Færslur: milljarðamæringar

Keyptu einstaka plötu á uppboði fyrir 4 milljónir dala
Hópur safnara keypti á uppboði í júlí eina eintakið sem til er af Once Upon a Time in Shaolin plötu bandarísku rappsveitarinnar Wu-Tang Clan frá árinu 2015. Upplýsingum um kaupandann var haldið leyndum þar til nú í vikunni.
Lystisnekkjan A siglir á brott frá Íslandi
Lystisnekkjan A lagði úr höfn í Reykjavík fyrr í kvöld og mun ferðinni haldið til Gíbraltar.Snekkjan, sem er ein sú stærsta í heimi, hefur verið við Íslandsstrendur allt frá því í apríl síðastliðnum.
19.06.2021 - 23:44
Lánsamur íslenskur lottóspilari 1271 milljón ríkari
Annar vinningur í Víkinglottói kvöldsins sem nemur 1.270.806.970 krónum féll lánsömum Íslendingi í skaut. Í tilkynningu frá Íslenskri getspá segir að þetta sé langhæsti vinningur sem nokkru sinni hefur komið til Íslands.
Gates ríkastur en Trump fellur um 220 sæti
Bill Gates er fjórða árið í röð metinn ríkasti maður heims á lista Forbes tímaritsins. Eignir hans eru taldar nema um 86 milljörðum bandaríkjadala (meira en níu þúsund milljörðum króna). Í öðru sæti er Warren Buffet, með eignir upp á um 75,6 milljarða bandaríkjadala. Donald Trump, Bandaríkjaforseti fellur hins vegar niður um 220 sæti, niður í það 544. Björgólfur Thor Björgólfsson er eini íslendingurinn á listanum, í 1182. sæti með eignir upp á um 1.8 milljarða bandaríkjadala samkvæmt Forbes.
20.03.2017 - 14:49