Færslur: Minjastofnun

100 ára hús verði ekki lengur sjálfkrafa friðuð
Hundrað ára gömul hús verða ekki lengur sjálfkrafa friðuð, samkvæmt frumvarpi sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur lagt fram í samráðsgátt stjórnvalda. Þess í stað á að miða friðun við tiltekið ártal, sem enn á eftir að ákveða hvert verður.
09.08.2022 - 12:55
Forstöðumaður Minjastofnunar vill halda í kórónuna
Forstöðumanni Minjastofnunar líst illa á þingsályktunartillögu Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um að kóróna Kristjáns IX. Danakonungs verði fjarlægð af alþingishúsinu. Húsið er friðlýst og ekki hægt að eiga við ytra byrði þess án samþykkis stofnunarinnar, nema þá að sérstök lög yrðu sett þar um.
27.01.2022 - 14:00
Morgunútvarpið
Fornleifafræðingar í kapphlaupi við hraunið
Fornleifafræðingar á vegum Minjastofnunar keppast nú við að kortleggja minjar við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Greint var frá því í fréttum helgina að afkomendur bænda á jörðinni Ísólfsskála austan Grindavíkur óttist að missa jörðina undir hraun. Oddgeir Isaksen, fornleifafræðingur hjá Minjastofnun, segir að þegar sé búið að kortleggja hátt í 240 minjar sem eru ekki enn komnar undir hraun.
22.06.2021 - 09:38