Færslur: Mjólkursamsalan

Áróður fyrir mjólkurneyslu af hendi stórfyrirtækis
Mjólkursamsalan stendur árlega fyrir teiknisamkeppni fyrir fjórðubekkinga í grunnskólum landsins í tilefni alþjóðlega skólamjólkurdagsins. Foreldrar hafa nokkrir gagnrýnt að stórfyrirtæki fái slíkan aðgang að börnum og einnig fullyrðingar um hollustu mjólkur sem þykja úreltar.
03.11.2021 - 09:36
Myndskeið
Rúm 9 tonn af mjólk mynda hvítan læk í Eyjafjarðarsveit
Rúm níu tonn af mjólk sem voru í mjólkurbíl sem valt í Eyjafjarðarsveit í hádeginu fóru til spillis. Engin hálka var á veginum þegar bíllinn valt út af veginum og hafnaði á hvolfi skammt frá bænum Hranastöðum. Gat virðist hafa komið á tank bílsins því mjólk lak úr honum í lækjarfarveg þannig að lækurinn varð hvítur.
30.04.2021 - 15:39
„Vorum neyddir til að selja reksturinn“
Fyrrverandi eigandi Mjólku og Mjókurbúsins Kú fagnar því að Hæstiréttur hafi staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að sekta Mjólkursamsöluna fyrir samkeppnislagabrot. Hann telur brot MS hafa valdið sér miklu tjóni og ætlar að krefjast skaðabóta. 
Morgunútvarpið
Velta í skyrútflutningi nálægt þremur milljörðum króna
Velta Íseyjar útflutnings ehf., dótturfélags Mjólkursamsölunnar, í útflutningi á skyri var nálægt þremur milljörðum króna á liðnu ári og hagnaðurinn var um það bil 200 milljónir, segir Ari Edwald, framkvæmdarstjóri Íseyjar. Ari gerir ráð fyrir að útflutningur aukist á komandi árum. Fyrirtækið hóf útflutning á japanskan markað á árinu og opnaði einnig sölustaði fyrir Ísey í Finnlandi.
04.01.2021 - 09:56
Framleiða 1,5 milljónir lítra af vínanda á Sauðárkróki
Íslenskar mysuafurðir ehf. ætla að framleiða í kringum eina og hálfa milljón lítra af etanóli á ári. Stefnt er að því að framleiðsla hefjist í vor. Stórt umhverfismál, segir forstöðumaður, þar sem spírinn sé framleiddur úr hliðarafurð.
Viðtal
Ísey skyr ódýrara í Bretlandi
Ísey skyr er ódýrara í Bretlandi en á Íslandi. Í Bretlandi kostar lítil skyrdós 99 pens sem samsvarar 155 íslenskum krónum. Hér á landi getur sama skyrdós kostað 160 til 309 krónur. Sunna Gunnars Marteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Mjólkursamsölunnar, segir að ástæðan sé meðal annars sú að skyrið sem selt er í Bretlandi sé framleitt í Danmörku.
26.04.2019 - 11:18
Fréttaskýring
Íslenskur kosher-ostur bíður blessunar
Mjólkursamsalan stefnir að því að fá kosher-vottun á smjör, skyr og ost. Neytendur munu að sögn Egils Thoroddsen, gæðastjóra MS á Akureyri, ekki finna neinn mun á vörunum eftir vottun en hún eykur útflutningstækifæri samsölunnar. Ekki liggur fyrir hvenær vottunin verður komin í hús. Fyrst þarf að klára rannsóknar- og pappírsvinnu og blessa tækjabúnað.
25.06.2018 - 17:06