Færslur: Mjaldur

Mjaldurinn í Signu aflífaður
Mjaldurinn, sem björgunarfólk hefur reynt að bjarga úr ánni Signu í Frakklandi undanfarna viku, hefur verið aflífaður. Tugir manna komu að björgunaraðgerðunum, á annan tug dýralækna og tuttugu og fjórir kafarar.
10.08.2022 - 10:52
Mjaldri bjargað heilum á húfi úr Signu
Björgunarfólki í París tókst í nótt að bjarga mjaldri á land sem svamlað hefur um í ánni Signu undanfarna daga. Mjaldurinn var fangaður í net og hifður með krana og komið fyrir á sérstökum pramma.
10.08.2022 - 05:10
Mjaldrasysturnar eru klárar og kunna á þjálfarana sína
„Þær eru mjög klárar og mjög skynsamar. Þær þekkja okkur öll í sundur og vita alveg hvernig á að plata okkur og svona,“ segir Vignir Skæringsson einn þeirra sem sér um mjaldrasysturnar Litlu-Gráa og Litlu-Hvíta í Vestmannaeyjum. Hann segir starfið tvímælalaust það skemmtilegasta og fjölbreyttasta sem hann hefur sinnt.
04.08.2020 - 12:33
Hvaldimír er slasaður 
Mjaldurinn Hvaldimír er illa slasaður og talið er að hann hafi orðið fyrir fiskveiðibáti. Mjaldurinn mannblendni hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og myndböndum af honum í samskiptum við mannfólk er deilt nær daglega.
07.07.2020 - 16:28