Færslur: Minjastofnun Íslands

Segir friðun engin áhrif hafa á Sundabraut
Fyrirhuguð friðlýsing svæðis við Álfsnes og Þerneyjarsund mun ekki skerða vegstæði Sundabrautar. Þetta segir Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar sem segir að varðveisla minja og lagning brautarinnar geti vel farið saman.
Aldagamlar menningarminjar Íslendinga hverfa í hafið
Mikill sjógangur og stormasamur vetur hefur flýtt því að aldagamlar menningarminjar hverfi endanlega í hafið.
23.03.2020 - 14:36
Rak málið sjálfur og lagði íslenska ríkið tvisvar
Landsréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem íslenska ríkið og Minjastofnun voru dæmd bótaskyld vegna húss við Holtsgötu sem ekki mátti rífa. Eigandi hússins rak málið sjálfur fyrir bæði héraðsdómi og Landsrétti og var íslenska ríkinu gert að greiða honum 2,5 milljónir í málskostnað.
Máttu ekki setja skilyrði um „sögulega bæjarmynd“
Minjastofnun mátti ekki gera það sem skilyrði fyrir niðurrifi húss að nýbygging sem reisa átti í staðinn yrði með sama eða mjög svipuðu formi og gamla húsið. Minjastofnun setti þetta skilyrði fyrir niðurrifi húss frá árinu 1907 til að styrkja sögulega bæjarmynd Hafnarfjarðar. Hæstiréttur dæmdi í gær að Minjastofnun hefði ekki haft skýra lagaheimild til að setja slíkt skilyrði. Dómurinn sagði að slíkt skilyrði fæli í sér takmörkun á skipulagsvaldi sveitarfélaga og eignarráðum fasteignaeigandans.
Myndskeið
Árstöf á endurbyggingu sögufrægs húss
Tæplega ársseinkun er á endurbyggingu sögufrægs húss við Hafnarstræti í Reykjavík. Fornleifauppgröftur og breytingar á teikningu eru ástæður seinkunarinnar. Ekki er unnt að nýta nema tíu til tuttugu prósent af byggingarefni gamla hússins.