Færslur: Míla
Tækjahús Mílu á Seyðisfirði keyrt á vararafmagni
Ekki hefur orðið tjón á fjarskiptastöðvum Mílu á Seyðisfirði enn sem komið er. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu núna rétt fyrir miðnætti en aurskriður hafa valdið töluverðu tjóni á mannvirkjum og innviðum í bænum.
18.12.2020 - 23:26
Ljósleiðari yfir hálendið mun auka fjarskiptaöryggi
Framkvæmdastjóri Mílu segir nýjan ljósleiðara yfir hálendið skipta miklu máli fyrir fjarskiptaöryggi í landinu. Í lok október ætti Suðurland og Norðurland að vera tengt með ljósleiðara yfir hálendið en ekki einungis í kringum landið eins og nú.
29.09.2020 - 12:30
Ljúka við að leggja ljósleiðara yfir Kjöl
Fyrirhuguð lagning 84 km ljósleiðara yfir Kjöl er ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Míla lýkur því síðasta áfanga af þremur við að tengja Suðurland og Norðurland með ljósleiðara í nóvember.
15.09.2020 - 15:40
Keyrir upp í sveit til að tengjast ljósleiðara
Grundfirðingur, sem vinnur sem hljóðmaður í fjarvinnu, keyrir upp í sveit til þess að tengja sig við ljósleiðara sem er ekki til staðar í bænum sjálfum. Hann segir það fljótlegra en að hala upp og niður heimavið.
18.07.2020 - 19:45
Telur PFS þurfa að endurskoða reglur eftir kvörtun Mílu
Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála (ÚFP) hefur fallist á kröfu Mílu, dótturfélags Símans, og breytt ákvörðunarorðum Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) að hluta. Stofnunin hafði úrskurðað að Míla hafi ekki farið að reglum þegar fyrirtækið lagði fjarskiptalagnir í húsnæði í Hafnarfirði án þess að gefa öðrum kost á að samnýta framkvæmdina.
06.05.2020 - 16:18
Míla í hart við GR: Blekkingar og rangfærslur
Míla hyggst leggja fram formlega kvörtun til Neytendastofu vegna þess sem fyrirtækið kallar vísvitandi rangfærslur og blekkingar Gagnaveitu Reykjavíkur (GR).
01.11.2019 - 10:34
Aftenging ljósleiðarans skerði rétt neytenda
Gagnaveita Reykjavíkur (GR) safnar upplýsingum um þau heimili þar sem búið er að aftengja ljósleiðarainntak fyrirtækisins. Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) ákvað nýverið að Míla, helsta samkeppni GR á ljósleiðaramarkaði, hafi brotið reglur með því að tilkynna ekki brotalamir og að hafa aftengt inntak annarra fyrirtækja.
31.10.2019 - 10:11