Færslur: Minkar

Danskir fjárfestar leita hófanna varðandi minkarækt hér
Hópur danskra fjárfesta er væntanlegur til landsins áhugasamur um að kanna möguleika á minkaeldi hérlendis. Fyrrverandi formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda sem hefur kannað möguleikana hér segir ekkert fast í hendi en að fjárfestunum sé full alvara.
22.07.2021 - 15:52
Uppgröftur á dönsku minkunum hefst á föstudag
Á föstudag verður hafist handa við að grafa upp hluta minkanna sem var slátrað í Danmörku í fyrra af ótta við að þeir gætu borið kórónuveirusmit í menn. Vinnan hefst við bæinn Kølvrå á Jótlandi en þar voru grafin sjö tonn af minkum. Í heildina var á bilinu 15-17 milljónum minka lógað í haust. Stefnt er að því að klára verkið um miðjan júlí.
16.06.2021 - 08:40
Myndskeið
Minkamálið kostar á sjötta milljarð íslenskra króna
Heildarkostnaðurinn við að farga öllum þeim milljónum minka sem slátrað var í Danmörku í fyrra er á sjötta milljarð íslenskra króna. Talin er hætta á að rotin hræin geti mengað jarðveg og drykkjarvatn og því þarf að ráðast í kostnaðarsamt hreinsunarstarf.
02.06.2021 - 22:37
„Hann var að nýta sér lokunina, helvítið á honum“
Forstöðumanni Sundlaugar Eskifjarðar brá heldur betur í brún í hádeginu í dag þegar hann rak augun í mink sem var að spóka sig á sundlaugarbakkanum. Ætla má að minkurinn hafi verið að nýta sér fámennið til að skoða sundlaugina en hún er lokuð vegna sóttvarnareglna.
06.04.2021 - 15:41
Minkarækt bönnuð í Danmörku
Danska Þjóðþingið samþykkti í dag lög sem banna minkarækt til loka ársins 2021. Ríkisstjórn Mette Frederiksen ákvað í byrjun nóvember að öllum minkum í Danmörku skyldi lógað eftir að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar fannst á minkabúum.
22.12.2020 - 00:15
Hætta á mengun úr minkagröfum í grunnvatni
Vísbendingar eru um að grunnvatn hafi mengast vegna grafinna minka í Kølvrå við Viborg og Bovtrup við Holstebro í Danmörku. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar sem Jarðfræðistofnun Danmerkur og Grænlands og Tæknistofnun Danmerkur gerðu fyrir dönsku umhverfisstofnunina.
10.12.2020 - 19:10
Erlent · COVID-19 · Minkar · Danmörk · Evrópa · mengun · vatn
Sífellt fleiri Danir greinast með „minka-COVID“
Þeim fjölgar sem greinast með svokallað minka-COVID í Danmörku. Sums staðar í landinu var hlutfall þeirra þriðjungur allra þeirra smita sem greindust í síðustu viku. Um er að ræða stökkbreytt afbrigði sem varð til þegar kórónuveiran barst úr fólki í minka og svo aftur í fólk.
07.12.2020 - 10:34
Dómsmálaráðherra Dana í ólgusjó
Nick Hækkerup, dómsmálaráðherra Danmerkur, sætir mikilli gagnrýni vegna þess að lögreglan var látin hringja í minkabændur til að fyrirskipa þeim að lóga öllum minkum þó að lagaheimild skorti. 
04.12.2020 - 08:02
Ríkislögreglustjóri vissi um ólögmæti aflífana
Danski ríkislögreglustjórinn Thorkild Fogde er í bobba en komið hefur í ljós að honum var kunnugt um að ólöglegt væri að aflífa smitaða minka í landinu áður en Mogens Jensen fyrrverandi landbúnaðarráðherra og Mette Frederiksen forsætisráðherra voru upplýst um málið.
20.11.2020 - 04:43
Heimsglugginn
Boris talaði af sér og Mogens sagði af sér
Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu stjórnmál í Bretlandi og Danmörku í Heimsglugganum á Morgunvaktinni.
19.11.2020 - 11:16
Myndskeið
Kallar eftir aðgerðaáætlun ef smit greinist í minkum
Fyrstu niðurstöður skimunar benda til að minkar hér á landi hafi sloppið við kórónuveiruna. Búið er að greina sýni úr átta af níu minkabúum landsins. Loðdýrabóndi í Skagafirði telur Dani hafa farið offari í aðgerðum sínum og kallar eftir aðgerðaáætlun hér á landi ef upp kemur smit.
