Færslur: Miðbærinn

Sjónvarpsfrétt
Farþegar ánægðir með endurkomu næturstrætó
Fyrstu næturstrætóarnir í tvö ár lögðu af stað úr miðbænum í nótt. Sumir farþegar spöruðu sér mörg þúsund krónur í leigubílagjald og sluppu við langa bið í leigubílaröðum. Miðbæjargestur sem fréttastofa ræddi við í nótt segir að næturstrætó geri miðborgina öruggari og vonar að samgöngur úr miðbænum haldi áfram að batna.
09.07.2022 - 21:00
Lögregla hafði ekki afskipti af skutlþjónustu SUS-ara
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði ekki afskipti af skutlþjónustu sem Samband ungra Sjálfstæðismanna stóð fyrir í gærkvöldi og fram á nótt. Elín Agnes Eyde Kristínardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn sagði í samtali við fréttastofu í gær að framtak SUS-ara væri á gráu svæði.
Eldur kviknaði í bakhúsi í Kvosinni
Eldur kom upp í bakhúsi veitingastaðar við Kvosina á Vesturgötu í miðbæ Reykjavíkur um klukkan hálf tvö í dag.
Myndskeið
Neitaði að mála yfir listaverk í strætóskýli
Rúmlega þrjátíu ára gamalt strætóskýli var flutt úr Vatnsmýrinni í portið við Prikið í miðbæ Reykjavíkur í gær. Borgarstarfsmaður neitaði að mála yfir listaverk í skýlinu fyrir nokkrum árum, og bjargaði því þar með.
10.03.2021 - 19:34
Tvö verslunarsvæði, mismunandi þarfir
Um 85% höfuðborgarbúa hafa sótt verslun og þjónustu á Laugavegi undanfarið ár. Þetta er meðal niðurstaðna könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og birtast í blaðinu í dag.
30.07.2020 - 06:22
Myndskeið
Íbúar ekki látnir vita af útitónleikaröð
Engar tilkynningar bárust íbúum um útitónleikaröð í miðborginni í sumar. Sviðsstjóri hjá Reykjavíkurborg segir það standa upp á tónleikahaldara að láta vita. Þó svo að borgin styrki og skipuleggi viðburði beri hún ekki ábyrgð á samráð sé haft við íbúa.
24.07.2020 - 19:16
Tómlegt í bænum á föstudagskvöldi
Undir venjulegum kringumstæðum sinnir lögreglan fjölda útkalla sem tengjast skemmtanahaldi í miðbænum um helgar. Nú er staðan önnur og varla nokkur á ferli. 
28.03.2020 - 09:44
Myndskeið
Gamli Kvennaskólinn fluttur tímabundið
Gamli Kvennaskólinn var í dag fluttur tímabundið af undirstöðum sínum af Landssímareitnum í Reykjavík. Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, segir flutninginn meðal annars lið í því að endurbyggja Nasa-salinn. Hann verði gerður upp í upprunalegri mynd en búist er við að verkefnið klárist fyrir áramótin 2020 til 2021.
28.06.2019 - 19:04
Vilja stækka Hlemm mathöll
Hlemmur mathöll ehf. hefur áhuga á að stækka Hlemm um 200 fermetra í austurátt samkvæmt Þór Sigfússyni eiganda fyrirtækisins. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa óskað eftir viðræðum við Reykjavíkurborg um stækkun staðarins.
03.06.2019 - 07:55
Hverfisgata lokuð að hluta frá morgundeginum
Á morgun hefjast framkvæmdir við endurgerð Hverfisgötu milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs sem standa eiga til ágústloka. Hluti Hverfisgötu verður því lokaður á milli gatnanna tveggja sem hefur áhrif á ferðir strætisvagna. Endurnýjaðar verða lagnir í Ingólfsstræti milli Hverfisgötu og Laugavegs.
19.05.2019 - 12:54
Hverfisgata lokuð að hluta í sumar
Í sumar verða framkvæmdir á Hverfisgötu milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs. Lagnir verða endurnýjaðar í Ingólfsstræti milli Hverfisgötu og Laugavegs. Því verður hluti Hverfisgötu lokaður milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs í sumar.
10.05.2019 - 10:28
Myndskeið
Hafnartorg breytir ásýnd miðbæjarins
Nýjar íbúðir við Hafnartorg í miðbæ Reykjavíkur gætu kostað meira en milljón á hvern fermetra. Steinar úr gamla hafnargarðinum, sem var friðaður, verða meðal annars notaðir í klæðningu fjölbýlishúsanna.
15.05.2018 - 23:11
„Ábyrgðin er hjá borginni“
Pétur H. Ármannsson sviðsstjóri hjá Minjastofnun gagnrýnir að heimilað hafi verið að reisa byggingarnar við Laugaveg 4 og 6. Hann segir að ekki hafi verið tekið tillit til þess hvað umhverfið þoli.
10.07.2017 - 13:24