Færslur: miðlar

Myndskeið
Starfsaðstæður sem enginn á að þurfa að sætta sig við
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna hefur verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum og tæplega 60 prósent blaðamanna segja siðferði sitt hafa verið dregið í efa. Þetta kemur fram í niðurstöðum alþjóðlegs rannsóknarverkefnis, Worlds of Journalism Study, sem íslenskur rannsóknarhópur tók þátt í. Þá hefur fjórðungur blaðamanna verið beittur þvingunum með orðum eða gerðum.
21.06.2021 - 17:37
Raddir töluðu og sungu úr ósýnilegum börkum
„Menn urðu vitni að hreyfingum og lyftingum dauðra hluta og miðilsins sjálfs, ýmiss konar ljósfyrirbærum, og heyrðu raddir tala og syngja sem kæmu þær úr ósýnilegum börkum, stundum fleiri en ein rödd í senn,“ segir Erlendur Haraldsson prófessor emeritus við HÍ um miðilsfundi með Indriða Indriðasyni, sem er líklega öflugasti efnismiðill sem vitað er um hér á landi.