Færslur: Milda Hjartað

Viðtal
„Skuldir, þunglyndi, alkóhólismi – Danmörk“
Jónas Sig hélt að flutningar til Danmerkur myndu lækna hann af því hugarvíli sem hrjáði hann en allt kom fyrir ekki. Hann vann þar hjá stærsta hugbúnaðarfyrirtæki heims þegar hann áttaði sig á að hann þyrfti að flytja heim til Íslands og byrja aftur að gera tónlist. Tilhugsunin fannst honum óbærileg en hann fylgdi innsæinu.
02.01.2021 - 10:00
Milda hjartað plötuumslag ársins
Umslag plötunnar Milda hjartað með Jónasi Sig hlýtur verðlaunin fyrir umslag ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Jónatan Grétarsson tók ljósmynd af tónlistarmanninum sem prýðir umslagið en Ámundi Sigurðsson sá um hönnun.
Að vera kjaftfor en með milt hjarta
Jónas Sigurðsson hlaut Krókinn 2018, viðurkenningu Rásar 2 fyrir framúrskarandi tónlistarflutning á árinu. Við það tækifæri sagði Jónas það mikla gæfu að eiga samtal við þjóðina í gegnum tónlist.
Jónas og Milda hjartað
Jónas Sigurðsson hefur verið einn vinsælasti og mest áberandi tónlistarmaður landsins undanfarinn áratug.
04.12.2018 - 09:11
Gagnrýni
Milda hjartað er sterka hjartað
Fjórða plata Jónasar Sig heitir Milda hjartað og sker hún sig frá fyrri verkum hans um margt. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.