16.11.2020 - 19:19
Óttast að veiran smitist úr dýrum í fólk í framtíðinni
Vaxandi áhyggjur eru uppi af því á alþjóðavísu að kórónuveiran sem veldur COVID-19 verði áfram í dýrum næstu árin. Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunin, OIE, hefur hvatt ríki heims til þess að fylgjast sérstaklega vel með viðkvæmum dýrum vegna þessa, svo sem minkum og þvottabjörnum. Þá er einnig hvatt til þess að fylgst verði sérstaklega vel með því fólki sem umgengst dýrin, með tilliti til þess hvort heilsu þess stafi hætta af mögulegu smiti.
13.11.2020 - 16:43
Heimsglugginn
Danska stjórnin í standandi vandræðum
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu við Boga Ágústsson um minkamálið í Danmörku og stöðu kórónuveirufaraldursins í heiminum í Heimsglugganum á Morgunvaktinni í morgun.
12.11.2020 - 12:35
Fréttaskýring
Þrýst á afsögn Mogens Jensens
Danska stjórnin er í miklum vandræðum fyrir að hafa látið lóga öllum minkum í landinu án þess að hafa til þess heimild í lögum. Staða Mogens Jensens, landbúnaðarráðherra, er afar völt en Mette Frederiksen, forsætisráðherra, er einnig gagnrýnd harkalega. Fréttaskýrendur segja að stuðningsflokkar minnihlutastjórnar Frederiksens ætli þó ekki að fella hana, með því félli stjórnin og enginn hafi áhuga á þingrofi og nýjum kosningum. 
12.11.2020 - 12:08
Ekki lagaheimild til lóga öllum minkum í Danmörku
Óvissa ríkir nú um hvort öllum minkum í Danmörkum verður lógað eftir að í ljós kom að ríkisstjórnina skortir lagaheimild til að fyrirskipa minkabændum að aflífa dýrin. Mette Frederiksen, forsætisráðherra, tilkynnti á fréttamannafundi í síðustu viku að öllum minkum yrði lógað vegna þess að kórónuveiran hefði stökkbreyst í minkum og borist í fólk. Það gæti leitt til þess að bóluefni við veirunni væru gagnslítil gegn stökkbreyttu veirunni. Slíkt gæti haft skelfilegar afleiðingar.
10.11.2020 - 12:50
Stroksýni tekin úr tugum minka á næstu vikum
Tugir minnka skimaðir fyrir COVID á Íslandi á komandi vikum. Dýralæknir loðdýrasjúkdóma segir að skimun verði framhaldið í vetur. Ákveðið úrtak verður tekið úr hverju búi.
08.11.2020 - 12:19
Telur ólíklegt að smit greinist í íslenskum minkum
Einar Eðvald Einarsson formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda telur litlar líkur á því að kórónuveirusmit finnist í minkabúum hér á landi.
06.11.2020 - 08:18
Myndskeið
Ástæða til að hafa áhyggjur af minkasmitum í Danmörku
Skimað verður fyrir kórónuveirunni á öllum minkabúum landsins á næstu dögum. Engin dýr hafa áður verið skimuð fyrir veirunni hér á landi. Dýralæknir loðdýrasjúkdóma hjá MAST segir ekki grun um smit, en skimað verði í ljósi þess að veiran hafi stökkbreyst í minkum og borist í menn í Danmörku. 
05.11.2020 - 19:00
Minkar á Íslandi verða skimaðir fyrir kórónuveiru
Matvælastofnun ætlar að hefja skimun fyrir kórónuveiru á minkabúum landsins. Það er vegna frétta af stökkbreyttu afbrigði veirunnar sem greindust í minkum í Danmörku og barst þaðan í fólk. Ekki er þó grunur um að kórónuveirusmit hafi komið upp á minkabúum hér á landi.
05.11.2020 - 15:42
Spegillinn
Milljónum minka lógað vegna COVID
Danska ríkisstjórnin hefur fyrirskipað að allir minkar verði drepnir á minkabúum þar sem komið hafa upp kórónuveirusmit. Jafnframt verði allir minkar drepnir á búum sem eru í innan við 7,8 kílómetra fjarlægð frá smituðum búum. Gangi þetta eftir eru horfur á að minkum á yfir 200 dönskum loðdýrabúum verði lógað.
16.10.2020 - 17:00
Myndskeið
Ófremdarástand vegna fjölgunar villiminks
Veiðimaður í Skagafirði segir áhyggjuefni hversu mikið villimink hafi fjölgað. Stjórnvöld og sveitarfélög þurfi að auka fjárveitingar svo hægt sé að halda honum í skefjum.