Færslur: Miðflokkurinn

Gagnrýndu forsætisráðherra fyrir sinnuleysi í garð Nató
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður MIðflokksins, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sóttu hart að forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum í dag vegna frétta þess efnis að flokkur hennar hefði staðið gegn 12 til 18 milljarða uppbyggingu Nató í Helguvík. Forsætisráðherra vísaði gagnrýni formannanna á bug og sagði engar formlegar viðræður hafa átt sér stað um uppbygginguna.
Segir leigubílstjóra nánast beitta einelti
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins segir stjórnsýsluna beita leigubílstjóra nánast einelti í kórónuveirufaraldrinum. Þeir fái ekki hlutdeildarbætur og aðeins atvinnuleysisbætur gegn því að þeir skili inn atvinnuleyfi sínu. Þau yrðu þá söluvara fyrir aðra. Hann skoraði á yfirvöld að bæta úr stöðu bílstjórana hið fyrsta.
06.05.2020 - 16:01
„Undan hvaða steini skreið Miðflokkurinn?“
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, gerði alvarlegar athugasemdir við málflutning þingmanna Miðflokksins um loftslagsmál og borgarlínuna. Málin voru rædd á Alþingi í gær. Hann sagðist í framhaldinu hafa velt því fyrir sér „undan hvaða steini Miðflokkurinn skreið.“
Vigdís snýr baki við skrifstofustjóra á fundum
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur ákveðið að snúa baki í skrifstofustjóra á skrifstofu borgarstjóra þegar þær sitja sömu fundi. Vigdís segir formann borgarráðs hafa boðið sér að víkja af fundum en það komi ekki til greina enda hafi hún skyldum að gegna sem kjörinn fulltrúi. Formaður borgarráðs segir það ekki eltast við duttlunga einstaka borgarfulltrúa.
17.04.2020 - 19:52
Fylgi Miðflokks og Sósíalistaflokks minnkar mikið
Stuðningur við ríkisstjórnina hefur aukist um sjö prósentustig frá því í febrúar og mælist 55 prósent í nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Fylgi Miðflokksins og Sósíalistaflokksins minnkar mikið. 
Skýringin á „Minna hot í ár” heldur ekki vatni
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, gefur ekkert fyrir skýringar Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, um ummæli hans í hennar garð, enda séu þau full af rangfærslum. Íris hefur aldrei verið bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í Vestmannaeyjum, en Bergþór sagði ummælin „minna hot í ár" hafa snúist um að sitjandi bæjarfulltrúi hafi stofnað annan flokk. Íris segir Klausturmálið öllum þeim sem þátt tóku til háborinnar skammar.
02.08.2019 - 11:31
Segir sjúklingalög brotin á hverjum degi
Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins sagði á síðasta þingfundi að ákvæði sjúklingalaga væri brotið á hverjum degi vegna biðlista í liðskiptaaðgerðir. Einungis væri tímaspursmál hvenær einhver þeirra þúsund sem bíða eftir aðgerð færi í mál við heilbrigðisráðherra.
03.06.2019 - 07:00
Alþingi
Yfir 2.100 ræður og andsvör Miðflokks á viku
Þingmenn Miðflokksins hafa talað um þriðja orkupakkann sín á milli í ræðustól Alþingis í yfir 90 klukkustundir. Þorsteinn Sæmundsson hefur stigið oftast í ræðustól, Anna Kolbrún Árnadóttir sjaldnast í nýliðinni viku. Ræður og andsvör í málþófinu innan flokksins eru nærri 2.200 talsins í síðari viku umræðunnar.
28.05.2019 - 10:27
Alþingi
Píratar ósáttir við verklag í þingsal
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, spurði forsætisráðherra á Alþingi í dag hvort fleiri þingmenn og ráðherrar þurfi ekki að taka þátt í málþófi Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann til þess að leiðrétta rangfærslur. Forsætisráðherra benti á að umræður hafi staðið yfir í langan tíma þar sem allir flokkar hafi komið sínum sjónarmiðum á framfæri. Fleiri þingmenn Pírata lýstu yfir óánægju sinni við störf forseta Alþingis.
