Færslur: Mjólkursamsalan

Morgunútvarpið
Velta í skyrútflutningi nálægt þremur milljörðum króna
Velta Íseyjar útflutnings ehf., dótturfélags Mjólkursamsölunnar, í útflutningi á skyri var nálægt þremur milljörðum króna á liðnu ári og hagnaðurinn var um það bil 200 milljónir, segir Ari Edwald, framkvæmdarstjóri Íseyjar. Ari gerir ráð fyrir að útflutningur aukist á komandi árum. Fyrirtækið hóf útflutning á japanskan markað á árinu og opnaði einnig sölustaði fyrir Ísey í Finnlandi.
04.01.2021 - 09:56
Framleiða 1,5 milljónir lítra af vínanda á Sauðárkróki
Íslenskar mysuafurðir ehf. ætla að framleiða í kringum eina og hálfa milljón lítra af etanóli á ári. Stefnt er að því að framleiðsla hefjist í vor. Stórt umhverfismál, segir forstöðumaður, þar sem spírinn sé framleiddur úr hliðarafurð.
Viðtal
Ísey skyr ódýrara í Bretlandi
Ísey skyr er ódýrara í Bretlandi en á Íslandi. Í Bretlandi kostar lítil skyrdós 99 pens sem samsvarar 155 íslenskum krónum. Hér á landi getur sama skyrdós kostað 160 til 309 krónur. Sunna Gunnars Marteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Mjólkursamsölunnar, segir að ástæðan sé meðal annars sú að skyrið sem selt er í Bretlandi sé framleitt í Danmörku.
26.04.2019 - 11:18
Fréttaskýring
Íslenskur kosher-ostur bíður blessunar
Mjólkursamsalan stefnir að því að fá kosher-vottun á smjör, skyr og ost. Neytendur munu að sögn Egils Thoroddsen, gæðastjóra MS á Akureyri, ekki finna neinn mun á vörunum eftir vottun en hún eykur útflutningstækifæri samsölunnar. Ekki liggur fyrir hvenær vottunin verður komin í hús. Fyrst þarf að klára rannsóknar- og pappírsvinnu og blessa tækjabúnað.
25.06.2018 - 17:06