Færslur: Mississippi

Næstum allt þungunarrof bannað í Oklahoma
Löggjafarþing Oklahomaríkis í Bandaríkjunum samþykkti í gær lög sem banna þungunarrof allt frá getnaði, með örfáum undantekningum. Lögin eru þau hörðustu sem samþykkt hafa verið í málaflokknum vestra.
Hyggjast mótmæla þungunarrofsdómi í allt sumar
Nokkur bandarísk félagasamtök sem styðja rétt til þungunarrofs hvetja til mótmæla um allt land í næstu viku. Ástæðan er uggur um að meirihluti hæstaréttar hyggist fella úr gildi úrskurð í máli sem tryggði réttinn til þungunarrofs fyrir tæpri hálfri öld.
Viðbúnir straumi kvenna sem æskja þungunarrofs
Samtök meira en 40 stofnana í Kalíforníu í Bandaríkjunum vinna nú að gerð áætlunar um hvernig unnt verði að taka á móti konum sem sækjast eftir þungunarofi, annars staðar frá í landinu.
Björgunarmenn leita fólks í kjölfar Idu
Staðfest er að fjögur eru látin eftir að fellibylurinn Ida gekk yfir Louisiana og Mississippi í Bandaríkjunum. Eins til viðbótar er saknað en talið er að hann hafi orðið krókódíl að bráð.  
01.09.2021 - 00:13
Sally veldur usla í Suðurríkjum Bandaríkjanna
Fellibylurinn Sally gekk á land í Suðurríkjum Bandaríkjanna í dag. Fellibylurinn fer óvenjuhægt yfir.
17.09.2020 - 02:14
Morðmál fellt niður eftir sex dóma og 23 ár í fangelsi
Sakir hafa verið felldar niður gegn Curtis Flowers, svörtum manni sem var dæmdur sex sinnum fyrir fjögur morð framin árið 1996. Hann hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu en hefur setið í 23 ár á bak við lás og slá.
05.09.2020 - 02:54
Fána Mississippi verður breytt
„Þetta er ekki pólitísk stund, þetta er hátíðarstund þar sem Mississippi-fjölskyldan kemur saman, nær sáttum við fortíðina og lítur saman fram veginn," sagði Tate Reeves, ríkisstjóri Mississippi eftir að hann undirritaði lög um breytingu fána ríkisins. Fáninn er sá eini í ríkjum Bandaríkjanna sem enn skartar flaggi Suðurríkjasambandsins að hluta. 
01.07.2020 - 04:11
Mississippi-ríki hyggst breyta ríkisfánanum
Báðar deildir ríkisþingsins í Missisippi í Bandaríkjunum samþykktu frumvarp í gær sem gerir ráð að gunnfáni Suðurríkjanna verði fjarlægður úr fána ríkisins.
29.06.2020 - 00:25