Miðflokksmenn í málþófi um þriðja orkupakkann
Þingmenn Miðflokksins hafa haldið uppi málþófi í alla nótt í seinni umræðum um þingsályktunartillöguna sem liggur fyrir Alþingi um innleiðingu hins svokallaða þriðja orkupakka Evrópusambandsins, í samræmi við gildandi samning ESB og EFTA um Evrópska efnahagssvæðið, EES.
16.05.2019 - 05:36
Gunnar Bragi í leyfi frá þingstörfum
Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, er farinn í leyfi frá þingstörfum í ótilgreindan tíma. Hann sendi tilkynningu um leyfið til formanna og þingflokksmanna nokkurra flokka á Alþingi síðdegis í dag. Ekki sagði í tilkynningunni hve lengi hann verði í burtu né hvers vegna hann fari í leyfið. 
05.04.2019 - 18:10
Viðtal
Sigmundur segir Báru hafa haft aðstoðarmann
Umræðan um þriðja orkupakka Evrópusambandsins minnir á Icesave-málið sem varð til þess að fólk myndaði andspyrnuhreyfingu gegn stjórnvöldum. Þetta sagði formaður Miðflokksins í ræðu sinni á flokksráðsfundi í dag. Klausturmálið var ekki til umfjöllunar í ræðunni. Formaðurinn segist í viðtali við fréttastofu vera sannfærður um að upptakan hafi verið skipulögð fyrirfram af fleirum en Báru Halldórsdóttur.
30.03.2019 - 19:42
Segir upptöku Báru undirbúna en ekki tilviljun
Upptökur úr öryggismyndavélum á Klausturbar sýna aðra atburðarás en þá sem Bára Halldórsdóttir lýsti frá kvöldinu 20. nóvember. Morgunblaðið hefur þetta eftir Bergþóri Ólasyni, einum sexmenninganna sem sátu á barnum þetta umrædda kvöld. Hann segir myndefnið benda til þess að framganga Báru hafi verið undirbúin, en ekki fyrir tilviljun eins og hún hafi sagt.
30.03.2019 - 06:50
Annarri umræðu um aflandskrónur lokið
Annarri umræðu um frumvarp fjármálaráðherra um aflandskrónulosun og bindingarskyldu á fjármagnsinnstreymi lauk á Alþingi á níunda tímanum í kvöld og var þá strax boðað til fundar í efnahags- og viðskiptanefnd þingsins.
27.02.2019 - 21:54
Segir umræðuna í nótt ekki málþóf
Formaður Miðflokksins og formaður í efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis eru sammála um að miklir hagsmunir séu í húfi í málinu sem rætt var í alla nótt á þinginu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að þingmenn flokks hans vilji svör frá stjórnvöldum. Formaður nefndarinnar, Óli Björn Kárason, segir hins vegar að Sigmundur Davíð hafi ekki mætt á mikilvæga fundi nefndarinnar þar sem færi gafst á að leggja fram spurningar.
27.02.2019 - 19:18
Segja stjórnvöld gefa eftir tugi milljarða
Þingmenn Miðflokksins segja að frumvarp um meðferð aflandskrónueigna feli í sér algjört og endanlegt fráhvarf frá aðgerðaáætlun stjórnvalda frá árinu 2015 um losun hafta og endurreisn efnahagslífsins. Með frumvarpinu gefi stjórnvöld vogunarsjóðum eftir tugi milljarða króna. Ríflega fjórtán klukkustunda umræða um frumvarpið í gær og í nótt hafi verið til þess að reyna að fá svör um áform stjórnvalda.
27.02.2019 - 15:55
Þingmenn Miðflokksins komnir á mælendaskrá
Þingfundur hefst klukkan þrjú á Alþingi. Þá verður fram haldið umræðu um frumvarp um aflandskrónulosun, en umræðunni var frestað klukkan 5:20 í nótt, eftir um fjórtán klukkustuna ræðuhöld. Þegar eru sjö þingmenn skráðir á mælendaskrá - allt þingmenn Miðflokksins.
