Færslur: Mikael Torfason

Gagnrýni
Bréf til fjarverandi foreldris
Mikael Torfason býður upp á grunna sjálfskoðun í bókinni Brét til mömmu þar sem meginstoðir frásagnarinnar reynast klisjur og væmni, segir Björn Þór Vilhjálmsson gagnrýnandi
Síðdegisútvarpið
Sendir mömmu til að lesa upp úr Bréfi til mömmu
„Ég var að skrifa bók um mömmu fyrir tveimur árum síðan, en svo tók pabbi upp á því að koma heim gulur frá Taílandi og dó úr alkóhólisma, og pabbi tók yfir þá bók,“ segir Mikael Torfason hefur nú loksins skrifað bókina sem heitir einfaldlega Bréf til mömmu.
11.12.2019 - 09:32
Viðtal
Hér á hálfkák ekki séns
Þorleifur Örn Arnarsson segir að Volksbühne í Berlín sé það leikhús sem hefur haft mest áhrif á hann um ævina, fyrir utan þjóðleikhúsið á Íslandi. „Það sem gerir Volksbühne svo einstakt er að þú skynjar það í fjölunum í gólfinu hvað hefur átt sér stað hér.“
Tilnefndur sem leikstjóri ársins í Þýskalandi
Þorleifur Örn Arnarsson er tilnefndur til Faust-verðlaunanna sem leikstjóri ársins fyrir uppsetningu sína á verkinu Die Edda.
Eddan er eins og handrit að heiminum í dag
Sköpun heimsins og ragnarök, ævintýri og örlög guða og manna og leit okkar nútímafólksins að einhverju til að trúa á er meðal þess sem er undir í nýrri leikgerð Þorleifs Arnar Arnarssonar og Mikaels Torfasonar upp úr Snorra-Eddu og Eddukvæðum. Verkið, Die Edda, var frumsýnt í borgarleikhúsinu í Hannover í fyrir skemmstu við mikinn fögnuð.
Þorleifur og Mikael mærðir í Þýskalandi
Þýskir gagnrýnendur eru hrifnir af uppsetningu Þorleifs Arnar Arnarssonar og Mikaels Torfasonar á Snorra-Eddu, sem nú er sýnd í borgarleikhúsinu í Hannover. Gagnrýnendur segja að Þorleifur og Mikael færi þar fram spennandi og hjartnæma sýn á fornan efnivið.
Andsvarið við Niflungahringnum
Sögurnar sem Snorra-Edda geymir af lífi guðanna hafa lengi veitt listamönnum innblástur. Víðsjá á Rás 1 fjallaði um tvö verkefni í tveimur löndum sem byggja á þessum efniviði. Tónverkið Edda II eftir Jón Leifs verður frumflutt í næstu viku og í Hannover í Þýskalandi eru Mikael Torfason og Þorleifur Örn Arnarson búnir að frumsýna nýtt verk með þýskum leikhópi sem heitir Die Edda.
Vill sjá hið fagra í lífi sínu
Mikael Torfason segir að nýjasta bók hans, Syndafallið, fjalli um sættir. „Þegar við mamma sættumst og svo um dauða pabba.“ Bókin er eins konar framhald Týnd í Paradís, og rekur áfram sögu Mikaels og fjölskyldu hans.
25.11.2017 - 16:00
Gagnrýni
„Reyndur höfundur með gott vald á efninu“
Syndafallið er titill nýjustu bókar Mikaels Torfasonar. Gagnrýnendur Kiljunnar, Kolbrún Bergþórsdóttir og Sigurður Valgeirsson, segja að hér sé komin skemmtileg bók sem erfitt sé að leggja frá sér.
Gagnrýni
Stórkostlega krefjandi og skemmtilegt leikhús
Leikverkið Guð blessi Ísland var frumsýnt á stóra sviði Borgarleikhússins þann 20. október. Hlín Agnarsdóttir leikhúsgagnrýnandi segir verkið vera Íslendingasögu dagsins í dag.
Gagnrýni
Ávarpið sjálft blekking
„Guð blessi Ísland“ eru orðin eins konar einkennisorð fyrir hrunið en nú hefur sýning með þessu heiti verið frumsýnd í Borgarleikhúsinu. Hún er eftir þá Þorleif Örn Arnarson og Mikael Torfason, en Guðrún Baldvinsdóttir sagði skoðun sína á sýningunni í Víðsjá á Rás 1. Pistilinn má heyra og lesa hér. Guðrún Baldvinsdóttir skrifar: