Færslur: Míla

Kaup Ardian á Mílu komin á borð Samkeppniseftirlitsins
Samkeppniseftirlitinu barst í gær styttri samrunatilkynning vegna kaupa sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian France SA á Mílu, dótturfélagi Símans. Eftirlitið kallaði eftir tilkynningu um kaupin í nóvember í fyrra. 
20.01.2022 - 15:55
Ósætti með mílufrumvarpið - reglubyrði óhófleg og óþörf
Stjórnendur Mílu eru ósáttir við mílufrumvarpið svokallaði sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, mælti fyrir á Alþingi fyrir helgi. Því er ætlað að sögn ráðherra að treysta og tryggja lagastoð um fjarskipti með tilliti til þjóðaröryggis, en stjórnarandstaðan var mjög ósátt við hversu seint frumvarpið kæmi til umræðu í þinginu.
19.12.2021 - 15:15
Telja Frakkana ekki ógna þjóðaröryggi
Íslensk stjórnvöld hafa samið við Símann, Mílu og Ardian France S.A. um kvaðir sem fylgja kaupum erlenda fyrirtækisins á fjarskiptanetum Mílu. Mikið hefur verið rætt um viðskiptin og ýmsir lýst áhyggjum af því að þau kynnu að grafa undan öryggi íslenskra innviða. Starfshópur á vegum fjögurra ráðuneyta aflaði sér upplýsinga um franska fyrirtækið og komst að þeirri niðurstöðu að það ógnaði ekki þjóðaröryggi. Það byggir ekki síst á því samkomulagi sem stjórnvöld náðu við erlendu fjárfestana.
15.12.2021 - 17:00
Áslaug Arna mælti fyrir Mílufrumvarpi
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, mælti fyrir frumvarpi sínu um fjarskipti og fleira á Alþingi síðla dags en frumvarpið hefur oft verið kallað Mílufrumvarpið. Vinnubrögðin í tengslum við þetta mál voru gagnrýnd á Alþingi í dag.
13.12.2021 - 19:19
Samkeppniseftirlitið: Tilefni til að skoða sölu á Mílu
Samkeppniseftirlitið telur tilefni til þess að skoða kaup sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian á Mílu, dótturfélagi Símans, á grundvelli samrunaákvæða samkeppnislaga. Kallað hefur verið eftir samrunatilkynningu vegna kaupanna. 
19.11.2021 - 15:32
Býst við niðurstöðu undirbúningsnefndar í vikunni
Alþingi kemur saman um leið og undirbúningsnefnd um rannsókn kjörbréfa lýkur störfum. Willum Þór Þórsson, starfandi forseti Alþingis, á von á að það gerist í þessari viku. Fyrsta verkefni þingsins verður að kjósa nýja kjörbréfanefnd sem sker úr um hvort farið verður í uppkosningu í Norðvesturkjördæmi eða hvort fyrri eða seinni talning standi.
16.11.2021 - 09:33
Mikilvægt að kanna hverjir standa að baki eigendahópnum
Oddný Harðardóttir þingkona Samfylkingarinnar segir það alvarlegt mál ef ganga eigi frá sölu Mílu án þess að Alþingi fjalli um málið. Fjárfestingafélagið Ardian France SA hefur gert tilboð í Mílu og er salan langt komin. Oddný segir söluna þjóðaröryggismál og það skipti máli hvaða ríki tengist þeim eigendum sem standa að baki sjóðnum.
15.11.2021 - 08:16
Þjóðaröryggisráð fjallar áfram um söluna á Mílu
Sala Símans á Mílu er enn til umfjöllunar í Þjóðaröryggisráði sem fundaði um málið í gær. Unnið er að samningu frumvarps um erlendar fjárfestingar. Þjóðaröryggisráð hefur ekki lokið umfjöllun sinni um málefnið.
09.11.2021 - 12:09
Ræða hluthafafund vegna sölunnar á Mílu
Stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna tilkynnti á fundi fulltrúaráðs Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í kvöld að hann myndi taka það upp í stjórn sjóðsins hvort fara ætti fram á hluthafafund í Símanum vegna sölunnar á Mílu. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, óttast að langtímahagsmunum Símans og viðskiptavinum fyrirtækisins sé fórnað fyrir skammtímahagsmuni hluthafa.
08.11.2021 - 19:41
Segir sölu á Mílu ekki hafa áhrif á ljósleiðaravæðingu
Salan á Mílu hefur ekki áhrif á ljósleiðaravæðingu landsins segir Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem stýrt hefur verkefni um ljósleiðaravæðinguna. Það skipti ekki máli hvort Míla sé í innlendri eða erlendri eigu. Öll viðkvæmasta starfsemin sé í eigu ríkisins.
25.10.2021 - 22:00
Morgunvaktin
Býst ekki við umskiptum á fjarskiptamarkaði
Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Fjarskiptastofu býst ekki við verulegum umskiptum á fjarskiptamarkaði við söluna á Mílu til franska sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian. Fjarskiptastofa hefur átt fund með stjórnendum Ardian um kaupin.
25.10.2021 - 08:31
Viðtal
Míla verður ekki seld til Kína eða Rússlands
Franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian sem gert hefur samkomulag um kaup á Mílu hyggst eiga fyrirtækið í áratugi. Þetta segir framkvæmdastjóri innviðafjárfestinga Ardian í Norður-Evrópu. Ekki komi til greina að selja hlut í Mílu til rússneskra eða kínverskra fyrirtækja. 