27.02.2019 - 13:43
Þingfundi slitið á sjötta tímanum í morgun
Klukkan 19 mínútur yfir fimm bauð forseti Alþingis þingmönnum Miðflokksins að halda áfram annarri umræðu um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál þar til þing hefst að nýju í dag. Þingmenn Miðflokksins höfðu beitt málþófi vegna málsins í rúmar fjórtán klukkustundir þegar þingfundi var slitið.
27.02.2019 - 05:34
Myndskeið
Segir að Stefán eigi að hætta vegna spillingar
Borgarfulltrúi Miðflokksins segir að borgarritari hljóti að hætta störfum eftir skrif hans um kjörna borgarfulltrúa. Hún segir málið snúast um spillingu og vísar ásökunum á bug. Hún segir að bókun hennar um að borgarlögmaður hylmi yfir með löbrotum, sé pólitískur og ófaglegur, ekki alvarlegar ásakanir, heldur sannleikur. Borgarritari segist ekki ætla að bregðast við ummælum borgarfulltrúans.
25.02.2019 - 19:05
Viðtal
„Orðnir eins og útigangshross, hímandi í höm“
Ólafur Ísleifsson segir það ekki hafa staðið til að ganga í Miðflokkinn, þegar þeir voru reknir úr Flokki fólksins eftir að Klaustursmálið kom upp. Karl Gauti Hjaltason og Ólafur tilkynntu í dag að þeir hefðu gengið til liðs við Miðflokkinn.
22.02.2019 - 21:43
Þingmaður Miðflokksins biður Pírata afsökunar
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, bað Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmann Pírata, í morgun afsökunar á því að hafa í ræðustól Alþingis í gær velt því upp hvort hún hefði reynslu af þungunarrofi. Það gerði þingmaðurinn í umræðum um frumvarp um breytingar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof.
21.02.2019 - 10:50
Birgir vill útrýma kynferðisofbeldi á Alþingi
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, hélt innblásna ræðu á Alþingi í dag um kynferðisofbeldi gegn þingkonum. Birgir sagði mikilvægt að karlkyns þingmenn tækju höndum saman og útrýmdu ofbeldi gegn kvenkyns kollegum þeirra. Þá lyfti Birgir upp skilti sem á stóð „Not in my parliament", eða „Ekki á mínu þingi”.
30.01.2019 - 15:41
Miðflokkurinn vill upplýsa um lyf í landbúnaði
Þingmenn Miðflokksins vinna nú að frumvarpi sem miðar að því að upplýsa hvaða lyf hafa verið notuð í framleiðslu landbúnaðarvara. Frumvarpið á að gera neytendum kleift að nálgast upplýsingar um lyfin í hverri vöru fyrir sig og á að ná til innlendra og erlendra landbúnaðarvara.
26.01.2019 - 14:52
Fréttaskýring
Minntist aldrei á minnisleysi í fyrri viðtölum
Ummæli Gunnars Braga Sveinssonar, þingflokksformanns Miðflokksins, á Hringbraut í vikunni hafa vakið töluverða athygli. Þar sagðist hann ekkert muna eftir þriðjudagskvöldinu örlagaríka á Klaustri og fallið í 36 klukkustunda óminni, frá því að hann gekk inn um Klausturdyrnar og fram á fimmtudagsmorgunn. Þarna kveður við nýjan tón hjá Gunnari Braga, en þetta er í fyrsta sinn sem hann ber við algjöru minnisleysi þetta kvöld. Hann hefur ekki viljað veita RÚV viðtal vegna málsins.
26.01.2019 - 13:20
Varaforsetar byrjaðir að vinna í Klausturmáli
Nýir varaforsetar Alþingis, Steinunn Þóra Árnadóttir og Haraldur Benediktsson, hafa nú formlega tekið við Klausturmálinu og fengið afhent gögn. Upptökurnar af Klaustri eru ekki þar á meðal.