Færslur: Mike Pence

Fjölmiðlafulltrúi Pence greinist með COVID-19
Katie Miller, fjölmiðlafulltrúi Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna, hefur verið greind með COVID-19 veikina. Hún er eiginkona Stephen Miller, ráðgjafa og ræðuritara Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Miller var viðstödd bænastund sem haldin var utandyra í gær. Meðal þátttakenda voru eiginkonur bæði Trumps og Pence. Kayleigh McEnany, fjölmiðlafulltrúi Trumps, sagði enga hættu á að Trump myndi sýkjast, né væri þetta til marks um að veikin kynni að breiðast út í Hvíta húsinu.
08.05.2020 - 21:34
Pence vill rannsókn á látnum lækni
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir mál læknisins Ulrich Klopfer eiga að snerta samvisku allra Bandaríkjamanna. Yfir 2.200 vel varðveitt fóstur fundust á heimili Klopfers að honum látnum. 
17.09.2019 - 05:52
Myndskeið
Kínverjar reiðir Pence
Sendiherra Kína á Íslandi segir að ummæli Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, séu ætluð til að spilla tvíhliða samstarfi Íslands og Kína. Hann segir að verkefnið Belti og braut sé ekki hugsað sem önnur Mashall aðstoð.
05.09.2019 - 19:37
Fylgjast með samskiptum Íslands og Kína
Stjórnarandstaðan ætlar að fara fram á að forsætisráðherra og utanríkisráðherra mæti á fund utanríkismálanefndar vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Prófessor segir heimsóknina benda til að Bandaríkjamenn vilji halda þeim möguleika opnum að bandarískt herlið snúi aftur til Íslands.
05.09.2019 - 12:36
Fylgjast með samskiptum Íslands og Kína
Stjórnarandstaðan ætlar að fara fram á að forsætisráðherra og utanríkisráðherra mæti á fund utanríkismálanefndar vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Prófessor segir heimsóknina benda til að Bandaríkjamenn vilji halda þeim möguleika opnum að bandarískt herlið snúi aftur til Íslands.
05.09.2019 - 12:27
Myndskeið og viðtal
Ræddu norðurslóðir og málefni hinsegin fólks
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ræddu málefni norðurslóða, kynjajafnrétti og stöðu hinsegin fólks á fundi sínum í kvöld. Katrín tók fram að jafnrétti kynjanna og réttindi hinsegin fólks væru lykilatriði í stefnu ríkisstjórnarinnar. „„Hann fór yfir þau mál frá sínu sjónarhorni og sérstaklega jafnréttismálin,“ sagði Katrín í Kastljósi í kvöld. Ekkert leyndarmál væri að hún og varaforsetinn stæðu ekki á sama stað í pólitík.
04.09.2019 - 20:32
Viðtal
Boðskapur Pence merkjasending til Kínverja
Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum, segir að boðskapur Mike Pence sé einskonar merkjasending til Kínverja um að þessi hluti heimsins tilheyri áhrifasvæði Bandaríkjanna.
04.09.2019 - 19:29
Myndskeið
Bauð Höfða sem vettvang friðarviðræðna
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, bauð Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, að halda viðræður um afvopnun og frið í Höfða. Dagur leiddi Pence um Höfða í dag og sýndi honum þennan merka stað.
04.09.2019 - 18:47
Textað myndskeið
Þakklátur Íslendingum fyrir að hafna Kínverjum
„Bandaríkin eru þakklát fyrir þá afstöðu sem Íslendingar tóku þegar þeir höfnuðu samgöngufjárfestingum Kína á Íslandi,“ sagði Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, eftir fundi sína með forseta Íslands og utanríkisráðherra í Höfða í dag. Þá sagðist hann vonast til þess að Íslendingar haldi áfram samstarfi við Bandaríkjaher.
04.09.2019 - 17:57
Textað myndskeið
Spurði hvort hann ætti að vera Gorbatsjov
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók á móti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna í Höfða í hádeginu í dag. Þar ræddu þeir saman um sögu hússins og samband Bandaríkjanna og Íslands, sérstaklega með tilliti til varnarmála. Varaforsetinn sagðist hlakka til víðtækra viðræðna um viðskipti og öryggis- og varnarmál. Forsetinn sagðist vona að Pence nyti heimsóknarinnar. Hann fengi vonandi að kynnast gildum Íslendinga, svo sem frelsi, fjölbreytileika, alþjóðasamvinnu og virðingu við náungann.
04.09.2019 - 17:05
Myndskeið
Bað Pence um fríverslunarsamning
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra bað Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, um stuðning við fríverslunarsamning milli Íslands og Bandaríkjanna. Í ávarpi Guðlaugs við upphaf fundar Pence með íslenskum viðskiptaforkólfum sagðist hann vilja hámarka viðskipti landanna.
04.09.2019 - 15:49
Myndskeið
Skyttur á þökum Advania og Arion
Lögregla er þungvopnuð vegna komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til landsins. Hann fundar nú í Höfða og fer svo suður með sjó og fundar um öryggis- og varnarmál á Keflavíkurflugvelli.
