Færslur: Mike Pence

Pence segir Trump hafa rangt fyrir sér
Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, lýsti því afdráttarlaust yfir í gær að það væri rangt hjá Donald Trump að Pence hafi getað komið í veg fyrir kjör Joe Biden í fyrra. Trump taldi Pence hafa það vald sem forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings.
Bjóða Pence á fund rannsóknarnefndar þingsins
Rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings, sem hefur það verkefni með höndum að rannsaka árásina á þinghúsið í janúar á síðasta ári, aðdraganda hennar og eftirleik, hefur ákveðið að bjóða Mike Pence, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, á sinn fund.
Víða flaggað gegn fordómum í garð hinsegin fólks
Í dag, 17. maí, er alþjóðlegur dagur gegn fordómum í garð samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og trans fólks. Þann dag árið 1990 tók Alþjóðaheilbrigðisstofnunin samkynhneigð af lista sínum yfir geðsjúkdóma.
Ævisaga Mike Pence gefin út fyrir kosningar 2024
Fyrrverandi varaforsetinn Mike Pence skrifaði nýverið undir samning við útgefandann Simon & Schuster um útgáfu ævisögu sinnar. Að sögn AFP fréttastofunnar er verðmæti samningsins um þrjár milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 380 milljóna króna.
08.04.2021 - 01:30
Enn er Pence brýndur til beitingar 25. viðaukans
Katherine Clark, varaforseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, brýnir Mike Pence varaforseta til að standa við stjórnskipulegar skyldur sínar og grípa til 25. viðauka stjórnarskrárinnar. Hún segir það fljótlegustu leiðina til að gera Donald Trump brottrækan úr forsetaembættinu.
Trump og Pence funda í fyrsta sinn eftir árásina
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Mike Pence varaforseti töluðu saman í dag fyrsta sinni eftir árás áhangenda forsetans á þinghúsið. CNN fréttastofan hefur þetta eftir tveimur embættismönnum í Hvíta húsinu. Demókratar á Bandaríkjaþingi þrýsta mjög á Pence að víkja Trump úr embætti forseta.
Ákæra til að halda Trump fjarri opinberum embættum
Demókratar á Bandaríkjaþingi, undir forystu Nancy Pelosi, eru staðráðnir í að ákæra Donald Trump forseta fyrir embættisglöp enda beri hann ábyrgð á árás áhangenda sinna á þinghúsið síðastliðinn miðvikudag.
Þingið tilbúið til ákæru verði ekki af brottvikningu
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að á morgun, mánudag, verði gerð samþykkt í þinginu um að ríkisstjórnin hlutist fyrir um að Donald Trump Bandaríkjaforseta verði vikið úr embætti á grundvelli 25. viðauka stjórnarskrárinnar.
Pence ætlar að mæta á innsetningarathöfn Bidens
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hyggst vera viðstaddur þegar þau Joe Biden og Kamala Harris verða sett í embætti forseta og varaforseta þann 20. þessa mánaðar. Þetta hafa fréttastofur eftir háttsettum en ónafngreindum embættismanni í Washington.
Mike Pence andvígur því að víkja Trump úr embætti
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er andvígur því að beita því ákvæði bandarísku stjórnarskrárinnar sem heimilar brottvikningu forsetans. Fjöldi Demókrata og nokkur hópur Repúblikana hefur lagt hart að honum að fara þá leið.
Repúblikanar snúa baki við Trump
Svo virðist sem fjöldafundur stuðningsmanna Donalds Trumps Bandaríkjaforseta í gær og árásin á þinghúsið eftir fundinn hafi orðið til þess að margir dyggir stuðningsmenn forsetans hafi snúið við honum baki.  Margir gera forsetann ábyrgan fyrir árásinni á þinghúsið, Capitol, í gær. Á fundinum með stuðningsmönnum sínum hvatti Trump þá til að marséra að þinghúsinu.
Rólegt í Washington eftir árásina á þinghúsið í gær
Allt er með kyrrum kjörum í Washington eftir áhlaup stuðningsmanna Trumps Bandaríkjaforseta á þinghúsið í gær þar sem fjórir létu lífið. Fáir voru á ferli í morgun, útgöngubann var í gildi í nótt. Lítið hefur enn sést til tugþúsunda stuðningsmanna forsetans sem margir hverjir sögðust vera boðberar frelsis gegn kúgun.
Trump segir að valdaskiptin verði friðsöm
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hefur staðfest kjör Joe Bidens sem næsta forseta Bandaríkjanna. Sífellt kvarnast úr hópi stuðningsmanna Donalds Trump, bæði á þinginu sem og í starfsliði hans. Trump segir að valdaskiptin verði friðsöm.
