Færslur: minningar

Blómvendir lagðir við vegi til að minnast látinna
Blómvendir voru lagðir við vegbrúnir um allar Færeyjar í dag til að minnast þeirra sem farist hafa í umferðarslysum. Allt frá árinu 2000 hefur fyrsti sunnudagur í júlí verið helgaður minningu þeirra.
04.07.2022 - 00:35
Sjónvarpsfrétt
Minningarvefur gjöf til þjóðarinnar
Vefsíða sem heldur utan um dánartilkynningar og minningargreinar er komin í loftið. Talsmaður síðunnar segir hana gjöf til þjóðarinnar.
25.12.2021 - 19:15
Húsbruni á jarðfallssvæðinu í Ask ýfir upp minningar
Mannlaust tveggja hæða íbúðarhús brann í norska bænum Ask í Gjerdrum í nótt. Húsið stendur innan þess svæðis þar sem jarðfall varð 30. desember á síðasta ári og bæjarstjórinn segir brunann ýfa upp óþægilegar minningar.
19.12.2021 - 02:08
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Noregur · Ask · Gjerdrum · Jarðfall · Eldur · Húsbruni · minningar
Minningarskjöldur um Kamban fjarlægður
Minningarskjöldur um Guðmund Kamban rithöfund og leikstjóra hefur verið fjarlægður af vegg hússins við Uppsalagötu 20 í Kaupmannahöfn, þar sem hann forðum bjó. Kamban féll fyrir byssukúlu andspyrnumanns á friðardaginn 5. maí 1945 en hann var sagður aðhyllast hugmyndafræði Nasista.
10.10.2021 - 20:54
Munir tengdir Dylan seldust fyrir hálfa milljón dala
Munir tengdir tónlistarmanninum og ljóðskáldinu Bob Dylan seldust fyrir hálfa milljón Bandaríkjadala á uppboði fyrir skemmstu. Hlutirnir voru úr dánarbúi tónlistarmannsins og vinar Dylans Tony Glover sem lést á síðasta ári.
23.11.2020 - 01:47
Ný bók um Donald Trump selst sem heitar lummur
Bók Mary Trump bróðurdóttur Donalds Trump um frænda sinn Bandaríkjaforsetann seldist í nærri milljón eintökum á fyrsta degi eftir útkomu.
17.07.2020 - 04:49