04.09.2019 - 15:36
Viðtal
Gera ráð fyrir miklum töfum á umferð síðdegis
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerir ráð fyrir að miklar truflanir verði á umferð síðdegis þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, fer aftur út á Keflavíkurflugvöll. Fólk þurfi að huga að þessu á heimleið eftir vinnu og þeir sem þurfi að sækja börn í skóla þurfi að huga að því í tíma.
04.09.2019 - 13:18
„Vona að hann truflist ekki við að sjá fána“
Vegfarendur hafa veitt því athygli í dag að regnbogafánum hefur verið flaggað nálægt Höfða, meðal annars fyrir utan höfuðstöðvar Advania. Þær eru sem kunnugt er gegnt Höfða þar sem Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, á fund og situr málþing síðar í dag.
04.09.2019 - 12:08
Bein textalýsing
Katrín og Pence hittast í Keflavík
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er í heimsókn á Íslandi í dag. Gríðarleg öryggisgæsla er í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli vegna heimsóknarinnar. Pence hefur hitt bæði Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, og Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra í Höfða í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sýndi Pence svo húsið.
04.09.2019 - 12:03
Götulokanir vegna komu Pence síðdegis
Viðbúnaður vegna komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til landsins í dag er gríðarlega mikilll og meiri en sést hefur áður tengt heimsoknum annarra þjóðarleiðtoga og háttsettra fulltrúa ríkja. Búast má við tímabundnum umferðartöfum.
04.09.2019 - 07:39
Kastljós
Ólíkar áherslur Íslands og BNA á fundum
Viðbúið er að Íslendingar og Bandaríkjamenn leggi misjafna áherslu á umræðuefni morgundagsins þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur í opinbera heimsókn. Þetta segja fyrrverandi ráðherra og stjórnmálafræðingur. Viðbúið sé að Íslendingar leggi meiri áherslu á viðskipti en hermál en að því verði öfugt farið hjá Bandaríkjamönnum.
03.09.2019 - 20:31
„Ekki bara kurteisisheimsókn“
Prófessor í sagnfræði segir að heimsókn varaforseta Bandaríkjanna hingað til lands sé ekki bara kurteisisheimsókn. Bandaríkjamenn vilji gera sig meira gildandi í stórveldapólitíkinni á norðurslóðum og vilji ræða stöðu Íslands í því samhengi
03.09.2019 - 17:19
 · Innlent · Mike Pence · Stjórnmál
Borgartúni lokað í 8 klukkustundir á morgun
Gert er ráð fyrir að Borgartúni verði lokað milli klukkan 9 og 17 á morgun vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, hingað til lands. Hann mun eiga fund í Höfða við Borgartún á morgun.
03.09.2019 - 16:41
Svipmynd
Hver er þessi Mike Pence?
„Ég er kristinn, íhaldsmaður og Repúblikani, í þessari röð.“ Þannig lýsir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sjálfum sér. Pence er væntanlegur í opinbera heimsókn til Íslands, á morgun, 3. september.
03.09.2019 - 12:29
Silfrið
Pence „hefur rosalega vondar skoðanir“
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er rosalega óþægilegur maður með rosalega vondar skoðanir, sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata í Silfrinu. Það er erfitt að taka á móti honum með pompi og prakt þegar það sem hann talar fyrir er í andstöðu við þau gildi sem við teljum okkur hafa, sagði hún.
01.09.2019 - 13:43
Fjarvera Katrínar vekur athygli heimsfjölmiðla
Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, um að sækja ráðstefnu í Svíþjóð meðan varaforseti Bandaríkjanna kemur hingað í opinbera heimsókn, hefur vakið athygli fjölmiðla víða um heim. „Forsætisráðherra Íslands sleppir heimsókn Pence. Hún segist ekki vera að hunsa hana,“ segir í fyrirsögn Washington Post af málinu. Margir aðrir fjölmiðlar víða um heim hafa greint frá þessu, eftir að fréttaveitan Associcated Press sagði tíðindin í gær.
22.08.2019 - 11:09
Myndskeið
„Þetta er erfitt mál fyrir VG“
Hernaðarumsvif Bandaríkjanna á norðurslóðum verða rædd í opinberri heimsókn Mikes Pence, varaforseta Bandaríkjanna til Íslands. Stjórnarandstöðuþingmenn gagnrýna utanríkisráðherra fyrir að upplýsa ekki um þetta fyrr.
15.08.2019 - 19:46
Pence til Íslands í byrjun september
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur í opinbera heimsókn til Íslands þriðja september. Frá þessu er greint á vef Hvíta hússins í kvöld. Ísland verður fyrsti viðkomustaður hans áður en hann leggur til Bretlands og Írlands. Á vef Hvíta hússins segir að Pence komi til með að leggja áherslu á landfræðilegt mikilvægi Íslands á norðurslóðum. Einnig verður lagt áherslu á aðgerðir NATO gegn umsvifum Rússa á svæðinu og tækifæri til aukinna viðskipta og fjárfestinga.
15.08.2019 - 00:26
Myndskeið
Stöðvuðu kafbát með 7,2 tonn af kókaíni
Bandaríska strandgæslan stöðvaði fyrir skömmu för kafbáts með um 7,2 tonn kókaíns innanborðs í austurhluta Kyrrahafsins. Strandgæslan birti myndskeið sem sýnir liðsmenn hennar stökkva á kafbátinn, sem er á mikilli ferð, og stöðva hann.
12.07.2019 - 11:42