Færslur: milliríkjadeilur

Stjórnmálasamband Venesúela og Kólumbíu endurnýjað
Suður-Ameríkuríkin Venesúela og Kólumbíu tóku nú um helgina upp stjórnmálasamband að nýju. Þrjú ár eru síðan sambandinu var slitið eftir áralanga spennu milli ríkjanna.
Forsetar Frakklands og Alsír heita endurnýjun vináttu
Forsetar Frakklands og Alsírs undirrituðu í gær sameiginlega yfirlýsingu sem ætlað er að efla samstarf og samvinnu ríkjanna eftir langt tímabil erfiðra samskipta þeirra á milli.
Macron kveðst sjá eftir ummælum sínum um Alsír
Þriggja daga heimsókn Emmanuels Macron, forseta Frakklands, til Alsír hefst í dag. Tilgangur forsetans er meðal annars að bæta samskiptin við þessa fyrrum frönsku nýlendu sem fagnar sextíu ára sjálfstæði í ár. Hann kveðst sjá eftir harðorðum ummælum um stöðu mála í Alsír, sem hann lét falla í fyrra.
Tyrkir og Ísraelsmenn taka upp opinber samskipti á ný
Yair Lapid, forsætisráðherra Ísraels, hyggst taka upp diplómatísk tengsl við Tyrki að nýju eftir stirð samskipti ríkjanna í áraraðir. Þá munu sendiherrar og ræðismenn ríkjanna tveggja starfa í löndunum að nýju.
17.08.2022 - 14:33
Bandaríkjamenn hyggjast auka enn viðskipti við Taívan
Bandaríkjastjórn hyggst auka enn á viðskipti við eyríkið Taívan í ljósi ögrandi framferðis Kínverja. Hvíta húsið greindi frá þessum fyrirætlunum í gær og að Bandaríkin hygðust auka nærveru sína á svæðinu.
Indland í kröppum sjó vegna ummæla um spámanninn
Ummæli talskonu forsætisráðherra Indlands og flokks hans um spámanninn Múhameð hafa valdið óeirðum innan Indlands og utan og fjöldi ríkja þar sem Íslamstrú er í hávegum höfð hefur kallað sendiherra sína heim frá Indlandi vegna þeirra.
12.06.2022 - 07:30
Hlýleg bréfaskipti á Kóreuskaga
Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu þakkaði í morgun Moon Jae-in fráfarandi forseta Suður-Kóreu skriflega fyrir tilraunir hans til að bæta samskipti ríkjanna. Enn andar þó köldu þar á milli og ekki útlit fyrir að Norður-Kóreumenn láti af kjarnorkuvopnatilraunum sínum í bráð. Moon svaraði bréfum Kims þó hlýlega.
Vilja aðstoða en jafnframt forðast stigmögnun átakanna
Utanríkisráðherrar ríkja Atlantshafsbandalagsins hafa fundað í Brussel undanfarna viku með það að markmiði að ákveða hve langt skuli gengið í að útvega Úkraínumönnum hergögn. Ráðherrarnir vilja komast hjá stigmögnun sem leitt getur til beinna átaka við Rússa.
Kim heitir uppbyggingu „yfirþyrmandi herafla“
Kim Jong Un leiðtogi Norður-Kóreu heitir því að byggja upp yfirþyrmandi, óstöðvandi herafla. Þetta kom fram í ríkismiðlum landsins í morgun en nokkrir dagar eru síðan hann stjórnaði skoti einhverrar voldugustu eldflaugar sem Norður-Kórea hefur á að skipa.
Utanríkisráðherrar Kína og Indlands hittast í dag
Wang Yi utanríkisráðherra Kína er kominn til fundar á Indlandi við þarlendan kollega sinn S. Jaishankar. Fundur þeirra verður haldinn í höfuðborginni Nýju Delí síðar í dag og er sá fyrsti frá því að upp úr sauð í deilum um landsvæði við Himalaja-fjallgarðinn.
25.03.2022 - 04:25
Bandaríkjamenn vara Kína við að styðja Rússland
Rússar hafa leitað hernaðar- og efnahagslegs liðsinnis Kínverja. Bandarískir ermbættismenn hafa varað kínversk stjórnvöld við alvarlegum afleiðingum þess að aðstoða Rússa við að sneiða hjá viðskiptaþvingunum vesturlanda. Háttsettir bandarískir og kínverskir embættismenn ætla að ræða stöðu mála í dag.
Rússneska sendiráðið gagnrýnir tíst Guðna og Þórdísar
Rússneska sendiráðið í Reykjavík lýsir þungum vonbrigðum með yfirlýsingar forseta og utanríkisráðherra Íslands á Twitter til stuðnings Úkraínu. Sendiráðið hvetur íslensk stjórnvöld til hófsemi og uppbyggilegrar umræðu.
