Færslur: Miðflokkurinn

Karl Gauti leiðir lista Miðflokks í suðvesturkjördæmi
Framboðslisti Miðflokksins í suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosingarnar 2021 var samþykktur á félagsfundi í kvöld með 83% atkvæða.
Listi Miðflokks í Reykjavík-suður samþykktur
Framboðslisti Miðflokksfélags Reykjavíkur suður var samþykktur á félagsfundi í kvöld. Efsta sæti listans skipar Fjóla Hrund Björnsdóttir, stjórnmálafræðingur.
Breytt ásýnd Miðflokksins og ákall um fleiri konur
Framkvæmdastjórinn hafði betur í baráttu við þingmanninn um oddvitasæti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Fjóla Hrund skákaði Þorsteini Sæmundssyni
Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins, hafði betur í oddvitakjöri flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður sem lauk í dag.
24.07.2021 - 17:50
Oddvitakjör Miðflokksins í Reykjavík-suður hafið
Í dag hófst oddvitakjör Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi - Suður. Félagsmenn Miðflokksins í kjördæminu hafa nú tvo daga til þess að velja á milli Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns og Fjólu Hrundar Björnsdóttur, framkvæmdastjóra þingflokks Miðflokksins.
Birgir áfram oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi
Félagsfundur Miðflokksfélags suðurkjördæmis samþykkti í gærkvöld framboðslista flokksins í kjördæminu fyrir alþingiskosningarnar í haust með 93 prósentum atkvæða. Í fyrsta sæti er Birgir Þórarinsson alþingismaður sem leiddi listann síðast.
Greinileg endurnýjun á listum Miðflokksins
Félagsfundur Miðflokksfélags Suðurkjördæmis fer fram nú í kvöld þar sem lagður verður fram til samþykkis framboðslisti flokksins í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í haust. Hann hófst klukkan 20. Nokkur endurnýjun er að verða á listum flokksins en ný andlit voru kynnt til leiks í Reykjavíkurkjördæmi norður á mánudag þar sem Vilborg Þóranna Kristjánsdóttir leiðir listann en Ólafur Ísleifsson sóttist þá einnig eftir því.
21.07.2021 - 19:49
Vilborg leiðir lista Miðflokksins í Reykjavík norður
Vilborg Þóranna Kristjánsdóttir, lögfræðingur og sáttamiðlari, leiðir lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í alþingiskosningunum í haust.
19.07.2021 - 21:02
Flækjustig hjá Miðflokknum við uppstillingar
Á morgun og á miðvikudaginn verður kosið um uppstillingarlista hjá Miðflokknum í Reykjavíkurkjördæmi norður og í Suðurkjördæmi. Tveir Miðflokksþingmenn sem áður voru í Flokki fólksins bætast við í oddvitabaráttunni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður vill ekki skipta sér af uppstillingum.
Uppstillinganefndin einróma um listann sem var felldur
Framboðslisti uppstillinganefndar í Reykjavíkurkjördæmi suður, sem felldur var á kjördæmafélagsfundi Miðflokksins á fimmtudaginn, var einróma samþykktur í nefndinni. Þetta segir Guðlaugur G. Sverrisson, formaður uppstillinganefndar.
Felldu tillögu um nýjan oddvita
Tillaga uppstillingarnefndar Miðflokksins um nýjan oddvita og framboðslista í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir alþingiskosningarnar í haust var felldur á félagsfundi í gærkvöld.
Bergþór leiðir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi
Miðflokkurinn hefur samþykkt framboðslista sinn í Norðvesturkjördæmi. Bergþór Ólason þingmaður er oddviti listans.
Sigmundur Davíð og Anna Kolbrún í efstu sætum
Fyrr í kvöld var framboðslisti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi samþykktur á félagsfundi. Oddviti listans er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og í öðru sæti er Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður flokksins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Miðflokknum.
