Færslur: Miðflokkurinn

Gallup: Borgarstjórnarmeirihlutinn eykur fylgi sitt
Borgarstjórnarmeirihlutinn eykur fylgi sitt milli kannana og myndi bæta við sig borgarfulltrúa, en núverandi minnihluti missa tvo ef kosið yrði nú. Þetta er meginniðurstaða skoðanakönnunar sem Gallup gerði og birt er í Fréttablaðinu í dag.
Stefnir í átök um efstu sætin
Útlit er fyrir að nokkur barátta verði um efstu sæti á framboðslistum flokkanna fyrir Alþingiskosningarnar 25. september. Stjórnmálaflokkarnir hafa ýmsan hátt á því hvernig valið er á lista en viðbúið er að nokkrar breytingar verði í efstu sætunum víða, enda eru þau takmörkuð auðlind.
Hafnar „gyðingahaturshommafælnistimpli“
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, fór fram á það á Alþingi í dag að forsætisnefnd og forseti Alþingis taki á orðræðu þingmanna sem hann segir ekki líðandi. Þar vitnaði Þorsteinn í umræðu frá kvöldinu áður þegar rætt var frumvarp félagsmálaráðherra um móttöku flóttafólks og innflytjendaráð.
17.02.2021 - 14:40
Morgunútvarpið
Telur þriðja sæti í Reykjavík verða baráttusæti
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur þriðja sæti á listum flokksins í Reykjavíkurkjördæmum verða baráttusæti. Hann sagði í Morgunútvarpi Rásar tvö í morgun bæði hreina uppstillingu á framboðslista og prófkjör annmörkum háð.
343 börn bíða í allt að tvö ár eftir greiningu
Allt að tveggja ára bið er eftir greiningu hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og nú eru 343 börn á biðlista þar. Þeim hefur fjölgað undanfarin ár og þau bíða lengur en áður. Veita á 80 milljónum króna til að stytta biðlistana, einkum hjá yngstu börnunum. Markmiðið er að hann verði kominn niður í 200 börn á næsta ári og að þau þurfi ekki að bíða lengur en í tíu mánuði.
Fulltrúar minnihluta gegn byggingu húss við Furugerði
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn byggingu þrjátíu íbúa húss við Furugerði 23 á fundi borgarráðs í gær. Rökin byggðu á andstöðu íbúa sem meðan annars telja umferð og hraðakstur í hverfinu aukast vegna þessa nýja húss.
Ekki hægt að gera áætlanir fyrir fleiri bóluefni núna
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir allt vera uppi á borðum varðandi komu bóluefna hingað til lands. Undirbúningur bólusetninga hafi gengið vel og að ekkert sé óljóst í þessum efnum. Ekki hefur verið ákveðið hver fær fyrstu bólusetninguna hér á landi. Þingmenn Miðflokksins hafa farið fram á að Alþingi komi saman á milli jóla og nýárs vegna óvissu um komu bóluefna. Aðrir stjórnarandstöðuflokkar taka undir þetta. 
Lítil breyting á fylgi stjórnar og stjórnarandstöðu
Ný skoðanakönnun Zenter og Fréttablaðsins sýnir tiltölulega litlar breytingar á fylgi stjórnar og stjórnarandstöðu í heild en eilítið meiri sveiflur í fylgi einstakra flokka, einkum í stjórnarandstöðunni. Fréttablaðið greinir frá.
Vilja minni útgjöld til útlendinga og fækka flóttafólki
Miðflokkurinn vill að dómsmálaráðherra breyti lögum um útlendinga, minnki útgjöld til málaflokksins og stytti málsmeðferðartíma hælisleitenda. Flokkurinn segir umsóknum hælisleitenda hafa fjölgað hér á meðan þeim fækkar annarsstaðar. „Því skyldu menn fylgja reglunum ef Ísland auglýsir sig sem land sem lítur fram hjá þeim?” segir í greinargerðinni með frumvarpinu. Sterkt velferðarkerfi og opin landamæri fari ekki saman.
