Færslur: Mistur

Mistur rakið til meginlands Evrópu en loftgæði í lagi
Gráleitt mistur hefur legið yfir höfuðborgarsvæðinu í dag og síðustu daga. „Þetta er eitthvað bland í poka,“ segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur. „Þetta loft virðist bæði hafa komið frá Kanada og Miðvestur-Evrópu. Maður veit ekkert alveg af hverju. Nokkuð víða er sina brennd og afgangsgróður á vorin. Og svo á meðan við vorum með hæga suðvestanátt var þetta sennilega líka gasmengun frá gosinu,“ segir hann.
29.04.2021 - 21:40
Mistur gæti færst yfir landið frá eldum vestanhafs
Mistur frá gróðureldum á vesturströnd Bandaríkjanna gæti færst yfir Ísland á miðvikudag eða fimmtudag. Mistrið náði til miðríkja Bandaríkjanna á laugardag og í Morgunblaðinu í morgun er haft eftir Elínu Björk Jónasdóttur, veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands, að búast megi við að það færist í átt að Íslandi með lægð á næstu dögum.
14.09.2020 - 06:51
Gagnrýni
Langbesta bók Ragnars Jónassonar
Mistur, eftir Ragnar Jónasson, er þrælspennandi bók að mati Kolbrúnar Bergþórsdóttur og Sigurðar Valgeirssonar gagnrýnenda Kiljunnar. „Þarna er spennan þannig að manni er stundum ekki rótt.“
21.11.2017 - 17:49