Færslur: Mjanmar

Stjórnarskrá Mjanmar endurskoðuð
Meirihluti þingsins í Mjanmar samþykkti í morgun að skipuð yrði nefnd til að endurskoða stjórnarskrá landsins. Gildandi stjórnarskrá tryggir hernum minnst fjórðung sæta á þingi landsins.
19.02.2019 - 11:46
Erlent · Asía · Mjanmar
Herinn enn sakaður um mannréttindabrot
Mannréttindasamtökin Amnesty International saka herinn í Mjanmar um gróf mannréttindabrot í aðgerðum gegn Arakan-hernum, skæruliðasamtökum sem berjast fyrir aukinni sjálfstjórn í Rakhine-héraði.
11.02.2019 - 09:05
Áfrýjun fréttamanna vísað frá
Dómari við landsdóm í Mjanmar vísaði í morgun frá áfrýjun tveggja fréttamanna Reuters sem dæmdir voru í fangelsi á nýliðnu ári. Dómarinn kvað dóminn yfir mönnunum í samræmi við lög.
11.01.2019 - 08:39
Þúsundir flýja átök í Mjanmar
Bardagar hafa geisað í Rakhine-héraði í Mjanmar undanfarna daga milli stjórnarhersins og uppreisnarmanna sem berjast fyrir aukinni sjálfstjórn meirihluta búddista í héraðinu. Þúsundir almennra borgara hafa flúið átökin.
03.01.2019 - 11:03
Pence segir ofsóknirnar óafsakanlegar
Stjórnvöld í Bangladess ætla á morgun að byrja að senda heim flóttafólk úr röðum Róhingja sem flýði þangað frá Mjanmar vegna ofsókna hers og vígasveita. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, fordæmir ofsóknir gegn Róhingjum í Mjanmar.
14.11.2018 - 15:08
Þjóðarmorð enn framin í Mjanmar
Eftirlitssveitir Sameinuðu þjóðanna segja stjórnvöld í Mjanmar enn fremja þjóðarmorð á Róhingjum sem eftir eru í landinu. Þá sýni stjórnvöld engan vilja til að virkja raunverulegt lýðræði í landinu. Guardian hefur eftir Marzuki Darusman, yfirmanni eftirlitssveitar SÞ í Mjanmar, að þúsundir Róhingja flýi til Bangladess.
25.10.2018 - 05:11
Erlent · Asía · Mjanmar · Róhingjar
Fréttaskýring
Ábyrgð Facebook á þjóðarmorðinu á Róhingjum
Stjórnarherinn í Mjanmar hefur verið sakaður um þjóðarmorð á Róhingjum, tugþúsundir hafa verið myrtar og meira en 700.000 Róhingjar hafa verið hraktir á flótta yfir til nágrannaríkisins Bangladess. Facebook sætir nú ásökunum um að hafa verið notað til þess að kynda undir hatri á þessum minnihlutahópi og að eiga ákveðna sök á morðum og misþyrmingum á þessu fólki.
28.09.2018 - 15:34
Suu Kyi svipt heiðursríkisborgararétti
Kanadískir þingmenn samþykktu einróma að svipta Aung San Suu Kyi heiðursríkisborgararétti í landinu. Er þetta svar þingsins við andvaraleysi hennar í málefnum Róhingja í heimalandinu.
28.09.2018 - 06:46
Erlent · Kanada · Mjanmar
Min gagnrýnir afskipti SÞ
Min Aung Hlaing, yfirmaður hersins í Mjanmar, segir að Sameinuðu þjóðirnar hafi engan rétt til að skipta sér af eða taka ákvarðanir er stríði gegn fullveldi landsins.
24.09.2018 - 09:03
Guterres krefst náðunar fréttamanna í Mjanmar
Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lagði gær fast að stjórnvöldum í Mjanmar að náða og frelsa tvo fréttamenn Reuters-fréttastofunnar, sem dæmdir voru í sjö ára fangelsi í byrjun september fyrir að hafa tekið á móti leynilegum gögnum í því skyni að nýta sér efni þeirra við vinnu sína.
21.09.2018 - 01:39
Beittu nauðgunum og brenndu fólk lifandi
Skýrsla rannsóknarnefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna, sem varpar ljósi á þjóðarmorð mjanmarska hersins, segir frá hræðilegum pyntingum sem herinn hefur beitt Róhingja. Konur máttu þola hópnauðganir og barsmíðar. Dæmi eru um að þær hafi verið bundnar á hárinu við tré, brenndar með sígarettum eða sjóðandi heitu vaxi.
18.09.2018 - 21:30
Erlent · Asía · Mjanmar · Róhingjar
Suu Kyi segir dóm yfir blaðamönnum réttan
Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmars, segir blaðamennina tvo frá Reuters sem dæmdir voru í fangelsi í síðustu viku hafa verið seka. Þeir hafi ekki verið fangelsaðir fyrir að vera blaðamenn, heldur vegna þess að þeir brutu lögin. Þá segir hún að taka hefði átt öðruvísi á Róhingjum í Rakhine héraði.
13.09.2018 - 04:23
Erlent · Asía · Mjanmar
Fordæma dóm yfir fréttamönnum í Mjanmar
Ákvörðun dómstóls í Mjanmar um að hneppa tvo fréttamenn Reuters fréttastofunnar í sjö ára fangelsi hefur verið fordæmd víða um heim. Þjóðarleiðtogar og yfirmenn mannréttindastofnana krefjast þess að þeim verði sleppt þegar í stað.
