Færslur: Miðflokkurinn

Framsókn bætir mestu við sig á landsvísu
Enginn flokkur vann jafn mikið á í sveitarstjórnarkosningunum í gær og Framsóknarflokkurinn. Flokkurinn tvöfaldaði fylgi sitt frá síðustu kosningum og fékk 22 fleiri fulltrúa kjörna nú en fyrir fjórum árum. Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn, Samfylkingin og Viðreisn töpuðu öll sveitarstjórnarsætum milli ára. Sjálfstæðisflokkurinn á sem fyrr langflesta kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum.
Skoðanakönnun
Miklar sveiflur í fylgi flokka og ríkisstjórnin fallin
Ríkisstjórnarflokkarnir þrír tapa allir umtalsverðu fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Prósent vann fyrir Fréttablaðið. Þeir mælast samtals með tæplega fjörutíu prósenta fylgi og myndu tapa tólf þingmönnum af 38 ef kosið yrði nú og ríkisstjórnin því falla. Sjálfstæðisflokkurinn tapar mestu fylgi samkvæmt þessari könnun, en Samfylking og Píratar bæta mestu við sig.
Miðflokkskona á þing fyrir Sjálfstæðismann
Tveir varaþingmenn taka sæti á Alþingi í dag. Annar þeirra er Erna Bjarnadóttir úr Miðflokki sem tekur sæti Birgis Þórarinssonar úr Sjálfstæðisflokki. Birgir var kosinn á þing fyrir Miðflokkinn í kosningum síðasta haust en sagði fljótlega skilið við flokkinn og gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Þar með fækkaði þingmönnum Miðflokksins úr þremur í tvö en nú verða þeir þrír um skeið.
Mosfellingar kanna hvort finna megi þjóðarhöll stað
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum í gær tillögu Sveins Óskars Sigurðssonar, bæjarfulltrúa Miðflokksins, þess efnis að könnuð verði staðsetning fyrir þjóðarhöll ætlaða hand- og körfubolta í bænum.
Meirihlutinn í borginni héldi knöppum meirihluta
Meirihlutinn í Reykjavík heldur naumlega velli yrði kosið í dag. Framsóknarflokkur og Píratar auka verulega fylgi sitt en stuðningur kjósenda við aðra flokka minnkar nokkuð eða töluvert.
Karl Gauti kærir lögregluna á Vesturlandi
Karl Gauti Hjaltason hefur kært lögreglustjórann á Vesturlandi til ríkissaksóknara fyrir að hætta rannsókn á hendur yfirkjörstjórn á Vesturlandi vegna talningar atkvæða í Borgarnesi að loknum alþingiskosningum í haust.
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks nýr oddviti Miðflokks
Nýr oddviti Miðflokksins og óháðra í Kópavogi er Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi. Í mars sóttist Karen eftir oddvitasæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi en laut í lægra haldi fyrir Ás­dísi Kristj­áns­dótt­ur.
Sjálfstæðir og M-listi í Árborg kynna framboðslistann
Tómas Ellert Tómasson, formaður bæjarráðs Árborgar og Ari Már Ólafsson nefndarmaður í skipulags- og byggingarnefnd fara fyrir framboðslista M-lista og sjálfstæðra fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor.
Sigurður leiðir Miðflokkinn áfram í Hafnarfirði
Sigurður Þ. Ragnarsson bæjarfulltrúi leiðir lista Miðflokksins í Hafnarfirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Listi flokksins í Hafnarfirði var samþykktur á félagsfundi í gærkvöld. Arnhildur Ásdís Kolbeins skipar annað sæti á listanum.
Miðflokkurinn hættir við félagaprófkjör í Reykjavík
Ómar Már Jónsson leiðir lista Miðflokksins í Reykjavík í sveitastjórnarkosningum í vor. Þetta var niðurstaða félagsfundar í gærkvöldi en ákveðið var að aflýsa félagsprófkjöri þar sem engir tveir sóttust eftir sama sætinu.
Viðtal
Hefur ekki mikla trú á að ríkisstjórnin lifi
Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir að tímasetning kosninga gefi ráðherrum tækifæri til að misfara með almannafé. Frá 2016 hafa alþingiskosningar verið að hausti.
08.03.2022 - 08:32
„Hvar hefur þjóðaröryggisráð verið síðastliðin 2 ár?“
Stjórnarandstaðan krefst þess að ítarlegri umræða verði um fyrirhugaða sölu á dótturfyrirtæki Símans, Mílu sem rekur ljósleiðarakerfi um allt land. Formaður Viðreisnar hefur óskað eftir að forsætisráðherra hitti formenn allra flokka til að ræða málið. Hún furðar sig á að ríkisstjórnin og þjóðaröryggisráð hafi ekki verið búin að bregðast fyrr við fyrirhugaðri sölu á fyrirtækinu. „Og ég spyr einfaldlega: hvar er Þjóðaröryggisráð búið að vera síðastliðin tvö ár?,“ spyr Þorgerður Katrín.