24.10.2021 - 19:37
Myndskeið
Stjórnvöld setja skilyrði fyrir sölu Mílu
Íslensk stjórnvöld hafa gert þá kröfu við söluna á Mílu að tryggt verði að búnaður verði í íslenskri lögsögu og ávallt verði upplýst um raunverulega eigendur. Alþjóðlegt sjóðastýringarfyrirtæki hefur samþykkt að kaupa Mílu fyrir 78 milljarða króna.
Viðtal
78 milljarðar króna fengust fyrir Mílu
Alþjóðlega sjóðastýringarfyrirtækið Ardian hefur gert samkomulag um að kaupa Mílu af Símanum á 78 milljarða króna. Hluti er í formi yfirtöku á skuldum. Gert er ráð fyrir að íslenskir lífeyrissjóðir eignist 20% í Mílu á 10-11 milljarða króna. Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir að Ardian sé ekki að kaupa Mílu til þess að hlera símtöl Íslendinga. Síminn hafi átt í viðræðum við stjórnvöld og rætt hafi verið um að efla eftirlit.
23.10.2021 - 12:24
Alþjóðlega sjóðastýringarfyrirtækið Ardian kaupir Mílu
Síminn hefur gert samkomulag við alþjóðlega sjóðastýringarfyrirtækið Ardian SA um kaup á öllu hlutafé í dótturfélaginu Mílu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu og að nokkrum lífeyrissjóðum verði gefinn kostur á að fjárfesta í fyrirtækinu.
Lífeyrissjóðir skoða fjárfestingu í Mílu
Innan nokkurra lífeyrissjóða er skoðað hvort fjárfesta eigi í dótturfyrirtæki Símans, Mílu, sem rekur ljósleiðarakerfi um allt land. Greint var frá því í byrjun vikunnar að Síminn væri langt kominn með sölu á fyrirtækinu og hefur gert samkomulag við alþjóðlega sjóðastýringarfyrirtækið Ardian SA um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu.
21.10.2021 - 14:52
„Hvar hefur þjóðaröryggisráð verið síðastliðin 2 ár?“
Stjórnarandstaðan krefst þess að ítarlegri umræða verði um fyrirhugaða sölu á dótturfyrirtæki Símans, Mílu sem rekur ljósleiðarakerfi um allt land. Formaður Viðreisnar hefur óskað eftir að forsætisráðherra hitti formenn allra flokka til að ræða málið. Hún furðar sig á að ríkisstjórnin og þjóðaröryggisráð hafi ekki verið búin að bregðast fyrr við fyrirhugaðri sölu á fyrirtækinu. „Og ég spyr einfaldlega: hvar er Þjóðaröryggisráð búið að vera síðastliðin tvö ár?,“ spyr Þorgerður Katrín.
19.10.2021 - 13:35
Undirbúningur hafinn að sölu Mílu
Síminn er langt kominn með sölu á dótturfyrirtækinu Mílu sem rekur ljósleiðarakerfi um allt land. Síminn á í einkaviðræðum við stórt alþjóðlegt fyrirtæki um söluna.
Netglæpamenn starfi á kvöldin en ekki netöryggissveit
Farið er hörðum orðum um netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar í umsögn Sýnar hf. um nýtt frumvarp sem felur í sér heildarendurskoðun á lögum um stofnunina. Nafni hennar á að breyta í Fjarskiptastofu. Í umsögninni segir að starfsemi netöryggissveitarinnar hafi valdið vonbrigðum en þó hafi rekstrargjald fjarskiptafyrirtækjanna til hennar verið hækkað og framlög til málaflokksins stóraukin. Sveitin starfi hvorki á kvöldin né um helgar - ólíkt netglæpamönnum.
30.04.2021 - 11:30
Tækjahús Mílu á Seyðisfirði keyrt á vararafmagni
Ekki hefur orðið tjón á fjarskiptastöðvum Mílu á Seyðisfirði enn sem komið er. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu núna rétt fyrir miðnætti en aurskriður hafa valdið töluverðu tjóni á mannvirkjum og innviðum í bænum.
18.12.2020 - 23:26
Ljósleiðari yfir hálendið mun auka fjarskiptaöryggi
Framkvæmdastjóri Mílu segir nýjan ljósleiðara yfir hálendið skipta miklu máli fyrir fjarskiptaöryggi í landinu. Í lok október ætti Suðurland og Norðurland að vera tengt með ljósleiðara yfir hálendið en ekki einungis í kringum landið eins og nú.
29.09.2020 - 12:30
Ljúka við að leggja ljósleiðara yfir Kjöl
Fyrirhuguð lagning 84 km ljósleiðara yfir Kjöl er ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Míla lýkur því síðasta áfanga af þremur við að tengja Suðurland og Norðurland með ljósleiðara í nóvember.
Myndskeið
Keyrir upp í sveit til að tengjast ljósleiðara
Grundfirðingur, sem vinnur sem hljóðmaður í fjarvinnu, keyrir upp í sveit til þess að tengja sig við ljósleiðara sem er ekki til staðar í bænum sjálfum. Hann segir það fljótlegra en að hala upp og niður heimavið.
18.07.2020 - 19:45
Telur PFS þurfa að endurskoða reglur eftir kvörtun Mílu
Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála (ÚFP) hefur fallist á kröfu Mílu, dótturfélags Símans, og breytt ákvörðunarorðum Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) að hluta. Stofnunin hafði úrskurðað að Míla hafi ekki farið að reglum þegar fyrirtækið lagði fjarskiptalagnir í húsnæði í Hafnarfirði án þess að gefa öðrum kost á að samnýta framkvæmdina. 
Míla í hart við GR: Blekkingar og rangfærslur
Míla hyggst leggja fram formlega kvörtun til Neytendastofu vegna þess sem fyrirtækið kallar vísvitandi rangfærslur og blekkingar Gagnaveitu Reykjavíkur (GR).