Færslur: Mike Pompeo

Íhaldsmenn vilja Trump í framboð 2024
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti varð langefstur í óformlegri skoðanakönnun CPAC, samtaka íhaldsmanna í Bandaríkjunum, um hver eigi að vera frambjóðandi Repúblikana í forsetakosningum 2024.
Bandaríkjamenn skilgreina Húta nú sem hryðjuverkasamtök
Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna lýsti því yfir síðdegis í gær að Hútar, samtök síja-múslíma, sem löngum hafa herjað á Jemen verði skilgreind sem hryðjuverkasamtök.
Staðhæft að Rússar standi að baki tölvuárásum
Bandarískir stjórnmálamenn staðhæfa að Rússar standi að baki netárásum sem hafa undanfarið valdið miklum usla hjá bandarískum stjórnarstofnunum. Demókratar furða sig á þögn forsetans.
Talið að Blinken verði utanríkisráðherra Bandaríkjanna
Fullyrt er að Joe Biden ætlai að tilnefna Antony Blinken sem utanríkisráðherra sinn. Blinken er 58 ára lögfræðingur frá New York og hefur lengi verið handgenginn Biden.
23.11.2020 - 03:01
Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á eldflaugaárás
Amrullah Saleh varaforseti Afganistan heitir því að hendur verði hafðar í hári þeirra sem ábyrgir eru fyrir eldflaugaárás á höfuðborgina Kabúl í gær.
Miklar sprengingar í Kabúl
Nokkrar háværar sprengingar skóku miðborg Kabúl, höfuðborgar Afganistan í morgun. Að sögn fréttaritara AFP fréttastofunnar var líkast því sem eldflaugum hefði verið skotið hverri á eftir annarri.
Pompeo fundar með samninganefndum í Katar
Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hyggst funda með samningamönnum Talibana og afgönsku ríkisstjórnarinnar í dag. Viðræður stríðandi fylkinga Talibana og ríkisstjórnar Afganistan hafa staðið yfir frá 12. september síðastliðnum í Doha í Katar.
Biðja Bandaríkjamenn að halda sig í Afganistan
Frönsk stjórnvöld ætla að fara þess á leit við bandarísk yfirvöld að þau kalli herlið sitt ekki heim frá Afganistan eða Írak. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undanfarið dregið mjög úr fjölda hermanna í Afganistan og við það eru Frakkar ekki sáttir.
Pompeo krefur Lukasjenka um frelsun Shkliarovs
Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna ræddi í gær við Alexander Lukasjenka forseta Hvíta Rússlands og krafðist þess að stjórnmálaráðgjafinn Vitali Shkliarov yrði látinn laus úr fangelsi og sendur til Bandaríkjanna.
Risaflaugin tilkomumikil en friðurinn heldur
Friðarsamkomulag Donalds Trumps Bandaríkjaforseta við Norður-Kóreu hefur dregið úr hættunni af átökum segir Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
14.10.2020 - 20:02
Bandaríkin ætla að endurvekja viðskiptaþvinganir á Íran
Bandaríkjastjórn hyggst leggja umdeildar viðskiptaþvinganir að nýju á Íran. Þessu lýsti Mike Pompeo utanríkisráðherra einhliða yfir í gær.
Mike Pompeo segir Maduro að hypja sig
Nicolas Maduro forseti Venesúela segir Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafa mistekist það ætlunarverk sitt að æsa nágrannaríkin upp í stríð gegn Venesúela.
Pompeo: Skipunin kom frá Kreml
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir miklar líkur á því að einhver hátt settur embættismaður í Kreml hafi gefið fyrirskipun um að rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny yrði byrlað eitur. Frá þessu greindi hann í útvarpsviðtali í kvöld.
10.09.2020 - 01:06
Þjóðverjar mótmæla hugmyndum um viðskiptabann
Þýski utanríkisráðherrann Heiko Maas lýsir yfir vanþóknun sinni við Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna vegna hótana Bandaríkjamanna um að beita viðskiptabanni á höfnina í Sassnitz við Eystrasalt. Ástæðan er tengsl borgarinnar við lagningu Nord Stream 2 gasleiðslunnar.
10.08.2020 - 16:10
Sérfræðingar vara við köldu stríði
Spenna magnast dag frá degi milli Bandaríkjanna og Kína. Svo rammt kveður að óeiningunni að sérfræðingar álíta að nýtt kalt stríð geti verið í uppsiglingu.
18.07.2020 - 04:07
Mike Pompeo fundar með ráðherrum danska konungsríkisins
Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundar með dönskum starfsbróður sínum Jeppe Kofod næstkomandi miðvikudag.
