Færslur: Minjastofnun Íslands

Silfrastaðakirkja flutt á brott til viðgerðar
Silfrastaðakirkja í Skagafirði hefur verið flutt inn á Sauðárkrók til viðgerðar. Kirkjan var reist árið 1896 og er friðuð, en hún var farin að láta verulega á sjá. Kirkjan var orðin sigin, illa farin af fúa og var kirkjuturninn sagður alveg ónýtur. Söfnuðurinn hefur fengið háan styrk frá Húsfriðunarsjóði fyrir verkinu, fimm milljónir króna, en það dugar þó aðeins fyrir um einum tíunda af viðgerðarkostnaði.
Miklar endurbætur á Silfrastaðakirkju
Miklar endurbætur eru nú hafnar á Silfrastaðakirkju í Skagafirði, sem er bæði sigin og illa farin af fúa. Áætlað er að viðgerðin taki fimm ár og kosti fimmtíu milljónir króna.
Engin ummerki um dys í Geldingadölum
Oddgeir Isaksen, fornleifafræðingur hjá Minjastofnun, fór með þyrlu Landhelgisgæslunnar á laugardaginn í Geldingadali til þess að athuga hvort eldgosið í Geldingadölum væri mögulega að granda dys Ísólfs landnámsmanns sem getið er um í Landnámu. Svo reyndist ekki vera, engar mannvistarleifar fundust, en Oddgeir segir atvikið undirstrika mikilvægi fornleifaskráningar og gagnaaðgengis.
Fórna eigi fíngerðri klassík
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur áhyggjur af áformum um mögulegar breytingar á þingsal Alþingishússins. Hann segir nú „unnið að óskiljanlegum áformum um að skemma ein fallegustu og merkilegustu húsakynni landsins.“
08.02.2021 - 18:53
Hvetja til að bátnum Blátindi verði bjargað frá förgun
Stjórn Hollvina Húna II á Akureyri og stjórn Hollvina Magna í Reykjavík skora á stjórn Minjastofnunar Íslands og framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja að falla frá því að farga bátnum Blátindi.
Vilja stöðva fyrirhugað niðurrif bragga á Eskifirði
Hafin er söfnun undirskrifta gegn því að Sporðsbraggarnir svokölluðu á Eskifirði verði rifnir. Fjarðabyggð keypti húsin til niðurrifs á síðasta ári til að fá meira pláss á svæðinu. Húsin standa mjög nálægt þjóðvegi. Minjastofnun hefur málið til skoðunar.
15.01.2021 - 11:40
Myndband
„Áfall fyrir bæjarbúa og menningarsögu þjóðarinnar“
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti Seyðisfjörð í gær og skoðaði tjón á minjum. Hún segir tjónið mikið áfall fyrir bæjarbúa og menningarsögu þjóðarinnar.
Fjöldi fyrirspurna um gamla íbúðarhúsið á Höfða
Margir hafa sýnt því áhuga að eignast gamla íbúðarhúsið á Höfða á Höfðaströnd í Skagafirði. Húsið er friðað og fæst gefins gegn því að vera flutt af jörðinni og gert upp á nýjum stað.
15.12.2020 - 17:19
Segir friðun engin áhrif hafa á Sundabraut
Fyrirhuguð friðlýsing svæðis við Álfsnes og Þerneyjarsund mun ekki skerða vegstæði Sundabrautar. Þetta segir Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar sem segir að varðveisla minja og lagning brautarinnar geti vel farið saman.
Aldagamlar menningarminjar Íslendinga hverfa í hafið
Mikill sjógangur og stormasamur vetur hefur flýtt því að aldagamlar menningarminjar hverfi endanlega í hafið.
23.03.2020 - 14:36
Rak málið sjálfur og lagði íslenska ríkið tvisvar
Landsréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem íslenska ríkið og Minjastofnun voru dæmd bótaskyld vegna húss við Holtsgötu sem ekki mátti rífa. Eigandi hússins rak málið sjálfur fyrir bæði héraðsdómi og Landsrétti og var íslenska ríkinu gert að greiða honum 2,5 milljónir í málskostnað.
Máttu ekki setja skilyrði um „sögulega bæjarmynd“
Minjastofnun mátti ekki gera það sem skilyrði fyrir niðurrifi húss að nýbygging sem reisa átti í staðinn yrði með sama eða mjög svipuðu formi og gamla húsið. Minjastofnun setti þetta skilyrði fyrir niðurrifi húss frá árinu 1907 til að styrkja sögulega bæjarmynd Hafnarfjarðar. Hæstiréttur dæmdi í gær að Minjastofnun hefði ekki haft skýra lagaheimild til að setja slíkt skilyrði. Dómurinn sagði að slíkt skilyrði fæli í sér takmörkun á skipulagsvaldi sveitarfélaga og eignarráðum fasteignaeigandans.
Myndskeið
Árstöf á endurbyggingu sögufrægs húss
Tæplega ársseinkun er á endurbyggingu sögufrægs húss við Hafnarstræti í Reykjavík. Fornleifauppgröftur og breytingar á teikningu eru ástæður seinkunarinnar. Ekki er unnt að nýta nema tíu til tuttugu prósent af byggingarefni gamla hússins.