Færslur: Mike Pence

Svipmynd
Hver er þessi Mike Pence?
„Ég er kristinn, íhaldsmaður og Repúblikani, í þessari röð.“ Þannig lýsir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, sjálfum sér. Pence er væntanlegur í opinbera heimsókn til Íslands, á morgun, 3. september.
03.09.2019 - 12:29
Silfrið
Pence „hefur rosalega vondar skoðanir“
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er rosalega óþægilegur maður með rosalega vondar skoðanir, sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata í Silfrinu. Það er erfitt að taka á móti honum með pompi og prakt þegar það sem hann talar fyrir er í andstöðu við þau gildi sem við teljum okkur hafa, sagði hún.
01.09.2019 - 13:43
Fjarvera Katrínar vekur athygli heimsfjölmiðla
Ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, um að sækja ráðstefnu í Svíþjóð meðan varaforseti Bandaríkjanna kemur hingað í opinbera heimsókn, hefur vakið athygli fjölmiðla víða um heim. „Forsætisráðherra Íslands sleppir heimsókn Pence. Hún segist ekki vera að hunsa hana,“ segir í fyrirsögn Washington Post af málinu. Margir aðrir fjölmiðlar víða um heim hafa greint frá þessu, eftir að fréttaveitan Associcated Press sagði tíðindin í gær.
22.08.2019 - 11:09
Myndskeið
„Þetta er erfitt mál fyrir VG“
Hernaðarumsvif Bandaríkjanna á norðurslóðum verða rædd í opinberri heimsókn Mikes Pence, varaforseta Bandaríkjanna til Íslands. Stjórnarandstöðuþingmenn gagnrýna utanríkisráðherra fyrir að upplýsa ekki um þetta fyrr.
15.08.2019 - 19:46
Pence til Íslands í byrjun september
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur í opinbera heimsókn til Íslands þriðja september. Frá þessu er greint á vef Hvíta hússins í kvöld. Ísland verður fyrsti viðkomustaður hans áður en hann leggur til Bretlands og Írlands. Á vef Hvíta hússins segir að Pence komi til með að leggja áherslu á landfræðilegt mikilvægi Íslands á norðurslóðum. Einnig verður lagt áherslu á aðgerðir NATO gegn umsvifum Rússa á svæðinu og tækifæri til aukinna viðskipta og fjárfestinga.
15.08.2019 - 00:26
Myndskeið
Stöðvuðu kafbát með 7,2 tonn af kókaíni
Bandaríska strandgæslan stöðvaði fyrir skömmu för kafbáts með um 7,2 tonn kókaíns innanborðs í austurhluta Kyrrahafsins. Strandgæslan birti myndskeið sem sýnir liðsmenn hennar stökkva á kafbátinn, sem er á mikilli ferð, og stöðva hann.
12.07.2019 - 11:42
Segir ummæli Pence bera vott um heimsku
Varautanríkisráðherra Norður-Kóreu vandar varaforseta Bandaríkjanna ekki kveðjurnar í yfirlýsingu sem birt var á ríkisfréttastöð Norður-Kóreu í nótt. Þar segir ráðherrann að Mike Pence sé fávís og heimskur, vegna ummæla hans í viðtali við bandarísku Fox fréttastöðina. 
24.05.2018 - 06:31
Sakar Trump um að eyðileggja jólin
Pierbattista Pizzaballa, erkibiskup kaþólsku kirkjunnar í Jerúsalem, segir að kirkjan sé á móti einhliða ákvörðun um framtíð Jerúsalemborgar. Hann gagnrýnir viðurkenningu Trumps Bandaríkjaforseta á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. 
  •