Rússar segjast hafa stökkt bandarískum kafbáti á flótta
Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir tundurspilli hafa stökkt bandarískum kafbáti á flótta nærri Kúril-eyjum í norðanverðu Kyrrahafi. Ekkert hefur slegið á spennuna í Úkraínudeilunni þrátt fyrir samtal forseta Rússlands og Bandaríkjanna í dag.
Íslendingar hvattir til að vera á varðbergi
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir ljóst að Atlantshafsbandalagið geti ekki setið aðgerðalaust hjá kæmi til innrásar Rússa í Úkraínu. Sendiráð Dana í höfuðborginni Kíev hvetur landa sína til að yfirgefa landið. Utanríkisráðuneytið leggur að Íslendingum að fylgjast með viðbrögðum annarra sendiráða.
Blinken heitir Úkraínumönnum fullum stuðningi
Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna heitir Úkraínumönnum fullum og kröftugum stuðningi láti Rússar verða af innrás í landið. Rússneskar hersveitir eru allt umhverfis landið.
Pútín og Macron sammála um að draga beri úr spennu
Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Emmanuel Macron forseti Frakklands eru sammála um nauðsyn þess að draga úr spennu í Úkraínudeilunni. Macron áréttaði stuðning Frakka við Úkraínu í samtali við Volodomyr Zelensky þarlendan starfsbróður sinn.
Tryggja áframhaldandi vopnahlé í austurhluta Úkraínu
Sendinefndir Rússa og Úkraínumanna sammæltust í dag um að virða vopnahlé Úkraínustjórnar og aðskilnaðarsinna hliðhollra Rússum. Átök brutust út í austurhluta Úkraínu árið 2014 en vopnahléssamkomulag náðist 2015.
Rússar ræða við fulltrúa NATO í dag
Fundur sendinefnda Bandaríkjanna og Rússlands á mánudag vegna Úkraínumálsins skilaði þeirri niðurstöðu einni að halda skuli viðræðum áfram. Þeim verður því fram haldið í dag í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Brussel, höfuðborg Belgíu.
Fyrsta flugskeyti ársins skotið frá Norður-Kóreu í gær
Flugskeyti var skotið frá Norður-Kóreu út á Japanshaf í gærkvöld. Hermálayfirvöld í Suður-Kóreu og japanska strandgæslan greindu frá þessu en þetta er fyrsta eldflaugaskot Norður-Kóreumanna á þessu ári. Leiðtogi ríkisins kveðst ætla að efla hernaðarmátt þess enn frekar.
Bandaríkjaforseti heitir Úkraínu fullum stuðningi
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur fullvissað úkraínskan kollega sinn, Volodymyr Zelensky, um að stjórn hans brygðist hart við kæmi til þess að Rússar réðust inn í landið.
Forsetar Bandaríkjanna og Úkraínu ræða saman á morgun
Joe Biden Bandaríkjaforseti og úkraínskur kollegi hans Volodymyr Zelensky ætla að ræða saman í síma á morgun sunnudag. Rúm vika er í að samningaviðræður hefjist vegna þeirrar spennu sem ríkir við landamæri Úkraínu.
Vara Írani við að styttist í endalok samningaviðræðna
Fulltrúar þeirra vestrænu ríkja sem sitja að samningaborði í Vínarborg um kjarnorkusamning við Írani segja nokkuð hafa þokast í samkomulagsátt undanfarinn sólarhring. Jafnframt segja þeir styttast í endalok viðræðna bregðist Íranir ekki við.
Björguðu 138 flóttamönnum á Ermarsundi
Skipverjar á tveimur frönskum herskipum og björgunarbátum komu 138 flóttamönnum til bjargar á Ermarsundi í gær. Fólkið var á leið til Bretlands á bágbornu fleyi og lenti í vandræðum á för sinni.
18.12.2021 - 01:13
Níkaragva heggur á diplómatísk tengsl við Taívan
Stjórnvöld í Mið-Ameríkurríkinu Níkaragva lýstu því yfir í dag að þau hefðu slitið öll diplómatísk tengsl við Taívan en styrkt tengslin við Kína. Utanríkisráðherra landsins, Denis Moncada segir stjórn Kína þá einu lögmætu á svæðinu.
10.12.2021 - 00:05
Sendiherra kallaður á fund vegna ummæla Abe um Taívan
Utanríkisráðuneyti Kína kallaði Hideo Tarumi sendiherra Japans í landinu á sinn fund í gærkvöldi vegna ummæla sem Senso Abe fyrrverandi forsætisráðherra lét falla varðandi stöðu Taívans.
02.12.2021 - 05:14