Færslur: Mislingar

Dauðsföll vegna mislinga ekki fleiri í áratugi
Ekki hafa fleiri látist af völdum mislinga í 23 ár samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og bandaríska sóttvarnareftirlitsins. Aukninguna má meðal annars rekja til COVID-19 faraldursins sem og lækkandi tíðni bólusetninga gegn sjúkdómnum.
Börn síður bólusett í faraldrinum
Milljónir barna á heimsvísu fengu ekki lífsnauðsynlegar bólusetningar á árinu. Ástæðan er rakin til COVID-nítján faraldursins. Í 68 löndum, hið minnsta, höfðu takmarkanir tengdar faraldrinum þær afleiðingar að ekki var farið með ungabörn í bólusetningu við sjúkdómum eins og barnaveiki, mislingum, stífkrampa og kíghósta.
Skylda að bólusetja börn við mislingum í Þýskalandi
Samkvæmt lögum sem tóku gildi í Þýskalandi í gær fá börn ekki inngöngu í leikskóla eða skóla nema hafa fengið bóluefni gegn mislingum. Bólusetningin verður að vera skráð. Ef svo er ekki verða skólar að gera heilbrigðisyfirvöldum viðvart.
02.03.2020 - 06:29
Ætla að bólusetja 45 milljónir barna gegn mislingum
Gavi, alþjóðleg baráttusamtök fyrir bólusetningum, tilkynntu í gær að þau hygðust standa fyrir bólusetningu allt að 45 milljóna barna í Asíu og Afríku gegn mislingum á næstu sex mánuðum. Samtökin starfa náið með heilbrigðisyfirvöldum víða um heim og alþjóðastofnunum á borð við Alþjóðaheilbrigðsstofnunina og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Höfuðáhersla verður lögð á bólusetningu viðkvæmasta hópsins; barna undir fimm ára aldri.
05.02.2020 - 05:43
Óvenjumörg mislingatilfelli í ár
Óvenjumörg mislingatilfelli hafa komið upp í ár. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Eins og sagt var frá í gær greindist átta mánaða gamalt barn með mislinga á Íslandi í vikunni. Barnið var að koma með flugi frá Asíu með millilendingu í Svíþjóð. Barnið er á batavegi.
31.12.2019 - 09:03
Útgöngubanni vegna mislingafaraldurs aflétt á Samóa
Tekist hefur að koma böndum á mislingafaraldurinn sem geisað hefur á Samóaeyjum, að sögn heilbrigðisyfirvalda þar í landi, og hefur útgöngubanni sem gilt hefur á eyjunum í sex vikur nú loks verið aflétt.
29.12.2019 - 06:27
Bólusettum fjölgar í Kaliforníu eftir lagabreytingu
Fleiri börn eru bólusett í Kaliforníu eftir að lög um undanþágu af öðrum ástæðum en læknisfræðilegum voru afnumin í ríkinu. Rannsókn Kaliforníuháskóla í San Francsisco sýnir að 94,5 prósent fimm ára barna mættu bólusett í skólann árið 2015, en 97,8 prósent ári síðar, þegar lögin voru afnumin. Börnum sem fengu undanþágu frá bólusetningu samkvæmt læknisvottorði fjölgaði úr 0,2 prósentum upp í 0,6 prósent. 
24.12.2019 - 00:49
Andstæðingur bólusetninga handtekinn á Samóa
Andstæðingur bólusetninga var handtekinn á Samóa í gær. Áróður gegn bólusetningum verður ekki umborinn í landinu að sögn yfirvalda. Tugir barna hafa látið lífið af völdum mislinga á Samóa síðan faraldur sjúkdómsins hófst um miðjan október.
06.12.2019 - 06:53
Myndskeið
Nær 50 börn látin í mislingafaraldri á Samóa
Nærri 50 börn undir fimm ára aldri hafa látist í mislingafaraldri á Samóa. Sjúkdómurinn breiddist hratt út vegna dræmrar þátttöku í bólusetningu. Um helmingur barnanna sem létust úr sjúkdómnum voru yngri en eins árs. 
03.12.2019 - 20:00
5.000 látnir í mislingafaraldri í Kongó
Nærri fimm þúsund eru látnir af völdum mislinga í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó það sem af er ári að sögn yfirvalda þar í landi. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir faraldurinn í landinu vera þann sem breiðist hraðast og víðast út í heiminum í dag. Um 250 þúsund manns hafa smitast í landinu það sem af er ári.
Skyldubólusetning fyrir alla á Samóa
Stjórnvöld á kyrrahafsríkinu Samóa hyggjast innleiða skyldubólusetningu gegn mislingum þar í landi. Neyðarástandi var lýst yfir á Samóa á föstudag vegna mislingafaraldurs sem þar geisar og hefur dregið minnst sex börn til dauða, flest undir tveggja ára aldri. Mislingafaraldur geisar líka á nágrannaeyjunni Bandaríska Samóa, Tonga, Fiji og fleiri eyríkjum Kyrrahafsins. Ástandið er þó langverst á Samóa, þar sem yfir 700 mislingasmit hafa greinst.
18.11.2019 - 06:36
Mannskæður mislingafaraldur á Kyrrahafseyjum
Stjórnvöld á Kyrrahafseyjunni Samóa hafa lýst yfir neyðarástandi vegna nokkurra dauðsfalla, sem talin eru afleiðing mislingafaraldurs á eyríkinu. Öllum skólum hefur verið lokað og leggja yfirvöld sig fram um að koma í veg fyrir allar fjöldasamkomur og mannsöfnuð yfirhöfuð.