Pence varaforseti segir ofbeldi aldrei hafa betur
Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna setti þingfund að nýju skömmu eftir klukkan eitt að íslenskum tíma með þeim orðum að óeirðaseggirnir sem ruðst hefðu inn í þinghúsið og valdið þar óskunda hefðu ekki sigrað.
Trump neitar ósigri, Demókratar vinna öldungadeildina
„Við gefumst aldrei upp og viðurkennum aldrei ósigur,“ sagði Donald Trump, Bandaríkjaforseti, á fjöldafundi í Washington og ítrekaði enn tilhæfulausar ásakanir um kosningasvik. Raunir forsetans jukust enn í dag eftir að ljóst virðist að Repúblikanar hafi misst meirihluta sinn í öldungadeild Bandaríkjaþings í kosningum í Georgíu-ríki. Demókratinn Raphael Warnock vann annað sætið með tveggja prósentustiga mun. Hinn frambjóðandi Demókrata, Jon Ossoff, lýsti yfir sigri síðdegis. 
Trump skorar á kjósendur að bjarga Bandaríkjunum
Donald Trump Bandaríkjaforseti skoraði í gær á kjósendur í Georgíu að bjarga Bandaríkjunum og kjósa frambjóðendur Repúblikanaflokksins til öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag.
05.01.2021 - 05:54
Pence styður áform um að staðfesta ekki kjör Bidens
Mike Pence, fráfarandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur lýst stuðningi við áform ellefu öldungadeildarþingmanna um að staðfesta ekki forsetakjör Joe Bidens á þingfundi á miðvikudag. Biden verður vígður í embætti þann 20. janúar en Donald Trump, fráfarandi forseti, hefur ítrekað sakað mótframbjóðandann um víðtækt kosningasvindl og ekki viðurkennt ósigur.
Höfnuðu kröfu um vald Pence til ógildingar atkvæða
Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum ákvað í gær að hafna kröfu Louie Gohmert þingmanns Repúblikana og ákveðins stuðningsmanns Donalds Trump forseta um að staðfesta vald Mike Pence varaforseta til að ógilda niðurstöður forsetakosninganna.
Nokkrir þingmenn hyggjast ekki staðfesta kjör Bidens
Hópur öldungadeildarþingmanna úr röðum Repúblikana undir forystu Teds Cruz segist ekki ætla að staðfesta kjör Joes Biden á miðvikudaginn í næstu viku.
Mike Pence bólusettur í beinni
Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna var bólusettur í dag með bóluefni Pfizer og BioNtech gegn COVID-19 í beinni útsendingu frá Hvíta húsinu. Tilgangurinn var að sýna Bandaríkjamönnum fram á öryggi og gagnsemi bóluefnisins.
Joe Biden verður bólusettur í næstu viku
Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseti verður bólusettur gegn COVID-19 snemma í næstu viku. Í tilkynningu frá teymi Bidens sem annast valdaskiptin ætlar hann að fá bólusetningarsprautu sína á opinberum vettvangi.
COVID-smit aftur komin upp í Hvíta húsinu
Marc Short, starfsmannastjóri Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, greindist með kórónuveirusmit í gær. Að minnsta kosti tveir starfsmenn Hvíta hússins hafa greinst til viðbótar. Talsmaður Hvíta hússins segir að sýni sem tekið var úr Pence hafi verið neikvætt og hyggst hann halda áfram ferðalögum í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar sem verða 3. nóvember.
Forsetakappræður og tilgangsleysi lífsins
Djöflar og tilgangsleysi lífsins eru ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar kappræður varaforsetaefna eiga í hlut. Það breyttist þó í síðustu viku þegar fluga flaug inn á sviðið og settist á höfuð Mike Pence.
17.10.2020 - 12:15
Varaforsetaefni takast á
Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson fjölluðu um kappræður varaforsetaefna stóru flokkanna í Bandaríkjunum. Þær eru venjulega ekki það sem vekur mesta athygli fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum en þegar forsetaefnin eru bæði á áttræðisaldri, Trump er 74 ára og Joe Biden 77 ára og heilsa forsetans nokkuð spurningamerki, hljóta kjósendur eðlilega að hafa áhuga á þeim sem yrðu mögulega eftirmenn þeirra. Hingað til hafa þessar umræður ekki haft afgerandi áhrif á kosningabaráttuna.
Fyrstu kappræður Trumps og Bidens í kvöld
Undirbúningur fyrir kappræður Donalds Trump og Joe Biden fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nótt er á lokametrunum. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir Trump og Biden mætast í kappræðum.