Færslur: Missouri

Atkvæðagreiðsla um tilhögun þungunarrofs í Kansas
Kjósendur í Kansas, einu miðvesturríkja Bandaríkjanna, ganga í dag til atkvæðagreiðslu um hvernig haga skuli reglum um þungunarrof í ríkinu. Það er því í höndum Kansasbúa sjálfra að ákveða hvort rétturinn til þungunarrofs verði afnuminn úr stjórnarskrá ríkisins.
Þrjú látin og tugir særð eftir lestarslys í Missouri
Að minnsta kosti þrjú eru látin og 50 særð eftir lestarslys í Missouriríki í Bandaríkjunum. Lest og vörubíll lentu saman nálægt bænum Mendon í Missouri um klukkan tvö að staðartíma. Nær 250 farþegar og tuttugu starfsmenn voru í lestinni þegar slysið varð. Þetta er annað banaslysið á tveimur dögum í lest á vegum bandaríska fyrirtækisins Amtrak.
27.06.2022 - 23:33
Fimm aftökur í Bandaríkjunum það sem af er ári
Carman Deck, fangi á dauðadeild í Missouri var tekinn af lífi í gærkvöldi með banvænni lyfjablöndu. Hann var sakfelldur fyrir að hafa myrt tvær manneskjur fyrir aldarfjórðungi. Það sem af er ári hafa fimm fangar verið teknir af lífi í Bandaríkjunum.
Dómstóll setur tímabundið lögbann á skyldubólusetningu
Alríkisdómstóll í Louisiana í Bandaríkjunum hefur sett bráðabirgðalögbann á tilskipun Biden-stjórnarinnar þess efnis að allir heilbrigðisstarfsmenn í landinu skuli skyldaðir til bólusetningar gegn COVID-19. Í niðurstöðu dómsins kemur fram ríkur efi um að skyldubólusetning standist ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna.
Skiltin þrjú sigursælust á SAG-verðlaununum
Kvikmyndin Three Billboards Outside Ebbing, Missouri vann til verðlauna fyrir besta leikarahópinn í dramatískri kvikmynd á Screen Actors Guild verðlaunahátíðinni í gær.