Færslur: minnismerki

Minnismerki um James Bond í Færeyjum
Lokaatriði No Time to Die nýjustu kvikmyndarinnar um njósnara hennar hátignar James Bond var tekið upp í Færeyjum, nánar tiltekið á Karlsey norðantil í eyjaklasanum. Minnismerki um Bond hefur verið reist á eynni en þeim sem ekki vita hvernig myndin endar er ráðlagt að hætta lestrinum núna .
26.03.2022 - 03:50
Krefjast sakaruppgjafar til handa skoskum nornum
Tvær konur berjast nú fyrir því að allir sem dæmdir voru til dauða fyrir fjölkynngi í Skotlandi hljóti sakaruppgjöf. Eins vilja þær að reistur verði minnisvarði um fólkið.
Minnismerki afhjúpað við höfnina í Beirút
Minnismerki var afhjúpað við höfnina í Beirút í dag, til heiðurs þeim sem fórust í sprengingunni miklu fyrir ári. Líkneskið er 25 metra hátt, í mannsmynd og er gert úr hlutum bygginga sem eyðilögðust í sprengingunni.
Kanye West verður ekki tákn Vesturbæjar
Ekkert verður af því að stytta af bandaríska tónlistarmanninum Kanye West verði sett upp við Vesturbæjarlaug. Aron Kristinn Jónasson lagði þá hugmynd inn í hugmyndasamkeppninni Hverfið mitt í janúar.
30.03.2021 - 12:35
Hótar skemmdarvörgum langri fangelsisvist
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað forsetatilskipun sem fyrirskipar harðar refsingar yfir þeim mótmælendum sem skemma eða eyðileggja minnismerki í landinu.
27.06.2020 - 03:26