Færslur: Miðflokkurinn

„Hvar hefur þjóðaröryggisráð verið síðastliðin 2 ár?“
Stjórnarandstaðan krefst þess að ítarlegri umræða verði um fyrirhugaða sölu á dótturfyrirtæki Símans, Mílu sem rekur ljósleiðarakerfi um allt land. Formaður Viðreisnar hefur óskað eftir að forsætisráðherra hitti formenn allra flokka til að ræða málið. Hún furðar sig á að ríkisstjórnin og þjóðaröryggisráð hafi ekki verið búin að bregðast fyrr við fyrirhugaðri sölu á fyrirtækinu. „Og ég spyr einfaldlega: hvar er Þjóðaröryggisráð búið að vera síðastliðin tvö ár?,“ spyr Þorgerður Katrín.
19.10.2021 - 13:35
Sveinn Hjörtur genginn úr Miðflokknum
Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, einn af stofnendum Miðflokksins, hefur sagt sig úr flokknum. Frá þessu greindi hann á Facebook síðu sinni.
13.10.2021 - 03:30
Myndskeið
Talaði sem minnst um kosningaloforð Miðflokksins
Birgir Þórarinsson sat sinn fyrsta þingflokksfund sem verðandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í dag. Hann var ánægður með vistaskiptin enda sagðist hann hafa átt erfitt uppdráttar innan Miðflokksins.
Gunnar Bragi birtir tövupóstinn sem Birgi sárnaði
Gunnar Bragi Sveinsson, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, sendi þann tölvupóst sem Birgir Þórarinsson, fyrrverandi þingmaður flokksins, segir að hafi gert útslagið og orðið til þess að hann ákvað að skipta yfir í Sjálfstæðisflokkinn. Gunnar Bragi greindi frá þessu í lokuðum Facebook-hópi Miðflokksmanna.
Segir efni tölvupósts ekki hafa beinst gegn Birgi
Stjórnarmaður í kjördæmafélagi Miðflokksins í Suðurkjördæmi segist ekki hafa orðið vör við að unnið hafi verið gegn Birgi Þórarinssyni. Birgir sjálfur segir að unnið hafi verið gegn sér allt frá áramótum. Það hafi meðal annars komið fram í tölvupósti fimm dögum fyrir kosningar. 
Viðtal
Segir Ernu Bjarnadóttur hljóta að hafa skipt um skoðun
Birgir Þórarinsson, sem fór úr Miðflokknum og gekk í raðir Sjálfstæðismanna á dögunum, segir fjölmiðla hafa gengið langt í gagnrýni sinni um vistaskiptin. Birgir segir varaþingmanninn Ernu Bjarnadóttur hljóta að hafa skipt um skoðun með að fylgja honum vegna umræðunnar.
Flokkaskipti Birgis fordæmalaus
Birgir Þórarinsson er fyrsti þingmaðurinn í sögu lýðveldisins til að skipta um þingflokk áður en þing kemur saman eftir kosingar. Enn er óvíst hvort Erna Bjarnadóttir fylgi Birgi yfir í Sjálfstæðisflokkinn.
11.10.2021 - 22:27
Formaður kjördæmaráðs Miðflokksins segir af sér
Óskar Herbert Þórmundsson, formaður kjördæmaráðs Miðflokksins í Suðurkjördæmi, sagði af sér á fundi kjördæmaráðsins á laugardaginn. Hann ákvað að gera það vegna þess hvernig brotthvarf Birgis bar að, enda telur hann sig bera ábyrgð á uppstillingu listans í kjördæminu.
Sjónvarpsfrétt
„Þetta eru svik við flokkinn og ég er flokksmaður“
Þingmann Miðflokksins grunar að Birgir Þórarinsson hafi ígrundað flokkaskipti fyrir alþingiskosningarnar. Formaður flokksins kveðst ekki hafa náð sambandi við varaþingmanninn í Suðurkjördæmi. Það sé þó brýnt. Hann kveðst bjartsýnn á framtíð flokksins.
„Ekki gott að heyja baráttu undir fölsku flaggi“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins telur að of seint hafi verið að reyna að telja Birgi Þórarinsson af ákvörðun sinni að yfirgefa Miðflokkinn og ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn, þegar hann frétti af því.
Áfall fyrir kjósendur og þá sem unnu fyrir Birgi
Framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins segir að Birgir Þórarinsson sé að svíkja kjósendur flokksins í Suðurkjördæmi. Brotthvarf hans úr flokknum sé áfall fyrir kjósendur, en líka fyrir þá sem unnu fyrir hann og studdu hann í kosningabaráttunni.