Demókratar rannsaka brottrekstur Trump á embættismanni
Demókrataflokkurinn í Bandaríkjunum rannsakar nú uppsögn Donald Trumps Bandaríkjaforseta á hátt settum embættismanni. Þeir telja brottreksturinn hafa verið af pólitískum ástæðum, þar sem embættismaðurinn, eftirlitsmaðurinn Steve Linick í utanríkisráðuneytinu, hafði verið að rannsaka Mike Pompeo, utanríkisráðherra.
17.05.2020 - 00:48
Stjórn Netanjahús og Gantz tekur við í dag
Ný ríkisstjórn Benjamíns Netanhajús og Benny Gantz tekur við völdum í Ísrael í dag. Ríkisstjórnin var ekki auðmynduð en kosið var í Ísrael fjórum sinnum síðastliðið ár eftir að stjórnarmyndunartilraunir misheppnuðust endurtekið. Netanjahú tekur fyrst við forsætisráðherrastóli, en samkvæmt samkomulagi tekur Gantz síðan við því embætti eftir hálft annað ár.
14.05.2020 - 03:18
Pompeo kominn til Ísrael til að ræða landtökubyggðir
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er kominn til Ísrael til þess að ræða öryggismál og fyrirætlanir Ísraels um innlimun landtökubyggða á Vesturbakkanum.
13.05.2020 - 04:48
Myndskeið
Fá dæmi um samskonar ákvarðanir forseta
Þetta tíðkast ekki og það eru fá dæmi um að forseti Bandaríkjanna lýsi yfir neyðarástandi, nema við sérstakar aðstæður eins og stríðsástand eða annað slíkt. Þetta segir Silja Bára Ómarsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Hún segir þó að forseti Bandaríkjanna hafi sannarlega valdheimild til að grípa til aðgerða sem þessara.
15.02.2019 - 19:42
Neitar stuðningi við Sýrland nema Íranir fari
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hótar því að draga alfarið til baka aðstoð við uppbyggingu í Sýrlandi ef íranskar hersveitir verða áfram í landinu. Á fundi með stuðningshópi Ísraelsríkis sagði hann að ef sýrlensk stjórnvöld sjá ekki til þess að hersveitir sem njóta stuðnings Írans hverfi af landi brott fái Sýrlendingar ekki einn einasta dollara til uppbyggingar frá Bandaríkjunum.
11.10.2018 - 01:57
Pompeo ítrekar kröfur Bandaríkjanna
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ítrekaði á blaðamannafundi í Japan í nótt að viðskiptaþvinganir verði við lýði gagnvart Norður-Kóreu þar til ríkið hefur að fullu lagt niður kjarnorkuframleiðslu sína og -tilraunir. AFP fréttastofan greinir frá. Norður-kóreskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að þarlendum yfirvöldum þyki afstaða Bandaríkjanna hryggileg og valdi þeim áhyggjum.
08.07.2018 - 03:31
Afstaða Bandaríkjanna valdi áhyggjum
Yfirlýsingum norðurkóreskra yfirvalda og Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ber ekki saman um nýlegan fund ríkjanna í Pyongyang. Yfirvöld í Norður-Kóreu segja að afstaða Bandaríkjamanna sé hryggileg og valdi áhyggjum en Pompeo sótti landið heim til að ræða kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga. Sjálfur sagði Pompeo að fundurinn hefði verið árangursríkur.
07.07.2018 - 16:03
Pompeo fer á fund Kim Jong Un
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hyggst heimsækja Norður-Kóreu í næstu viku. Þar mun hann ræða við Kim Jong Un leiðtoga landsins um fyrirhugaða kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreumanna, segir talsmaður Hvíta hússins. Þá mun Pompeo heimsækja Tókýó, Hanoí, Abu Dhabi og Brussel, þar sem leiðtogafundur NATO-ríkjanna fer fram í næstu viku.
03.07.2018 - 00:47
Pompeo: Viðskiptaþvinganir verða áfram í gildi
Viðskiptaþvingunum gegn Norður-Kóreu verður aðeins aflétt eftir að alger kjarnaorkuafvopnun hefur átt sér stað í landinu. Þetta hefur fréttastofa AFP eftir Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Pompeo er staddur í Suður-Kóreu til að funda við forseta landsins, Moon Jae-in, auk utanríkisráðherra Suður-Kóreu og Japan. Tilefni ferðarinnar er leiðtogafundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, sem fram fór á þriðjudag.
14.06.2018 - 03:32