Færslur: Miðborgin

Í mörg horn að líta hjá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu
Mikið var um ölvun og óspektir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt. Fjölmargar tilkynningar bárust lögreglunni um ofurölvi fólk sem var sjálfu sér og öðrum til vandræða eða algerlega ósjálfbjarga svo lögregla þurfti að koma því til aðstoðar.
Sjónvarpsfrétt
Líkir hávaðanum í miðborginni við óbeinar reykingar
Maður sem býr á Skólavörðustíg líkir hávaðamengun í miðborginni við óbeinar reykingar og krefst þess að opnunartími verði styttur. Íbúar áttu fund með borgarstjóra í gær vegna málsins.
Unglingapartý í Kópavogi og líkamsárás í miðborginni
Lögreglunni barst tilkynning um unglingapartý í Kópavogi laust eftir klukkan hálfeitt í nótt. Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að húsið hafi verið troðfullt af unglingum og tómum áfengisumbúðum.
Frekar rólegt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
Einhver erill var hjá lögreglu í gærkvöld og nótt en fór þó betur en á horfðist þar sem búist var við annríki hjá lögreglu enda skemmtanalífið óðum að vakna úr löngum dvala í kjölfar tilslakana sóttvarnaryfirvalda.
„Maður er bara á bláum ljósum út um allan bæ”
Aðstoðarvarðstjóri slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins man ekki eftir jafn annasamri nótt í Reykjavík og þeirri síðustu. Mikil ölvun, líkamsárásir, slys og óhöpp voru helstu verkefnin, þessa aðra helgi eftir afléttingu samkomutakmarkana. Þetta er önnur helgin þar sem engar samkomutakmarkanir eru í gildi, en sú fyrsta eftir mánaðarmót og útborgun.