Færslur: Milliríkjasamstarf
Kínastjórn breytir stjórnmálasamskiptum við Litháen
Kínastjórn hefur ákveðið að í stað sendiherra verði sendifulltrúi eða „charge d'affaires“ í Litháen. Þetta kemur fram í yfirlýsingu kínverska utanríkisráðuneytisins í morgun sem viðbrögð við auknum tengslum Litháens við Taívan.
21.11.2021 - 04:52
Bandarískum hermönnum verður fjölgað í Ástralíu
Bandarískum hermönnum verður fjölgað í Ástralíu og ríkin hefja samvinnu um þróun flugskeyta. Þetta er hluti Aukus-varnarsamkomulagsins milli Bandaríkjanna, Bretlands og Ástralíu sem æðstu ráðamenn ríkjanna kynntu í gær.
17.09.2021 - 00:35
Merkel: Samtal milli Rússlands og Þýskalands mikilvægt
Þrátt fyrir andstæð viðhorf þurfa Þjóðverjar og Rússar halda áfram að ræða saman. Þetta sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, í heimsókn sinni til Rússlands, þeirrar síðustu á valdatíð hennar.
20.08.2021 - 12:45
Segir þingforseta ekki hafa umboð til að banna heimsókn
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að henni hafi ekki verið formlega meinað að heimsækja Rússland. Forseti rússneska þjóðþingsins vill að það verði gert vegna skýrslu hennar um stöðu Krímtatara og alvarleg mannréttindabrot á Krímskaga.
02.07.2021 - 11:12
Katrín við von der Leyen: Ísland má ekki gleymast
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, átti fund með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á fundi leiðtoga Atlantshafsbandalagsríkjanna í dag.
14.06.2021 - 18:39
Framtíðarstefna arfleifð formennsku Íslands
Utanríkisráðherra er hæstánægður með nýafstaðinn ráðherrafund Norðurskautsráðsins og trúir því að fundur utanríkisráðherra Rússlands og Bandaríkjanna sé fyrsta skrefið að bættum samskiptum ríkjanna.
20.05.2021 - 22:17