09.10.2021 - 19:15
Telur þetta ekki svik við kjósendur Miðflokksins
Birgir Þórarinsson segist ekki telja að brotthvarf hans úr Miðflokknum tveimur vikum eftir kosningar séu svik við kjósendur flokksins. „Nei, þvert á móti þá hefði verið rangt að draga mig úr baráttunni nokkrum dögum fyrir kosningar,“ segir Birgir. Hann muni eftir sem áður vinna að þeim málum sem kosningabarátta hans hafi staðið fyrir.
09.10.2021 - 12:47
Bergþór Ólason með hæst hlutfall útstrikana
Í nýliðnum Alþingiskosningunum var Bergþór Ólason, frambjóðandi í fyrsta sæti lista Miðflokks í Norðvestur kjördæmi, með hæsta hlutfall útstrikana hjá kjósendum eigin flokks. Hann var strikaður út af framboðslistanum 29 sinnum, eða af 2,27% kjósenda Miðflokksins í hans kjördæmi. Frambjóðandi í fyrsta sæti þarf þó að vera strikaður úr af 25% kjósenda til þess að vera lækkaður um sæti á listanum.
„Við erum ekki að fara að vinna kosningasigur“
Heyra mátti saumnál detta þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ávarpaði kosningavöku flokksins upp úr miðnætti.
26.09.2021 - 00:29
Miðflokkurinn lofar millifærslum
Miðflokkurinn birti í dag áherslur sínar fyrir þingkosningar í næsta mánuði. Flokkurinn kynnir til leiks tíu loforð, sem nefnd eru réttindi, og er háum millifærslum lofað úr ríkissjóði til heimila landsins.
25.08.2021 - 18:45
Fyrirspurn Sigmundar um fjölda kynja svarað
Kyn samkvæmt lögum eru ekki lengur tvö, kona og karl, heldur opnar skilgreining á hugtakinu í lögum á þann möguleika að kyn séu fleiri. Þetta kemur fram í svari Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins.
Vill alvöru stjórnmálaumræðu fyrir kosningar
Endurreisn efnahagslífsins og heilbrigðiskerfisins eru meðal helstu baráttumála Miðflokksins fyrir komandi alþingiskosningar, að sögn formanns flokksins. Hann vonast til að alvöru stjórnmálaumræða eigi sér stað í aðdraganda kosninga, hana hafi vantað.
Karl Gauti leiðir lista Miðflokks í suðvesturkjördæmi
Framboðslisti Miðflokksins í suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosingarnar 2021 var samþykktur á félagsfundi í kvöld með 83% atkvæða.
Listi Miðflokks í Reykjavík-suður samþykktur
Framboðslisti Miðflokksfélags Reykjavíkur suður var samþykktur á félagsfundi í kvöld. Efsta sæti listans skipar Fjóla Hrund Björnsdóttir, stjórnmálafræðingur.
Breytt ásýnd Miðflokksins og ákall um fleiri konur
Framkvæmdastjórinn hafði betur í baráttu við þingmanninn um oddvitasæti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Fjóla Hrund skákaði Þorsteini Sæmundssyni
Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins, hafði betur í oddvitakjöri flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður sem lauk í dag.
24.07.2021 - 17:50
Oddvitakjör Miðflokksins í Reykjavík-suður hafið
Í dag hófst oddvitakjör Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi - Suður. Félagsmenn Miðflokksins í kjördæminu hafa nú tvo daga til þess að velja á milli Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns og Fjólu Hrundar Björnsdóttur, framkvæmdastjóra þingflokks Miðflokksins.
Birgir áfram oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi
Félagsfundur Miðflokksfélags suðurkjördæmis samþykkti í gærkvöld framboðslista flokksins í kjördæminu fyrir alþingiskosningarnar í haust með 93 prósentum atkvæða. Í fyrsta sæti er Birgir Þórarinsson alþingismaður sem leiddi listann síðast.
Greinileg endurnýjun á listum Miðflokksins
Félagsfundur Miðflokksfélags Suðurkjördæmis fer fram nú í kvöld þar sem lagður verður fram til samþykkis framboðslisti flokksins í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í haust. Hann hófst klukkan 20. Nokkur endurnýjun er að verða á listum flokksins en ný andlit voru kynnt til leiks í Reykjavíkurkjördæmi norður á mánudag þar sem Vilborg Þóranna Kristjánsdóttir leiðir listann en Ólafur Ísleifsson sóttist þá einnig eftir því.
21.07.2021 - 19:49
Vilborg leiðir lista Miðflokksins í Reykjavík norður
Vilborg Þóranna Kristjánsdóttir, lögfræðingur og sáttamiðlari, leiðir lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í alþingiskosningunum í haust.
19.07.2021 - 21:02