17.11.2019 - 08:23
Skyldubólusetning gegn mislingum innleidd í Þýskalandi
Þýska þingið samþykkti á fimmtudag löggjöf sem skyldar foreldra til að láta bólusetja börn sín gegn mislingum. Dagmæður, leik- og grunnskólakennarar og annað starfsfólk skólastofnana þurfa líka að vera bólusett. Sama gildir um íbúa og starfsfólk flóttamannabúða, starfsfólk á heilbrigðisstofnunum og fleiri. Foreldrar sem þráast við og neita að láta bólusetja börn sín geta búist við sektum upp á allt að 2.500 evrur, jafnvirði um 340.000 króna, og óbólusett börn fá ekki inni á leikskólum.
16.11.2019 - 01:42
Mislingatilfellum fjölgar hratt á heimsvísu
Fjögur Evrópuríki eru fallin af lista Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, yfir ríki sem hafa útrýmt mislingum. Mislingatilfelli tvöfölduðust á milli ára í 48 Evrópuríkjum. 
29.08.2019 - 06:17
Mislingar greinast í Reykjavík
Fullorðinn einstaklingur búsettur á höfuðborgarsvæðinu, greindist með mislinga fyrir nokkrum dögum. Hann hafði verið á ferðalagi í Úkraínu í júnímánuði og hefur ekki skjalfesta bólusetningu gegn mislingum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landlækni. Ekki er búist við að faraldur sé í uppsiglingu.
16.07.2019 - 14:05
Mislingar í strangtrúuðu hollensku þorpi
Hollensk heilbrigðisyfirvöld glíma nú við mislingafaraldur í strangtrúuðu fiskiþorpi í norðurhluta landsins, á svæði sem kallað hefur verið „Biblíubelti“ landsins. Þar eru flestir íbúar mótmælendatrúar og fjöldi þeirra sem bólusettur er fyrir sjúkdómnum með því lægsta sem þekkist í landinu.
25.06.2019 - 21:00
Yfir 1.000 mislingatilfelli á þessu ári
Yfir eitt þúsund manns hafa greinst með mislinga í Bandaríkjunum það sem af er ári, langflest í New York borg og útborg hennar, Rockland County. Er þetta nú þegar orðinn alvarlegasti mislingafaraldur þar í landi síðan 1992 og ekkert útlit fyrir að hann sé í rénun, nema síður sé.
15.06.2019 - 23:13
Skip vísindakirkjunnar farið úr höfn
Freewinds, skip vísindakirkjunnar, sem sett var í sóttkví á eyjunni Sankti Lúsíu í karabíska hafinu vegna mislingasmits hefur lagt úr höfn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneyti eyjarinnar.
03.05.2019 - 16:16
Mislingar um borð í skipi Vísindakirkjunnar
Skip í eigu Vísindakirkjunnar hefur verið sett í sóttkví á eyjunni Sankti-Lúsíu í Karabíska hafinu vegna þess að mislingasmit kom upp um borð. Þetta er annað mislingatilfellið sem greinist á eyju í Karabíska hafinu á árinu en slíkum tilfellum hefur fjölgað mikið undanfarið um víða veröld.
02.05.2019 - 18:24
Forsetinn hvetur til bólusetninga
Tíðni mislingasmits hefir aukist mikið að undanförnu í Bandaríkjunum líkt og víðar á Vesturlöndum. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti þegna sína til að láta bólusetja sig er hann ræddi við blaðamenn.
26.04.2019 - 16:00
Metfjöldi mislingatilfella í Bandaríkjunum
695 tilfelli mislinga hafa verið greind það sem af er ári í Bandaríkjunum. Þau hafa ekki verið fleiri á ársgrundvelli síðan yfirvöld lýstu því yfir að mislingum hafi verið útrýmt árið 2000. Í yfirlýsingu frá miðstöð sjúkdómavarna í Bandaríkjunum segir að fjölda tilfella á þessu ári megi rekja til fárra en útbreiddra faraldra í Washingtonríki og New York sem hófust síðla árs í fyrra. Þeir voru að mestu leyti bundnir við þjóðfélagshópa þar sem innan við 90 prósent íbúa voru bólusettir.
25.04.2019 - 01:37
Bólusetning eða sekt í New York
Borgarstjórinn í New York skipar íbúum Williamsburg í Brooklyn hverfi að láta bólusetja sig gegn mislingum. Skipuninni er beint til íbúa fjögurra póstnúmera í hverfinu, sem eru að mestu byggð rétttrúnaðargyðingum. Sumir íbúanna eru andvígir bólusetningum af trúarlegum ástæðum, þó hvergi finnist neitt í trúarritum gyðinga eða ráðleggingum yfirvalda í ríkinu sem mælir gegn bólusetningum.
10.04.2019 - 01:36
Neyðarástand vegna mislinga í New York ríki
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Rockland sýslu í New York ríki Bandaríkjanna vegna mislingafaraldurs. Börnum sem ekki hafa verið bólusett er bannað að vera á meðal almennings á meðan faraldurinn gengur yfir. Samkvæmt yfirlýsingu yfirvalda á það við um alla staði þar sem tíu eða fleiri koma saman og allar almenningssamgöngur.
27.03.2019 - 04:05
Líklegt að farið sé að draga úr faraldri
Tveir einstaklingar hér á landi sem eru bólusettir gegn mislingum hafa fengið væga útgáfu af sjúkdómnum. Eitt slíkt tilfelli var greint í gær. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að eftir eina bólusetningu sé 90 prósent fólks varið gegn sjúkdómnum. Eftir tvær eru 97 prósent með vörn. Hann telur að líklegt að farið sé að draga úr faraldrinum, þó sé of snemmt að hrósa happi.
20.03.2019 - 16:25
66 manns í heimasóttkví vegna mislinga
Samtals eru 66 manns eru í heimasóttkví á landinu vegna mislingafaraldurs.
19.03.2019 - 15:07