Færslur: mjólkurafurðir

Símaviðtal
Talsmaður kúabænda furðar sig á ummælum ASÍ um okur
Formaður Landssambands kúabænda furðar sig á því að hagfræðingur hjá Alþýðusambandinu fullyrði að okrað sé á neytendum með verðhækkunum á innlendum matvörum. Launahækkanir og hækkun á aðföngum skýri þrettán prósenta hækkun á mjólkurverði á síðustu tveimur árum. 
Selja mjólk beint frá býli í sjálfsala í Reykjavík
Bændur á kúabúinu Gunnbjarnarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hófu í morgun sölu á mjólk í sjálfsafgreiðslustöð í Reykjavík. Margrét Hrund Arnarsdóttir framkvæmdastjóri Hreppamjólkur segir þau vilja minnka kolefnisspor mjólkurframleiðslunnar og hvetja til neyslu á íslenskum mjólkurafurðum.
18.12.2021 - 22:25
Áróður fyrir mjólkurneyslu af hendi stórfyrirtækis
Mjólkursamsalan stendur árlega fyrir teiknisamkeppni fyrir fjórðubekkinga í grunnskólum landsins í tilefni alþjóðlega skólamjólkurdagsins. Foreldrar hafa nokkrir gagnrýnt að stórfyrirtæki fái slíkan aðgang að börnum og einnig fullyrðingar um hollustu mjólkur sem þykja úreltar.
03.11.2021 - 09:36
Segir jákvætt að greiðslur fyrir mjólk hækki til bænda
Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands segir jákvætt að afurðaverð hækki til bænda. Þann 1. apríl næstkomandi hækkar lágmarksverð 1. flokks hvers lítra mjólkur til bænda úr 97,84 krónum í 101,53, eða um 3,77% samkvæmt ákvörðun verðlagsnefndar búvara.