10.12.2020 - 10:51
Vigdís vill verða næsti borgarstjóri
Vigdís Hauksdóttir vill gefa kost á sér sem borgarstjóri. Hennar fyrsta val í borgarstjórnarsamstarfi væri Sjálfstæðisflokkurinn. Á aukalandsþingi Miðflokksins liðna helgi bauð Vigdís sig ein fram til varaformannsembættis en kosið var um að leggja embættið niður og fjölga í stjórn flokksins í sex manns.
Enginn varaformaður í Miðflokknum
Tillaga laganefndar Miðflokksins um að leggja niður varaformannsembættið var samþykkt á aukalandsþingi flokksins nú rétt í þessu. Samkvæmt tillögunni verður þingflokksformaður talsmaður stjórnar í forföllum formanns. Vigdís Hauksdóttir var sú eina sem hafði tilkynnt um framboð til varaformanns gegn Gunnari Braga Sveinssyni sem jafnframt er þingflokksformaður. Hún segist ekki munu sækjast eftir sæti í stjórn flokksins.
21.11.2020 - 18:06
„Einhverjir þora kannski ekki að taka varaformannsslag“
Aukalandsþing Miðflokksins fer fram í dag og meðal þeirra tillaga sem laganefnd flokksins hefur lagt fram er að embætti varaformanns verði lagt niður og að þingflokksformaður gegni því hlutverki sem varaformaður hefur gegnt hingað til. Vigdís Hauksdóttir, oddviti flokksins í borgarstjórn í Reykjavík, er sú eina sem hefur tilkynnt um framboð gegn Gunnari Braga Sveinssyni, sitjandi varaformanni.
21.11.2020 - 15:21
Sigmundur Davíð: „Kerfið stjórnar ríkisstjórninni“
Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni var tíðrætt um „kerfið“ og „báknið“ þegar hann ávarpaði flokksráðsfund Miðflokksins í dag. Hann sagði kerfið stjórna ríkisstjórninni og ráðherrar væru leppar kerfisins. „Frumvörp sem ráðherrar eru látnir leggja fram sýna þetta.“ Hann sagði núverandi ríkisstjórn hafa verið myndaða um stöðugleika og afleiðingin væri sú að „kerfið stjórnar og vald þess hefur aldrei verið meira en nú.“ Aðeins væru tveir flokkar á Alþingi - Miðflokkurinn og allir hinir.
26.09.2020 - 14:07
Birgir talaði í tæpan sólarhring
Alls voru haldnir 140 þingfundir á 109 dögum á 150. löggjafarþingi, sem frestað var á föstudaginn, og stóðu þeir samtals í 715 klukkustundir. Meðallengd þingfunda var um fimm klukkustundir. Sá stysti stóð í eina mínútu og sá lengsti í rúmar 16 stundir. Ræðukóngur var Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins. Ræðutími hans var samtals 23,5 klukkustundir, næstum því heill sólarhringur eða sem nemur um þremur heilum vinnudögum.
07.09.2020 - 14:20
Myndskeið
Nokkrir sjálfstæðismenn óánægðir með aðgerðirnar
Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru mjög gagnrýnir á aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru á föstudaginn. Þetta segir formaður þingflokksins sem vill að Alþingi skoði hvort aðgerðirnar séu nauðsynlegar og gangi ekki of langt miðað við tilefnið.  
Ekkert lát á erjum skrifstofustjóra og Vigdísar
Ekkert lát er á erjum Helgu Bjargar Ragnarsdóttur, skrifstofustjóra á skrifstofu borgarstjóra, og Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. Vigdís gagnrýndi enn og aftur á fimmtudag að Helga Björg skyldi sitja fundi borgarráðs sem Helga Björg svaraði með færslu á Facebook. Meirihlutinn í borgarráði brást ókvæða við bókun Vigdísar og sakaði hana um kjarkleysi og niðurrifs og ofbeldishegðun.
