Færslur: minjar

Morgunútvarpið
Fornleifafræðingar í kapphlaupi við hraunið
Fornleifafræðingar á vegum Minjastofnunar keppast nú við að kortleggja minjar við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Greint var frá því í fréttum helgina að afkomendur bænda á jörðinni Ísólfsskála austan Grindavíkur óttist að missa jörðina undir hraun. Oddgeir Isaksen, fornleifafræðingur hjá Minjastofnun, segir að þegar sé búið að kortleggja hátt í 240 minjar sem eru ekki enn komnar undir hraun.
22.06.2021 - 09:38
Fornminjar lenda óhjákvæmilega víða undir nýframkvæmdum
Óhjákvæmilegt þykir að sumar fornminjar lendi undir nýframkvæmdum. Mikilvægt er talið að skrá þær og mynda áður en minjarnar hverfa og rannsaka fyrirhuguð framkvæmdasvæði áður en jarðýturnar mæta á svæðið. Fornleifarannsóknir verða á um 50 stöðum víða um land í sumar.
15.06.2021 - 09:26