Færslur: Minnisblað

Næstu afléttingar eftir tæpar fjórar vikur
Samkvæmt minnisblaði Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnarlæknis, verður öllum sóttvarnarreglum innanlands aflétt fyrir 14. mars. Næstu afléttingar eru á dagskrá eftir tæpar fjórar vikur, en þá mega 200 manns koma saman, fari heilbrigðisráðherra eftir tillögum sóttvarnarlæknis.
Breyttu baðherbergi í tvíbýli á hjúkrunarheimili
Stjórnvöld vilja fjölga rýmum á hjúkrunarheimilunum sem fyrir eru á suðvesturhorninu til þess að létta álagi af Landspítala svo unnt sé að slaka á sóttvarnaaðgerðum. Tvö tvíbýli hafa verið gerð á Droplaugarstöðum til að svara kallinu. Flest hjúkrunarheimili hafa þó hafnað beiðni um að setja fleiri en einn íbúa í hvert herbergi. 
Drög lögð að tilslökunum
Ríkisstjórnin telur að aðgerðir til styrktar heilbrigðiskerfinu verði til þess að hægt verði að slaka enn frekar á sóttvarnatakmörkunum, meðal annars á þeirri þjónustu sem einkennalitlir eða -lausir covid-sjúklingar fá.
Myndskeið
Tillögur sóttvarnalæknis gætu fælt flugfélögin frá
Ferðamálaráðherra segir að ekki komi til greina að takmarka komur ferðamanna til landsins, líkt og lagt er til í minnisblaði sóttvarnalæknis. Framkvæmdastjóri hjá Isavia segir að slíkt kunni að hafa skaðleg áhrif til lengri tíma.
Leggur til að landamæraaðgerðir nái líka til barna
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði um helgina. Hann leggur til að landamæraaðgerðir nái líka til barna. Breska afbrigðið virðist valda meiri veikindum hjá börnum en minna smitandi afbrigði. Um helmingur kórónuveirutilfella sem greinst hafa á landamærunum í mars er af breska stofninum.