08.07.2021 - 21:07
Erna sækist eftir öðru sæti á lista Miðflokksins
Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur og fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, sækist eftir öðru sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
03.07.2021 - 14:46
Morgunútvarpið
Andstaða virðist aukast gegn hinsegin fólki í Evrópu
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna 78, segir að aukning sé á andstöðu gagnvart sýnileika hinsegin fólks víða í Evrópu. Hún var í viðtali í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun þar fram kom að transfólk finni sérstaklega fyrir mótbyr.
Minni flokkar huga að framboðslistum
Þegar rúmir þrír mánuðir eru til alþingiskosninga hefur fengist nokkuð skýr mynd á framboðslista flestra þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis.
Bergþór sækist eftir endurkjöri
Bergþór Ólason, oddviti Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi, sækist eftir endurkjöri í kosningum í haust. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu, en Bergþór hafði ekki gert upp hug sinn þegar síðast var leitað svara.
Sigmundi tíðrætt um fullveldið og hælisleitendakerfið
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýndi ríkisstjórnina í stefnuræðu á landsþingi flokksins í dag, fyrir að fara í þveröfuga átt við hin Norðurlöndin í málefnum hælisleitenda: „Það er gert með því að allir sem fá hér hæli eða dvalarleyfi skuli eiga rétt á sömu fjárhagsaðstoð og þjónustu sama hvernig þeir koma, löglega eða ólöglega. Hvort sem þeim er boðið hingað af stjórnvöldum eða koma á vegum hættulegra glæpagengja sem taka aleiguna af fólki og senda það í hættuför.“
05.06.2021 - 14:25
Sjónvarpsfrétt
Þingmenn úr flestum flokkum ætla að kveðja þingið
Að minnsta kosti þrettán Alþingismenn, tvær konur og ellefu karlar, ætla ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingstarfa í komandi kosningum. Hlutfallið er hæst hjá Pírötum þar sem nær helmingur sitjandi þingmanna flokksins ætlar að hætta eftir kjörtímabilið.
Miðflokkurinn stillir upp á lista
Stillt verður upp á framboðslista Miðflokksins fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Stjórnir kjördæmafélaga flokksins ákváðu þetta en stillt verður upp í öllum kjördæmum og taka uppstillingarnefndir til starfa á næstu dögum. Samhliða því verður auglýst eftir framboðum á heimasíðu flokksins.
Hafa karpað um málefni innflytjenda í átta klukkutíma
Stjórnarfrumvarp sem snýr að því að útvíkka hlutverk Fjölmenningarseturs og auka fjárframlög til stofnunarinnar hefur verið til umræðu á Alþingi í átta klukkutíma, frá því klukkan þrjú í dag. Ræðurnar eru nú orðnar hundrað og Miðflokksmenn halda uppi því sem Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, kallaði fyrr í kvöld málþóf. Þeir hafa lýst yfir áhyggjum af því að lagabreytingin fjölgi innflytjendum á Íslandi.
05.05.2021 - 00:01
Brýnt að bjarga minjum á Siglunesi undan ágangi sjávar
Vernda þarf órannsakaðar mannvistarleifar á Siglunesi fyrir ágangi sjávar. Það verði gert með því að byggja sjóvarnargarð á nesinu, milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar.
Stuðningur við ríkisstjórnina eykst
Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mestrar hylli í nýrri könnun MMR, fengi tæplega 29 prósenta fylgi og er það hátt í 6 prósentustigum meira en í síðustu könnun MMR sem gerð var í byrjun apríl. 
Gallup: Borgarstjórnarmeirihlutinn eykur fylgi sitt
Borgarstjórnarmeirihlutinn eykur fylgi sitt milli kannana og myndi bæta við sig borgarfulltrúa, en núverandi minnihluti missa tvo ef kosið yrði nú. Þetta er meginniðurstaða skoðanakönnunar sem Gallup gerði og birt er í Fréttablaðinu í dag.
Stefnir í átök um efstu sætin
Útlit er fyrir að nokkur barátta verði um efstu sæti á framboðslistum flokkanna fyrir Alþingiskosningarnar 25. september. Stjórnmálaflokkarnir hafa ýmsan hátt á því hvernig valið er á lista en viðbúið er að nokkrar breytingar verði í efstu sætunum víða, enda eru þau takmörkuð auðlind.