Færslur: Mjaldrar

Þetta helst
Mjaldrasystur í blíðu og stríðu
Ekki verður af því í ár að mjaldrasysturnar Litla Hvít og Litla Grá flytji í sjókvína í Klettsvík í Vestmannaeyjum. Fyrirhuguðum flutningi var frestað fram á vor eftir að bátur sökk við kvína um miðjan ágúst. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem flutningum mjaldranna í sjókvínna er frestað. Þetta helst rifjaði upp sögu mjaldrasystranna.
01.09.2022 - 12:47
Mjaldrasysturnar verða ekki fluttar í Klettsvík í ár
Mjaldrasysturnar Litla Hvít og Litla Grá verða ekki fluttar í sjókvína í Klettsvík við Vestmannaeyjar í sumar. Allt var til reiðu fyrir flutninginn um miðjan mánuð þegar bátur sökk í víkinni. Umsjónarmaður mjaldranna segir að þetta séu mikil vonbrigði.
30.08.2022 - 13:59
Landinn
Heillaðist af Keikó og elti drauminn
Marga dreymdi um að vinna með höfrungum eftir að myndin um hinn íslenska Keikó, Free Willy, sló í gegn 1993. Flestir létu þar við sitja en ekki Kristín Viðja Harðardóttir sem reri að því öllum árum að landa draumastarfinu.
21.02.2021 - 20:00
Mjaldrasystur taka fyrsta sundsprettinn í Klettsvík
Mjaldrarnir Litla-Grá og Litla-Hvít tóku fyrsta sundsprettinn á nýjum heimaslóðum í Klettsvík við Heimaey í gær. Þær hafa dvalið í umönnunarlaug í sjókví í víkinni síðustu vikur og í tilkynningu frá Sea Life Trust segir að mjaldrarnir hafi tekið miklum framförum síðan þeir voru fluttir þangað í ágúst.
28.09.2020 - 10:36
Myndskeið
Mjaldrarnir komnir í nýju heimkynnin í Klettsvík
Mjaldrarnir Litla grá og Lilta hvít voru fluttar í gær í sjókvína í Klettsvík, endanleg heimkynni sín. Þær dvelja nú í umönnunarlaug í kvínni þar sem þær venjast náttúrunni áður en þeim verður sleppt í kvína.
10.08.2020 - 10:50
Mjaldrasysturnar eru klárar og kunna á þjálfarana sína
„Þær eru mjög klárar og mjög skynsamar. Þær þekkja okkur öll í sundur og vita alveg hvernig á að plata okkur og svona,“ segir Vignir Skæringsson einn þeirra sem sér um mjaldrasysturnar Litlu-Gráa og Litlu-Hvíta í Vestmannaeyjum. Hann segir starfið tvímælalaust það skemmtilegasta og fjölbreyttasta sem hann hefur sinnt.
04.08.2020 - 12:33
Myndskeið
„Grunaður njósnari“ gæti orðið vinur mjaldrasystra
Þær Litla-grá og Litla-hvít, mjaldrarnir í Vestmannaeyjum, gætu innan tíðar fengið félagsskap í kvínna í Klettsvík. Einmana en þó afar vinalegur mjaldur leitar að félagsskap með framtíðarsamband í huga.
25.07.2020 - 19:19
Myndskeið
Litla grá og Litla hvít láta blóðprufu ekki á sig fá
Yfirþjálfari mjaldranna í Vestmannaeyjum sýndi hvernig hvalirnir eru þjálfaðir til að vera sammvinnuþýðir við blóðsýnatöku. Hún segir Litlu grá og Litlu hvít fljóta hinar ánægðustu meðan dýralæknirinn stingi nálinni í sporðinn en þær jafna sig nú á magavkveisu.
23.07.2020 - 16:14
Hvaldimír er slasaður 
Mjaldurinn Hvaldimír er illa slasaður og talið er að hann hafi orðið fyrir fiskveiðibáti. Mjaldurinn mannblendni hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og myndböndum af honum í samskiptum við mannfólk er deilt nær daglega.
07.07.2020 - 16:28
Mjaldrar með magakveisu
Mjaldrarnir Litla Grá og Litla Hvít kljást við væga magakveisu. Fyrirhugað var að flytja mjaldrana í vikunni úr innanhússlaug þar sem þeir hafa haft aðstöðu síðustu mánuði, og á framtíðarheimilið í Klettsvík. Vegna kveisunnar hefur flutningum verið frestað um nokkrar vikur. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá Sealife Trust í Vestmannaeyjum.
01.07.2020 - 18:22
Myndskeið
Mjaldrar vingast við mörgæs
Í dýragörðum fá dýr sjaldnast að hitta aðrar tegundir. Nú þegar stór hluti mannkyns sætir samkomubanni ríkir meira frelsi hjá sumum þeirra sem dvelja í görðunum.
01.04.2020 - 19:40