Færslur: miðhálendið

Þrengslavegi lokað - gul viðvörun í veðurkortunum
Veginum um Þrengsli hefur verið lokað vegna ófærðar en Hellisheiði er enn opin. Þar er þó þæfingsferð og skafrenningur líkt og víða á Vestur- og Suðurlandi. Björgunarsveitir á Suðurnesjum björguðu fólki í föstum bílum á Suðurstrandarvegi í kvöld. Gul veðurviðvörun tekur gildi á morgun.
Gular viðvaranir taka gildi í fyrramálið
Gular veðurviðvaranir taka gildi í fyrramálið þegar suðaustanstormur skellur á. Veðurstofan spáir hviðum allt að 40 til 45 metrum á sekúndu frá því klukkan átta árdegis til fimm síðdegis á ut­an­verðu Kjal­ar­nesi, und­ir Hafn­ar­fjalli og á Snæ­fellsnesi.
Vonskuveður og gul viðvörun um allt austanvert landið
Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir allt austanvert landið fyrir nóttina og morgundaginn, og á miðhálendinu er hún þegar í gildi. Ekkert ferðaveður verður á Austfjörðum frá óttu í nótt fram undir náttmál annað kvöld.
03.11.2020 - 00:33
Varað við stormi og roki á mánudag og þriðjudag
Gul veðurviðvörun verður í gildi í nótt á morgun, mánudag, á Norðurlandi eystra og miðhálendinu. Þá er varað við stormi eða jafnvel roki á Austurlandi aðfaranótt þriðjudags og fram á þriðjudagskvöld.
02.11.2020 - 01:45
Ætla að halda sínu striki þrátt fyrir veður og COVID
Hlaupaviðburðurinn Laugavegur Ultra marathon fer fram á laugardag að öllu óbreyttu. Gul viðvörun var í gildi á miðhálendinu til níu í morgun og áfram er spáð hvassviðri á sunnan- og vestanverðu hálendinu. Silja Úlfarsdóttir, upplýsinga- og samskiptastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur, segir að vel sé fylgst með veðurspá fyrir laugardaginn.
16.07.2020 - 10:08
Kona fótbrotnaði í grennd við Emstrur
Björgunarsveitir og landhelgisgæslan voru kallaðar út rétt upp úr tíu í morgun vegna göngukonu á Laugaveginum sem hafði hrasað og brotnað illa, líklega á ökkla. Konan var í gönguhóp og því ekki ein á ferð.
Hálendisvegir opnaðir óvenjuseint
Flestir af helstu hálendisvegum landsins eru orðnir færir, mun seinna þó en oftast áður. Umferð um hálendið er minni en síðustu ár, en landvörður við Öskju segir koma á óvart hve margir Íslendingar eru á ferðinni.
Íslendingar skoða áður yfirfulla ferðamannastaði
Það gæti verið hálfur mánuður í viðbót þar til vegir um hálendið verða opnaðir. Framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands segir Íslendinga hafa mikinn áhuga á svæðum sem hafa hingað til verið yfirfull af erlendum ferðamönnum.
Ferðafólk á hálendinu varað við snjóflóðahættu
Allstórt, blautt flekaflóð féll suður af Tröllinu við Veiðivötn í gær, segir í færslu ofanflóðavaktar Veðurstofu Íslands. Einnig hafa borist fréttir af blautum lausasnjóflóðum á Landmannaafrétt. 
26.04.2020 - 08:43
Myndskeið
Telur hálendisþjóðgarð árás á sjálfstæði landsbyggðar
Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir, bóndi og fulltrúi í sveitastjórn Bláskógabyggðar, segir áform um miðhálendisþjóðgarð vanvirðingu við sjálfstæði landsbyggðarfólks. Tómas Guðbjartsson læknir segir þjóðgarðinn jafn mikilvægan og verndun fiskimiða var á sínum tíma. Þau ræddu málið í Silfrinu í dag.
26.01.2020 - 12:55
Sveitarfélög mörg neikvæð í garð Hálendisþjóðgarðs
Sveitarfélög eru mörg hver neikvæð í garð Hálendisþjóðgarðs og segja hann skerða skipulagsvald þeirra. Neikvæðust eru sveitarfélög í Árnessýslu og á Norðurlandi vestra.
Á von á átökum um rammann og hálendisþjóðgarðinn
Bergþór Ólason formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis á von að hart verði tekist á um þingsályktunartillögu um rammáætlun og frumvarp um hálendisþjóðgarð sem leggja á fram í febrúar. Hann segir að umræðan um loftslagsmál ýti undir að fjölga þurfi virkjunarkostum um umhverfisvæna græna orku.
12.01.2020 - 12:48
Spegillinn
Efast um stofnun miðhálendisþjóðgarðs
Sveitarstjóri Bláskógabyggðar efast um að lög um miðhálendisþjóðgarð taki gildi um næstu áramót. Hún segir málið sé alls ekki tilbúið. Hún gagnrýnir meðal annars að verið sé að taka skipulagsvald af sveitarfélögum.
07.01.2020 - 16:40
Spegillinn
Leggjast gegn nýjum virkjunum í þjóðgarði
Landvernd leggst eindregið gegn því að heimilt verið að reisa nýjar virkjanir innan fyrirhugaðs miðhálendisþjóðgarðs. Það samræmist ekki skilgreiningu á þjóðgarði og gæti gengisfellt hugtakið. Stefnt að því að lög um miðhálendisþjóðgarð taki gildi í byrjun næsta árs.
06.01.2020 - 16:34
Kostar rúman milljarð á ári að reka Miðhálendisþjóðgarð
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis og auðlindaráðherra segir að stofnun Miðhálendisþjóðgarðs verði stærsta framlag Íslendinga til  umhverfismála fyrr og síðar. Verðmæti víðernanna séu einstök og tækifæri séu fólgin í byggðarmálum með stofnun þjóðgarðsins. Rætt var við Guðmund Inga Guðbrandsson í Kastljósi í kvöld.
18.12.2019 - 20:44
Frumvarp um Miðhálendisþjóðgarð í samráðsgátt
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur kynnt í samráðsgátt tvö frumvörp, um Hálendisþjóðgarð og um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða.
18.12.2019 - 18:08
Skiluðu ráðherra skýrslu um miðhálendisþjóðgarð
Nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands skilaði Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra, í dag skýrslu sinni. Í nefndinni sátu fulltrúar allra þingflokka á Alþingi, Sambands íslenskra sveitarfélaga, umhverfis- og auðlindaráðuneytis og forsætisráðuneytis.
Náttúrufegurð orðin þungavigtar efnahagsafl
Stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands virðist vera hugmynd hvers tími er kominn. Tímamóta viljayfirlýsing náttúruverndarhreyfingarinnar, útivistarsamtaka og Samtaka ferðaþjónustunnar um málið var kynnt nýlega. Aukning þjóðartekna af hraðvaxandi ferðamannastraumi hefur orðið til þess að náttúrufegurð, sem áður var ekki reiknuð inn í umhverfismat og arðsemisútreikninga er nú „orðin þungavigtar efnahagsafl í samfélaginu,“ eins og Andri Snær Magnason rithöfundur orðar það.