Færslur: Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál

„Síðasta viðvörunin“ um loftslagsbreytingar
Losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu verður að ná hápunkti ekki síðar en árið 2025 svo hægt verði að halda aftur af loftslagsbreytingum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Kosningabaráttan í Noregi
Norðmenn ganga til kosninga 13. september og kannanir benda til sigurs vinstriflokka og að þeir fái meirihluta á Stórþinginu ásamt miðjuflokkum. Nýr forsætisráðherra tæki þá við af Ernu Solberg, sem hefur setið frá 2013. Þetta var umfjöllunarefni í Heimsglugganum á Morgunvakt Rásar-1 í morgun og rætt var við Herdísi Sigurgrímsdóttur. Hún er stjórnmálafræðingur og fyrrverandi fréttamaður RÚV en er búsett í Noregi.
Loftslagsmál aðalmálaflokkur komandi kosninga
Umhverfisfræðingur segir fátt í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna koma á óvart. Loftslagsmálin séu á ystu nöf og verði aðalmálaflokkur í komandi kosningum.
Vara við að skógareldar blossi upp á Spáni og Portúgal
Yfirvöld á Spáni og í Portúgal eru í viðbragðsstöðu í ljósi þess að skógareldar gætu brotist út vegna gríðarlegs hita í suðaustanverðri Evrópu.Heitt loft sunnan úr Norður-Afríku hefur skapað mikla hitabylgju allt umhverfis Miðjarðarhafið undanfarna daga.
Viðtal
Hrun siðmenningar ekki óumflýjanlegt
„Það sem ég var að reyna að átta mig á er hvar við erum á þessu rófi frá því að fara í gegnum mjög sársaukafulla umbyltingu á hagkerfinu eða fara í gegnum það sem mætti kalla skipulagða, yfirvegaða og réttláta umbyltingu. Því miður er það ekki lengur raunhæfur möguleiki vegna þess hvað við höfum beðið lengi.“ Halldór Þorgeirsson situr við eldhúsborðið heima hjá sér, fyrir framan hann er stílabók og í hana hefur hann teiknað skýringarmynd.