastofnun samþykkti í dag markaðsleyfi fyrir bóluefnið. Þar með hafa tvö bóluefni við kórónuveirunni fengið leyfi hér á landi. 
Moderna fær markaðsleyfi á Íslandi
Lyfjastofnun veitti í dag bóluefninu „COVID-19 Vaccine Moderna“ skilyrt íslenskt markaðsleyfi. Bóluefnið er framleitt af bandaríska líftæknifyrirtækinu Moderna. Leyfið er veitt í kjölfar þess að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins veitti bóluefninu markaðsleyfi fyrr í dag.
06.01.2021 - 17:18
Búast við 5.000 skömmtum frá Moderna næstu 2 mánuði
Íslensk stjórnvöld gera ráð fyrir að fá 5.000 bóluefnaskammta frá Moderna í janúar og febrúar. Nú liggur fyrir áætlun um afhendingu fyrstu skammta fyrirtækisins og vonast er til að það fái markaðsleyfi í Evrópu á morgun, eftir fund Lyfjastofnunar Evrópu. Heilbrigðisyfirvöld hér gera ráð fyrir að afhending lyfjanna verði hraðari hingað til lands eftir febrúar, samkvæmt tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu.
Vonar að sem flestir Danir fái bóluefni fyrir sumarlok
Thomas Senderovitz forstjóri dönsku læknastofnunarinnar álítur að ef áætlanir gangi eftir verði hægt að bólusetja meirihluta fullorðinna Dana fyrir lok sumars.
05.01.2021 - 01:14
Afhendingaráætlun Moderna ætti að skýrast á næstu dögum
Áætlun um afhendingu Moderna-bóluefnisins til Evrópuríkja ætti að skýrast á næstu dögum, eftir að Lyfjastofnun Evrópu hefur veitt Moderna markaðsleyfi. Íslensk stjórnvöld hafa ekki rætt þann möguleika að Lyfjastofnun á Íslandi veiti leyfi fyrir bóluefni á undan Lyfjastofnun Evrópu, að því er Mbl.is greinir frá.
02.01.2021 - 21:02
Evrópusambandið flýtir afgreiðslu á umsókn Moderna
Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu kemur saman fyrr en áætlað var til að taka til umfjöllunar umsókn bandaríska lyfjafyrirtækisins Moderna um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni. Í frétt á vef sænsku sjónvarpsstöðvarinnar SVT segir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ráðgeri að veita markaðsleyfið mánudaginn 4. janúar, í stað miðvikudagsins 6. janúar.
02.01.2021 - 14:33
Undirrituðu samninga um 208.000 skammta
Samningur Íslands um bóluefni Moderna og viðbótarsamningur um bóluefni frá Pfizer voru undirritaðir í heilbrigðisráðuneytinu í dag. Samningurinn við Moderna tryggir Íslendingum 128.000 bóluefnaskammta sem er hlutfallslega það sama og aðrar þjóðir í samstarfi Evrópuþjóða eiga rétt á, segir í tilkynningu Heilbrigðisráðuneytisins. Hver og einn þarf að fá tvo skammta af bóluefni Moderna til að fá ónæmi fyrir veirunni.
30.12.2020 - 13:55
Bóluefni Sinopharm 79% virkt gegn kórónuveirunni
Niðurstöður þriðja stigs prófana á bóluefni kínverska lyfjarisans Sinopharm sýna 79 prósenta virkni gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19.
30.12.2020 - 06:33