19.10.2021 - 13:35
Sveinn Hjörtur genginn úr Miðflokknum
Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, einn af stofnendum Miðflokksins, hefur sagt sig úr flokknum. Frá þessu greindi hann á Facebook síðu sinni.
13.10.2021 - 03:30
Myndskeið
Talaði sem minnst um kosningaloforð Miðflokksins
Birgir Þórarinsson sat sinn fyrsta þingflokksfund sem verðandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í dag. Hann var ánægður með vistaskiptin enda sagðist hann hafa átt erfitt uppdráttar innan Miðflokksins.
Gunnar Bragi birtir tövupóstinn sem Birgi sárnaði
Gunnar Bragi Sveinsson, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, sendi þann tölvupóst sem Birgir Þórarinsson, fyrrverandi þingmaður flokksins, segir að hafi gert útslagið og orðið til þess að hann ákvað að skipta yfir í Sjálfstæðisflokkinn. Gunnar Bragi greindi frá þessu í lokuðum Facebook-hópi Miðflokksmanna.
Segir efni tölvupósts ekki hafa beinst gegn Birgi
Stjórnarmaður í kjördæmafélagi Miðflokksins í Suðurkjördæmi segist ekki hafa orðið vör við að unnið hafi verið gegn Birgi Þórarinssyni. Birgir sjálfur segir að unnið hafi verið gegn sér allt frá áramótum. Það hafi meðal annars komið fram í tölvupósti fimm dögum fyrir kosningar. 
Viðtal
Segir Ernu Bjarnadóttur hljóta að hafa skipt um skoðun
Birgir Þórarinsson, sem fór úr Miðflokknum og gekk í raðir Sjálfstæðismanna á dögunum, segir fjölmiðla hafa gengið langt í gagnrýni sinni um vistaskiptin. Birgir segir varaþingmanninn Ernu Bjarnadóttur hljóta að hafa skipt um skoðun með að fylgja honum vegna umræðunnar.
Flokkaskipti Birgis fordæmalaus
Birgir Þórarinsson er fyrsti þingmaðurinn í sögu lýðveldisins til að skipta um þingflokk áður en þing kemur saman eftir kosingar. Enn er óvíst hvort Erna Bjarnadóttir fylgi Birgi yfir í Sjálfstæðisflokkinn.
11.10.2021 - 22:27
Formaður kjördæmaráðs Miðflokksins segir af sér
Óskar Herbert Þórmundsson, formaður kjördæmaráðs Miðflokksins í Suðurkjördæmi, sagði af sér á fundi kjördæmaráðsins á laugardaginn. Hann ákvað að gera það vegna þess hvernig brotthvarf Birgis bar að, enda telur hann sig bera ábyrgð á uppstillingu listans í kjördæminu.
Sjónvarpsfrétt
„Þetta eru svik við flokkinn og ég er flokksmaður“
Þingmann Miðflokksins grunar að Birgir Þórarinsson hafi ígrundað flokkaskipti fyrir alþingiskosningarnar. Formaður flokksins kveðst ekki hafa náð sambandi við varaþingmanninn í Suðurkjördæmi. Það sé þó brýnt. Hann kveðst bjartsýnn á framtíð flokksins.
„Ekki gott að heyja baráttu undir fölsku flaggi“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins telur að of seint hafi verið að reyna að telja Birgi Þórarinsson af ákvörðun sinni að yfirgefa Miðflokkinn og ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn, þegar hann frétti af því.
Áfall fyrir kjósendur og þá sem unnu fyrir Birgi
Framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins segir að Birgir Þórarinsson sé að svíkja kjósendur flokksins í Suðurkjördæmi. Brotthvarf hans úr flokknum sé áfall fyrir kjósendur, en líka fyrir þá sem unnu fyrir hann og studdu hann í kosningabaráttunni.
09.10.2021 - 19:15
Telur þetta ekki svik við kjósendur Miðflokksins
Birgir Þórarinsson segist ekki telja að brotthvarf hans úr Miðflokknum tveimur vikum eftir kosningar séu svik við kjósendur flokksins. „Nei, þvert á móti þá hefði verið rangt að draga mig úr baráttunni nokkrum dögum fyrir kosningar,“ segir Birgir. Hann muni eftir sem áður vinna að þeim málum sem kosningabarátta hans hafi staðið fyrir.
09.10.2021 - 12:47
Bergþór Ólason með hæst hlutfall útstrikana
Í nýliðnum Alþingiskosningunum var Bergþór Ólason, frambjóðandi í fyrsta sæti lista Miðflokks í Norðvestur kjördæmi, með hæsta hlutfall útstrikana hjá kjósendum eigin flokks. Hann var strikaður út af framboðslistanum 29 sinnum, eða af 2,27% kjósenda Miðflokksins í hans kjördæmi. Frambjóðandi í fyrsta sæti þarf þó að vera strikaður úr af 25% kjósenda til þess að vera lækkaður um sæti á listanum.
„Við erum ekki að fara að vinna kosningasigur“
Heyra mátti saumnál detta þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ávarpaði kosningavöku flokksins upp úr miðnætti.
26.09.2021 - 00:29