15.08.2020 - 11:54
Samkomulag náðist við þingmenn Miðflokksins
Samkomulag náðist nú síðdegis við þingmenn Miðflokksins um afgreiðslu frumvarps fjármálaráðherra um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu.
25.06.2020 - 18:07
Þingfundi lauk um klukkan tvö í nótt
Þingfundi var slitið laust upp úr klukkan tvö í nótt. Umræðum um fimm ára og fimmtán ára samgönguáætlanir var frestað en önnur mál voru tekin af dagskrá. Líkt og undanfarna þingfundi voru það þingmenn Miðflokksins sem skiptust á að fara upp í pontu. Þar ræddu þeir helst andstöðu sína við Borgarlínu.
23.06.2020 - 02:15
Umræða um samgönguáætlun nálgast 40 tíma
Seinni umræða um samgönguáætlun fer nú fram á Alþingi og hefur umræðan nú staðið yfir í rúmar 37 klukkustundir. Megnið af þeim tíma hafa þingmenn Miðflokksins staðið í ræðustól. Þeir hafa einkum gagnrýnt áform um Borgarlínu en einnig rætt önnur mál. Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, hélt sína 30. ræðu um samgönguáætlun rétt fyrir klukkan sex síðdegis. Aðrir þingmenn Miðflokksins hafa flestir flutt milli tuttugu og þrjátíu ræður.
22.06.2020 - 18:27
Sigurður Ingi furðar sig á töfum Miðflokksmanna
Samgönguáætlun næstu fimm ára var rædd í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, spurði Sigurð Inga Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um hvaða verkefni myndu tefjast ef afgreiðsla málsins frestast fram á haust. Sigurður furðaði sig hins vegar á tregðu Miðflokksmanna við að samþykkja áætlunina áður en Alþingi gerir hlé á störfum sínum í sumar.
Þingfundi lauk á fjórða tímanum í nótt
Þingfundi lauk á Alþingi á fjórða tímanum í nótt þar sem fimm ára samgönguáætlun var til umræðu. Við lok þingfundar sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, að honum teldist svo til að síðari umræða um samgönguáætlun hafi staðið yfir í um 22 klukkustundir.
19.06.2020 - 04:12
Gagnrýndu forsætisráðherra fyrir sinnuleysi í garð Nató
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður MIðflokksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sóttu hart að forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum í dag vegna frétta þess efnis að flokkur hennar hefði staðið gegn 12 til 18 milljarða uppbyggingu Nató í Helguvík. Forsætisráðherra vísaði gagnrýni formannanna á bug og sagði engar formlegar viðræður hafa átt sér stað um uppbygginguna.
Segir leigubílstjóra nánast beitta einelti
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins segir stjórnsýsluna beita leigubílstjóra nánast einelti í kórónuveirufaraldrinum. Þeir fái ekki hlutdeildarbætur og aðeins atvinnuleysisbætur gegn því að þeir skili inn atvinnuleyfi sínu. Þau yrðu þá söluvara fyrir aðra. Hann skoraði á yfirvöld að bæta úr stöðu bílstjórana hið fyrsta.
06.05.2020 - 16:01
„Undan hvaða steini skreið Miðflokkurinn?“
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, gerði alvarlegar athugasemdir við málflutning þingmanna Miðflokksins um loftslagsmál og borgarlínuna. Málin voru rædd á Alþingi í gær. Hann sagðist í framhaldinu hafa velt því fyrir sér „undan hvaða steini Miðflokkurinn skreið.“
Vigdís snýr baki við skrifstofustjóra á fundum
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur ákveðið að snúa baki í skrifstofustjóra á skrifstofu borgarstjóra þegar þær sitja sömu fundi. Vigdís segir formann borgarráðs hafa boðið sér að víkja af fundum en það komi ekki til greina enda hafi hún skyldum að gegna sem kjörinn fulltrúi. Formaður borgarráðs segir það ekki eltast við duttlunga einstaka borgarfulltrúa.
17.04.2020 - 19:52