03.09.2018 - 15:51
Blaðamenn dæmdir í sjö ára fangelsi í Mjanmar
Tveir fréttamenn frá Reuters voru í morgun dæmdir í sjö ára fangelsi í Mjanmar. Þeim er gefið að sök að hafa brotið gegn lögum um ríkisleyndarmál í fréttaflutningi sínum um málefni Róhingja. Mál þeirra hefur vakið mikla reiði víða um heim, og er sagt vera bein árás á fjölmiðlafrelsi.
03.09.2018 - 04:46
Tókst að bera kennsl á mannlausa draugaskipið
Yfirvöldum í Mjanmar tókst í dag að bera kennsl á mannlausa 177 metra skipið sem fannst undan ströndum Yangon, stærstu borgar landsins, í gær. Eftir að skipið strandaði fóru sérfræðingar á vegum mjanmarska sjóhersins um borð en í ljós kom að það var mannlaust en þó í ágætu standi. Skipið sást á reki fyrr í vikunni en strandaði í gær.
01.09.2018 - 18:03
Erlent · Mjanmar · Asía
Mannlaust flutningaskip rak til Mjanmars
Yfirvöld í Mjanmar leita vísbendinga um borð í mannlausu flutningaskipi sem strandaði skammt undan strönd landsins. Skipið sást á reki fyrr í vikunni en strandaði í gær. Í yfirlýsingu sem lögreglan í Yangon setti á Facebook segir að skipið sigli undir indónesísku flaggi.
01.09.2018 - 08:09
Erlent · Asía · Mjanmar
Sannleiksbók sýnir falsaðar myndir
Her Mjanmars notar falsaðar myndir til að segja það sem herinn kallar sannleikann um komu Róhingja til Mjanmars. Myndirnar eiga meðal annars að sýna fólksflutninga Róhingja til Mjanmar frá Bangladess seint á fimmta áratugnum, en Róhingjar líta á sig sem frumbyggja vesturhluta landsins, þar sem nú er Rakhine-hérað.
31.08.2018 - 05:17
Ekki hægt að svipta Aung San Nóbelsverðlaunum
Það er ekki hægt að svipta Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarinnar í Mjanmar, friðarverðlaunum Nóbels, eins og háværar kröfur eru um. Þetta segir formaður norsku Nóbelsnefndarinnar, Olav Njolstad.
29.08.2018 - 16:20
Hafna niðurstöðum skýrslu SÞ
Stjórnvöld í Mjanmar hafna niðurstöðum úr skýrslu Sameinuðu þjóðanna, þar sem herinn er sagður hafa framið þjóðarmorð á Róhingjum. Talsmaður stjórnvalda segir starfshópi Sameinuðu þjóðanna aldrei hafa verið hleypt inn í landið og því geti þau ekki sætt sig við niðurstöðurnar, eða tilskipanir frá mannréttindaráði SÞ.
29.08.2018 - 03:56
Erlent · Asía · Mjanmar · Róhingjar
Viðtal
Óvenjustór hluti fylgdarlaus börn
Erna Kristín Blöndal, stjórnarformaður UNICEF á Íslandi segir meirihluta þeirra Róhinga sem hafa flúið ofsóknir í Mjanmar börn. Þá sé óvenjustór hluti þeirra fylgdarlaus börn. Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að að sex herforingjar í mjanmarska hernum verði sóttir til saka.
28.08.2018 - 09:54
Erlent · Asía · Bangladess · Róhingjar · Mjanmar · UNICEF
Svipt enn öðrum verðlaunum
Leiðtogi Mjanmar, Aung San Suu Kyi, verður svipt mannréttindaverðlaunum Edinborgar sem hún hlaut árið 2005 því hún neitar að fordæma ofbeldi gegn Róhingjum í heimalandi sínu. Þetta eru sjöundu verðlaunin sem hún er svipt vegna málsins.
22.08.2018 - 10:28
Refsa hermönnum vegna þjóðernishreinsanna
Bandaríska fjármálaráðuneytið hefur gripið til refsiaðgerða gegn fjórum háttsettum mönnum í her og lögreglu Mjanmar vegna þátttöku í meintum þjóðernishreinsunum og öðrum mannréttindabrotum gegn Róhingjum.
17.08.2018 - 16:31
Blaðamenn skulu frelsaðir „umsvifalaust“
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, kallaði eftir því á fundi með kollega sínum frá Mjanmar að yfirvöld þar í landi leystu tvo blaðamenn Reuters umsvifalaust úr haldi.
04.08.2018 - 06:13
150 þúsund flúið heimili sín vegna flóða
Tugir hafa látist og um 150 þúsund neyðst til að flýja heimili sín vegna mikilla flóða í Mjanmar í kjölfar úrhellisrigninga. Fjöldi fólks hefur neitað að yfirgefa heimili sín og mörgum ekki tekist það.
02.08.2018 - 06:28
Erlent · Asía · Hamfarir · Mjanmar
Blaðamenn fyrir dóm í Mjanmar
Tveir blaðamenn frá Reuters verða að mæta fyrir rétt í Mjanmar vegna gruns um brot á lögum um leynd. Fréttaflutningur þeirra af málefnum Róhingja varð til þess að þeir voru handteknir.
09.07.2018 - 05:45
Erlent · Asía · Mjanmar