Færslur: Minnisvarðar

Pistill
Minnismerki, fyrirgefning og framtíð Sri Lanka
Við sitjum um borð í lest sem rennur yfir flatlendi Norður-Sri Lanka. Brennandi heit sólin glampar á blá vatnslónin, þurrt sandblásið landslagið þýtur hjá opnum glugganum. Pálmatré raða sér upp eftir sjóndeildarhringnum. Þarna er ósköp fátt sem gefur til kynna að það séu aðeins tíu ár síðan hér stóð yfir blóðug borgarastyrjöld. Það var þann 18. maí 2009 sem forseti Sri Lanka tilkynnti að uppreisnarher Tamíl-tígranna hefði verið gjörsigraður og leiðtogi þeirra, V. Prabhakaran, væri fallinn.
18.05.2019 - 09:00