Færslur: Mjólkurframleiðsla

Sjónvarpsfrétt
Kýrnar á Búrfelli mjólka best
Kúabúið Búrfell í Svarfaðardal er nythæsta mjólkurbú landsins annað árið í röð. Með bættum aðbúnaði kúa síðustu ár hefur mjólkurframleiðsla stóraukist.
17.02.2022 - 10:47
Myndskeið
Slapp ómeiddur þegar mjólkurbíll valt
Mjólkurbíll valt út af veginum fyrir neðan Hranastaði í Eyjafjarðarsveit í hádeginu og hafnaði á hvolfi. Bílstjórinn komst út úr bílnum af sjálfsdáðum og slapp ómeiddur. Að sögn slökkviliðsmanna á vettvangi þykir það mildi að bílstjórinn hafi ekki slasast. Mun meira tjón varð á bílnum farþegamegin en þar sat enginn.
30.04.2021 - 13:01
Segir jákvætt að greiðslur fyrir mjólk hækki til bænda
Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands segir jákvætt að afurðaverð hækki til bænda. Þann 1. apríl næstkomandi hækkar lágmarksverð 1. flokks hvers lítra mjólkur til bænda úr 97,84 krónum í 101,53, eða um 3,77% samkvæmt ákvörðun verðlagsnefndar búvara.
Greiðslumark mjólkur óbreytt þriðja árið í röð
Samkvæmt breytingu á reglugerð um stuðning við nautgriparækt er gert ráð fyrir því að heildargreiðslumark mjólkur verði óbreytt, 145 milljón lítrar, þriðja árið í röð.
Myndskeið
Unnið á sólarhringsvöktum hjá Örnu í Bolungarvík
Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á samfélag og atvinnulíf Bolungarvíkur. Fiskvinnsla í þorpinu er í páskafríi og óvíst hvenær vinnsla hefst að nýju. Starfað er á sólarhringsvöktum í mjólkurvinnslunni Örnu til að anna eftirspurn.
Arnar hættir sem formaður Landssambands kúabænda
Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku á aðalfundi LK í mars. Arnar hefur verið formaður frá 2016 og er því að ljúka sínu fjórða ári í embætti.
Rjómaís í nýjar umbúðir til að draga úr plastnotkun
Emmessís hefur breytt umbúðum utan um rjómaís í því skyni að draga úr plastnotkun. Nýjar umhverfisvænni umbúðir eru að mestu úr hágæðapappa. Þá er ísinn settur í minni umbúðir með það að markmiði að minnka matarsóun. Framkvæmdastjóri Emmessís segir að þau hjá fyrirtækinu vilji mæta kröfum neytenda.
05.12.2019 - 21:33
Pattstaða á markaði með mjólkurkvóta
Ekkert framboð er á mjólkurkvóta þessar vikurnar þrátt fyrir talsverða eftirspurn. Þeir kúabændur sem eiga kvóta til sölu halda að sér höndum þar til nýtt kerfi tekur gildi um áramót og frjáls markaður með mjólkurkvóta opnast.
06.11.2019 - 16:25
Kúabændur kjósa um kvótakerfið
Í dag hefst kosning hjá á sjötta hundrað kúabændum um hvort viðhalda á framleiðslustýringu þeirri sem nú viðgengst í mjólkurframleiðslu eða gefa framleiðsluna frjálsa. Formaður Landssambands kúabænda telur að bændur vilji ekki opna fyrir frjálsa og óhefta mjólkurframleiðslu.
11.02.2019 - 13:01
Miklar breytingar til umræðu á haustfundum LK
Ljóst ar að umtalsverðar breytingar þarf að gera á núgildandi búvörusamningi ef meirihluti kúabænda kýs áframhaldandi framleiðslustýringu í mjólkurframleiðslu. Endurskoðun búvörusamningsins verður helsta viðfangsefnið á haustfundum Landssambands kúabænda, en sá fyrsti var haldinn í Eyjafirði í dag.
08.10.2018 - 22:07
Kæra innflutning tækja til mjólkurframleiðslu
Matvælastofnun hefur kært til lögreglu meint brot á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Málið varðar innflutning á notuðum landbúnaðartækjum til mjólkurframleiðslu. Tækin voru flutt hingað til lands án leyfis Matvælastofnunar og án tollafgreiðslu. MAST frétti af málinu einu ári eftir innflutninginn.
Mjólkurkvótinn lagður niður
Í drögum að nýjum búvörusamningi er gert ráð fyrir að leggja niður kvótakerfi í mjólkurframleiðslu. Það er í samræmi við ályktun aðalfundar Landssambands kúabænda á þessu ári. Eyfirskir kúabændur hvetja nú til þess að samninganefnd Bændasamtakanna bæti í samningsdrögin nýju stýrikerfi til að koma í veg fyrir offramleiðslu og verðfall.
04.01.2016 - 16:25